Bændablaðið - 20.10.2016, Qupperneq 36

Bændablaðið - 20.10.2016, Qupperneq 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016 Helstu nytjadýr heimsins Menn hafa alið endur í nokkur þúsund ár vegna kjötsins, eggj- anna og fiðursins. Pekingendur eru algengasti aliandastofninn og mest er neytt af andakjöti í Asíu. Samkvæmt opinberri talningu finnast innan við 800 aliendur á Íslandi. Önd er samheiti á nokkrum tegundum vatna- og sjófugla af ætt- kvíslinni Anas og ætt andfugla sem gæsir (Anser), og svanir (Cygnus) tilheyra einnig. Endur, bæði villtar og aldar, hafa breiðan flatan gogg sem þær nýta við fjölbreytt fæðuval eins og vatnagróður, skordýr, fisk og skelfisk. Kafendur geta kafað djúpt eftir æti en buslendur láta sér nægja að stinga höfðinu í vatnið í leit að æti. Kafendur eru þyngri en buslendur sem gerir þeim kleift að kafa dýpra en jafnframt erfiðara að hefja sig til flugs. Flestar aliendur í Asíu Erfitt er að henda reiður á fjölda alianda í heiminum en flestar munu þær vera í Kína, Víetnam, Indónesíu, Indlandi, Frakklandi, Bangladess, Malasíu, Taílandi, Suður-Kóreu og Filippseyjum. Afkomendur stokkanda Fjöldi ræktunarafbrigða alianda í heiminum er vel yfir eitt hundrað og hvert og eitt þeirra hefur sín sér- kenni. Sum eru ræktuð vegna kjöts- ins, önnur vegna eggjanna og enn önnur fyrir hvort tveggja. Auk þess sem fiðrið er nýtt. Nánast öll ræktunarafbrigði anda eiga sameiginlegan forföður í stokköndinni Anas platyrhynchos. Þrátt fyrir að ræktunarafbrigði og landsortir alianda séu mörg telja sum þeirra einungis tugi fugla og í útrýmingarhættu. Af ræktunaraf- brigðum má nefna enskar Aylesbury- endur sem eru hvítar með bleikan gogg og Buff-endur í Kent sem eru rauðbrúnar og aldar vegna eggja og kjöts. Silfraðar Appeleyard-endur finnast í einhverjum hundruðum í Bandaríkjunum en evrópskar Magpi-endur eru hvítar með svört- um skjöldum. Hvítar Pekingendur sem upprunalega koma frá Kína eru langaalgengustu aliendur í heiminum í dag. Aliendur geta orðið mun stærri en villtar. Orðsifjar Karlendur eru kallaðar steggur eða bliki á íslensku, en kvenfuglar ýmist önd eða kolla. Orðið önd er komið af frumger- mönsku orðunum anuð, anið og anað sem kom úr indóevrópsku, anet. Orðið er samstofna í mörgum Evrópumálum, til dæmis færeyska orðið ont, and á nýnorsku, sænsku og dönsku, ant á miðlágþýsku, anut, anat og anit á fornháþýsku, ente á nýháþýska. Á fornensku er það ænid og enid en eend í hollensku, anas í latínu og antas í litháísku. Enska orðið duck er komið af sögninni „to duck“, að beygja sig niður eða undir eitthvað. Samanber „að dúkka“. Endur fyrir löngu Steingervingar sýna að frumend- ur hafi verið uppi fyrir 50 til 80 milljón árum ásamt forneðlum og endur hafi lifað af hamfarirnar sem útrýmdu risaeðlunum. Ríflega tíu þúsund ára hellaristur í Norður-Afríku sýna fólk veiða endur og í indverska helgiritinu Rig-Veda, sem var skrifað 1500 fyrir Krist, er sagt frá önd sem verpir gulleggi í hreiður sem hún byggði sér á höfði þjófs. Ekki er vitað fyrir víst hvenær andaeldi hófst en vitað er að Egyptar notuðu þær við fórnar- athafnir og ólu þær til matar. Vitað er að endur voru aldar í Kína 2000 árum fyrir upphaf okkar tímatals og að Rómverjar voru hrifnir af grilluðu andakjöti. Pekingönd varð hirðréttur kín- versku keisarahirðarinnar þúsund árum eftir Krist en indíánar Norður- Ameríku ófu gerviendur úr sefi sem tálbeitur við andaveiðar á svipuð- um tíma. Fram á nítjándu öld voru endur nær eingöngu aldar vegna kjöts- ins en lítið vegna eggjanna. Í dag er andadúnn og andafiður dýrt og vinsæl fylling í sængurfatnað. Endur eru einnig ræktaðar sem skrautfuglar. Aliendur geta lifað góðan áratug í góðu yfirlæti en líftími þeirra er að öllu jöfnu fimm til sjö ár. Foie gras Í Frakklandi og eflaust víðar eru endur ræktaðar til framleiðslu á foie gras, eða andalifur. Dæmi eru um að fóðri sé neytt ofan í endur sem aldar eru vegna foie gras með trekkt til að fita lifrina á sem skemmstum tíma. Slíkar aðferðir eru bannaðar í flestum löndum Evrópu nema Frakklandi þar sem hún er leyfð á grundvelli þess að eldisaðferðin byggi á gömlum hefðum. Í Víetnam er andablóð notað í rétt sem kallast tiet canh. Andaregg Stærð eggja alianda er mismunandi milli stofna en í flestum tilfellum eru þau eilítið stærri en meðalstórt hænuegg. Litur skurnarinnar er einnig breytilegur og getur verið allt að því svartur en er yfirleitt ljósblágrænn. Skurnin er þykkari en skurn hænueggja og rauðan í andareggjum er hlutfallslega stærri en rauða hænueggja. Meðalvarp Pekingandarkollu er 200 egg á ári. Útlit og hegðun Skrokkur anda er í grófum drátt- um ílangur og breiður og með langan háls. Vængirnir eru stuttir. Goggurinn breiður og stundum er sagt að fólk sé með andanef sé nefið á því framstætt og flatt. Í goggi anda eru skíði sem þær geta síað fæðuna með líkt og skíðis- hvalir. Fæturnir, sem eru stuttir en sterkir, eru aftarlega á skrokknum og með sundfit. Flestar villiandategundir verða tímabundið ófleygar vegna þess að þær fella flugfjaðrirnar. Leita Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Ungar hvítra Pekinganda. Þessi tegund kom upprunalega frá Kína og eru það langalgengustu aliendur í heiminum í dag. Endur eru skemmtilegar skepnur og víða haldnar sem gæludýr. þau eilítið stærri en meðalstórt hænuegg og ljósgrænblá að lit. Dæmi eru um að fóðri sé neytt ofan í endur sem aldar eru vegna lifrarinn- skemmstum tíma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.