Bændablaðið - 20.10.2016, Qupperneq 38

Bændablaðið - 20.10.2016, Qupperneq 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016 Matvælastofnun vekur athygli á að opnað hefur verið fyrir skráningar haustskýrslna í Bústofni (www. bustofn.is). Í samræmi við lög um búfjárhald nr. 38/2013 skulu umráðamenn búfjár árlega skila inn haust- skýrslu fyrir 20. nóvember nk. um búfjáreign og fóður. Upplýsingar um landstærðir eru skráðar að beiðni Hagstofu Íslands. Vakin er athygli á að nú birt- ast í fyrsta skipti upplýsingar úr skýrsluhaldskerfum og/eða hjarð- bókum í Bústofni. Upplýsingar um sauðfé eru sóttar úr Fjárvísi (www.fjarvis.is) og birtast aðeins hjá þeim sem hafa gengið frá haustskilum skýrsluhaldsins vegna skýrsluhaldsársins 2016. Upplýsingar um nautgripi eru sótt- ar úr HUPPU (www.huppa.is) og eru miðaðar við skráða nautgripi á lífi á þeim tíma sem haustskýrsla er sótt. Upplýsingar um hross eru sóttar í upprunaættbók íslenska hestsins (www.worldfengur.com) og miðast við fjölda hrossa sem eru á lífi og í eigu þess sem skráð- ur er fyrir haustskýrslunni, einnig koma fram upplýsingar um fjölda hrossa sem viðkomandi er skráður umráðamaður að. Hross þarf að telja fram á haustskýrslu hjá eiganda eða umráðamanni eins og annað búfé. Ef vafi leikur á hvar eigi að telja hrossið fram er hægt að leita aðstoðar hjá dýraeftirlitsmönnum Matvælastofnunar eða starfsfólki búnaðarstofu stofnunarinnar. Allir búfjáreigendur geta með auðveldum hætti gengið frá haust- skýrslu í Bústofni. Aðgangur að Bústofni fæst með rafrænum skil- ríkjum eða kennitölu og Íslykli. Þeir sem þurfa á aðstoð að halda er bent á að hafa samband við dýraeftirlitsmenn MAST í síma 530-4800 eða í gegnum mast@ mast.is. Þeir sem ekki hafa tök á því að skila sjálfir í gegnum Bústofn stendur til boða þjónusta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnað- arins, fyrir þá þjónustu er innheimt samkvæmt gjaldskrá RML. Bjarki Pjetursson ...frá heilbrigði til hollustu Skil á haustskýrslum bænda í Bústofn Samantekt Byggðastofnunar á dreifingu nautgripabúa: Ríflega helmingur allra mjólkurkúa eru á býlum með fleiri en 50 kýr Stór hluti mjólkurframleiðslu hér á landi fer fram á Suðurlandi, en alls voru framleiddir þar tæp- lega 56 milljónir lítrar af mjólk á liðnu ári. Næstmest er framleiðslan á Norðurlandi eystra, tæplega 37 milljónir lítra. Þá kemur Norðurland vestra með 22,3 milljónir lítra, á Vesturlandi voru framleiddir tæplega 18 milljónir lítra af mjólk á síðastliðnu ári. Um 14 milljónir lítra voru framleiddir á öðrum svæðum. Heildarmjólkurframleiðslan árið 2015 nam um 146 milljónum lítra. Byggðastofnun hefur tekið saman skýrslu þar sem nautgripa- rækt á Íslandi er kortlögð á sama hátt og gert var í samantekt á fjölda og dreifingu sauðfjár á Íslandi, en sú skýrsla kom út í júní í sumar. Gögn um fjölda nautgripa mið- ast við haustskýrslur bænda í lok árs 2015. Fjöldi nautgripa er sam- tala fjölda mjólkurkúa, holdakúa til undaneldis, kelfdra kvíga, geld- neyta eldri en eins árs, kvígukálfa yngri en eins árs og nautkálfa yngri en eins árs. 853 bú með nautgripi Fram kemur í samantektinni að alls voru 853 bú með nautgripi á liðnu ári, þar af voru 846 bú á lögbýlum samkvæmt lögbýlaskrá Þjóðskrár. Flest voru búin á Suðurlandi, 320 alls, 182 voru á Norðurlandi eystra, 151 á Norðurlandi vestra, 118 á Vesturlandi og þá voru 82 bú með nautgripi á Austurlandi, Vestfjörðum og á höfuðborgar- svæðinu. Engir nautgripir voru í sveitarfélögum á Suðurnesjum. Af þeim 853 búum þar sem voru nautgripir árið 2015 voru 665 þeirra með mjólkurkýr. Flest á Suðurlandi, alls 247. Á Norðurlandi eystra voru bú með mjólkurkýr 153 í allt, 107 á Norðurlandi vestra og 99 á Vesturlandi. Í öðru landshlutum voru 59 bú með mjólkurkýr. Stærsta nautgripabúið með 641 grip Nautgripir reyndust í allt vera 78.776 talsins og dreifast þannig að 38% nautgripa eru á búum þar sem eru 150 nautgripir eða fleiri og 32% á búum þar sem búið er með 101 og upp í 150 gripi. Fram kemur einnig í saman- tektinni að flestir nautgripir á einu búi reyndust vera 641 í allt, næst kom bú með 552 nautgripi, en alls voru fjögur bú með á milli 400 til 500 nautgripi. Samtals voru 6.028 nautgripir á þeim fimmtán búum sem flesta gripi héldu, eða 7,7% af heildarstofninum. Stærsta búið með 240 mjólkýr Mjólkurkýr í landinu á liðnu ári voru alls 27.441 og voru tæplega 5.500 þeirra á búum þar sem voru 75 eða fleiri mjólkurkýr, eða um 20% af heildarfjöldanum. Á ríflega 30% búanna voru frá 51 og upp í 75 mjólkurkýr, þannig að ríflega helmingur allra mjólkurkúa eru á býlum sem voru með fleiri en 50 kýr. Á því búi þar sem mjólkurkýr reyndust flestar voru þær 240 tals- ins og voru samtals á því búi 552 nautgripir í allt. Á fimmtán stærstu búum landsins voru ríflega 2.100 mjólkurkýr sem gerir 7,7%. Ef býlum með nautgripi er skipt niður eftir því hvort þau eru með mjólkurkýr eða ekki kemur í ljós að 88% allra nautgripa á landinu er á búum sem eru með mjólkurkýr en aðeins 12% á búum án mjólkurkúa. /MÞÞ Kýr úti á túni í Berjanesi. Mynd / HKr. Holdanautgripir í Kjósinni. Mynd / HKr. Framkvæmdir við ljósleiðaralagninu í Þingeyjarsveit ganga vel og eru þær rúmlega á áætlun, að því er haft er eftir Gunnari Birni Þórhallssyni, fram- kvæmdastjóra Tengis hf., á Akureyri á vefsíðu 641.is. Búið er að leggja stofn- lögnina á næstum allt svæðið sem var áætlað að leggja á í fyrsta áfanga og þá er lokið við að leggja heimtaugar heim á 82 bæi af 150. Að sögn Gunnars var þátttaka íbúa í ljósleiðaraverkefninu í Þingeyjarsveit góð, en einungis 6 aðilar af 150 aðilum (heimilum) vildu ekki fá ljósleiðarann inn til sín. Allir komnir í samband fyrir áramót Einungis er eftir að plægja stofn- lögnina niður á nokkrum bæjum við Staðarbraut í Aðaldal, en búið er að leggja stofnlögnina suður Reykjadal. Lokið er við að leggja heimtaugar heim á bæi í Fnjóskadal, Ljósavatnsskarði og Kinn og er heimtaugalagning á bæjum í Aðaldal vel á veg komin, sem til stóð að leggja á í fyrsta áfanga. Eftir er að leggja heim- taugar á bæi í Reykjadal og hluta bæja í Aðaldal, en hafist var handa við það verk í vik- unni og áfram haldið í þeirri næstu. Um næstu mánaðamót er gert ráð fyrir að hægt verði að virkja fyrstu notendurna í Fnjóskadal, Ljósavatnsskarði og í Kinn og þeir kæmust þá í langþráð ljósleiðarasamband. Notendur í Aðaldal og Reykjadal ættu að geta tengst ljósleiðaranum fyrir áramót gangi allar áætlanir eftir. /MÞÞ Ljósleiðaralagning í Þingeyjarsveit: Framkvæmdir ganga vel
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.