Bændablaðið - 20.10.2016, Síða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016
Héraðssýning lambhrúta í Strandasýslu haustið 2016:
Glaðst yfir glæsilegum árangri
Haustið skartaði sínu fegursta
norður á Ströndum 8. október síð-
astliðinn. Þá blésu Strandamenn
í þriðja skipti til héraðssýn-
ingar á lambhrútum í sýslunni.
Sýningarstaðir voru þeir sömu og
áður að Heydalsá hjá Sigríði og
Ragnari norðan Bitrugirðingar
og sunnan hennar í Bæ 2 hjá
Þorgerði og Gunnari. Einstaklega
glæsilegar og rúmgóðar fjárhús-
byggingarnar á báðum stöðum
bjóða heim glæsilegri sýningar-
aðstöðu.
Ég hef oft nefnt gildi slíkra sýn-
inga sem félagslegrar samkomu til
að koma saman til að gleðjast yfir
glæsilegum árangri og er fljótsagt
að aldrei hefur ástæða til slíks verið
meiri en að þessu sinni. Þarna fá
bændur um leið kjörið tækifæri til
að bera eigin fjárrækt saman við
það sem best gerist meðal nágranna
á svæðinu og slíkt á öllum að vera
lærdómsríkt. Fyrir okkur sem að
dómstörfum vinnum er þetta um
leið mjög gott til að geta gert beinan
samanburð innan kjarnans þar sem
gripirnir standa hlið við hlið. Þannig
má áfram telja atriði sem gera starf
sem þetta að lyftistöng fyrir rækt-
unarstarfið.
Frábærar gimbrar undan
Sigurboga 14-113
Lengi hefur verið trú okkar dómara
og næstum vissa að dómar okkar
eru langt í frá óskeikulir og þannig
líklegt að þeir hafi aldrei annað en
takmarkað gildi vegna ræktunar-
starfsins. Reynslan af þessari tak-
mörkuðu starfsemi á Ströndum er
samt næstum farin að segja annað.
Haustið 2014, þegar fyrsta sýningin
er haldin, skipar toppsætið frábært
lamb frá Birni og Böddu á Melum
í Árneshreppi. Hrúturinn var alinn
og heitir Sigurbogi 14-113. Haustið
2015 eru seldir þrír synir hans suður
í Steingrímsfjörð að jafnmörgum
búum. Þegar þetta er skrifað standa
þeir hver á sínu búi í haust með
bestar sláturniðurstöður á hverju
búanna. Þess má til viðbótar geta
að gimbrahópurinn undan Sigurboga
sem kom til skoðunar í haust norður
á Melum er einn sá frábærasti sem
ég nokkru sinni hef séð.
Barði átti ótrúlegan fjölda
afburðalamba í haust
Haustið 2015 skipaði efsta sætið
á sýningunni einstakt hrútlamb
frá Ernu og Jóni í Broddanesi 1.
Hrúturinn var alinn og heitir Barði
15-075. Ákveðið var að fá hann til
notkunar í afkvæmarannsókn vegna
sæðingastöðvanna á síðasta vetri,
sem er fátítt með gripi á þeim aldri.
Það reyndist góðu heilli ekki skot í
myrkrið.
Barði átti ótrúlegan fjölda
afburðalamba í haust og mun þegar
á annan tug sona hans vera kominn
dreift víða um land sem verðandi
kynbótagripir. Þess má geta að
Barða fylgdi á sýningunni í fyrra
annan ofurlamb frá Broddanesi
1 sem einnig var alið og sá ég þá
stallarana daginn fyrir héraðssýn-
inguna og eins og þeir stóðu þá
sem einstaklingar varð ég að láta þá
skipta sætum. Komu samt báðir vel
undan góðu sumri sem segir til um
hvaða ofurkindur þarna fóru. Þetta
nefni sem ég hér sem gott sýnidæmi
um það hve bændur láta oft gervi
veturgamalla hrúta villa sér sýn. Það
eru sláturlömb sem þið framleiðið
og þess vegna eigið þið að horfa til
einstaklingsdóms lambsárið og síðan
reynslu afkvæma hrútanna eftir það.
Sú reynsla afkvæma þessara kappa
í haust bendir til að Barði sé miklu
öflugri sláturlambafaðir en stallari
hans. Mörg fleiri dæmi mætti nefna
um góðan árangur glæsigripa á sýn-
ingunum 2014 og 2015 en þessi eru
það sláandi að þau verða látin nægja.
Nákvæmlega jafnmörg lömb á
sýningu og í fyrra
Snúum okkur aftur að sýningunni í
haust. Á sýningu sunnar girðingar
mættu 28 lömb, eða nákvæmlega
jafnmörg og á síðasta ári, en norð-
an girðingar 47, eða aðeins færri
en á síðasta ári. Mest var þar að
sjálfsögðu saknað að bændur í
Árneshreppi mættu ekki með sín
úrvalslömb sem samt var mörg þar
að finna í haust.
Skipulag á þessum sýningum
verður alltaf vandamál. Lambafjöldi
líkur því sem hefur verið á sýningun-
um á Ströndum til þessa er ákaflega
hæfilegur. Hins vegar væri að sumu
leyti keppikefli að fá enn almennari
þátttöku í þessum sýningum vegna
þess að nánast hver og einn einasti
fjárbóndi á Ströndum er virkur í
ræktunarstarfinu og eiga sýninga-
gripi til að tefla fram. Það yrði samt
aldrei nema með enn meiri takmörk-
unum á fjölda sýningagripa frá þeim
sem hafa verið virkir til þessa sem
slík breyting gerist.
Hópur dökkra og mislitra hrúta
vex sífellt líka að gæðum
Lítum næst á skiptingu lambanna á
sýningarflokka. Eins og áður yfir-
gnæfðu kollóttu hrútarnir sem voru
samtals 42 og á sýningunni norðan
girðingar eru fjöldi þeirra yfirgnæf-
andi. Hyrndu hrútarnir voru 15 og
þar hefur gamli Bæjarhreppurinn
yfirhöndina. Að síðustu voru 18
hrútar í hópi dökkra og mislitra og
vex hann sífellt bæði að fjölda og
gæðum.
Dóma á sýningunni önnuð-
ust ásamt mér húnvetnsk eðal-
menni, Anna Margrét Jónsdóttur á
Sölvabakka og Jón Árni Magnússon
í Steinnesi.
Þá skal lítillega geta topplamb-
anna í hverjum sýningaflokki. Lömb
um allt land virðast glæsileg í haust.
Þess vegna voru þessir sýningahópar
þarna einstakir og ég held ég taki
ekki of sterkt til orða að hvergi hér
á landi hefur áður verið mögulegt að
safna saman jafn einstökum lamba-
hópum að gæðum og þarna var gert.
Lamb númer 7 efst mislitu
lambanna
Í hópi mislitu lambanna skipaði efsta
sætið lamb númer 7 frá Miðdalsgröf.
Hrútur þessi er svartbíldóttur að lit
og kollóttur. Lamb þetta er einstakur
glæsigripur, feikilega jafnvaxið og
múrað í holdum þó að frábær bak-
og lærahold vektu þar mesta athygli.
Hrútur þessi er sonur Krapa 13-940,
en þess má geta að lömb úr sæðing-
um voru aðeins örfá á svæðinu norð-
an girðingar og þau fáu flest undan
Krapa. Í móðurætt er hann blanda af
heimafé og fé frá Broddanesi 1. Alla
gamla stöðvarhrúta frá Miðdalsgröf
má finna í móðurlínunni.
Í öðru sæti í þessum flokki kom
svartflekkóttur, kollóttur hrútur
frá Bassastöðum nr. 466. Hrútur
þessi var gríðarvænn, ákaflega vel
vöðvastæltur og vel gerður. Hann
er ekki frekar en aðrir topphrútar
þarna neinn tilviljunargripur. Faðir
hans 14-109 er fenginn frá Ragnari
á Heydalsá undan Voða 13-943 (Þau
Bassastaðahjón hafa stundum síðari
ár verið of sparsöm á að veita hrútum
sínum skírn og er faðirinn því nafn-
laus). Móðurfaðir hans er hins vegar
Árneshreppshrútur undan Stera
07-855 og hin landsþekkta ræktun
á Bassastöðum að öðru leyti að baki.
Þriðji í röð var hrútur 68 í
Guðlaugsvík. Hrútur þessi er svartur
og hyrndur. Hann er þrælþungur,
með ákaflega jafna og góða gerð og
verulega ræktarlegur. Þó að ættgarð-
ur hans sé ekki jafn vel þekktur og
hinna er það sem fram kemur í ætt-
argrunni traustvekjandi. Faðir hans
kemur frá Guðmundi í Skálholtsvík
undan Þrótti 08-871 og margir hrútar
í Skálholtsvík sem verið hafa undir
sjóngleri stöðvanna síðasta áratuginn
að baki í föðurætt. Móðurföðurfaðir
er síðan Kóngur 04-829.
Lamb 16 efst hyrndu hrútanna
Hyrndu hrútana var að meirihluta
að finna sunnan girðingar og voru
margir þeirra því tilkomnir við
sæðingar. Efsta sætið í þeim flokki
skipaði lamb 16 í Guðlaugsvík.
Hrútur þessi er klettþungur og
með afbrigðum þéttholda og fögur
kind á velli. Hann er tilkominn við
sæðingar undan Læk 13-928 og eins
og föngulegustu synir hans verða.
Móðurfaðir hans er Röðull 08-057
sem var hetjuhrútur hjá Guðmundi
í Skálholtsvík undan Bifri 06-994.
Beinan móðurlegg er hins vegar ekki
mögulegt að rekja.
Næstur í röð kom hrútur 133 í
Laxárdal. Þetta er mjög þroskamikið
lamb, bollangur og vel gerður hrútur
með firnasterk bak- og lærahold.
Faðir hrútsins er Börkur 13-952
en móðurætt er bæði fjölbreytt og
víðfeðm. Móðurlína rakin á föður-
hlið er kollótt fé og Snarfari 09-860
móðurföðurfaðir en móðurmóður-
faðir aftur á móti Grábotnasonur
06-833 sem fenginn var austan frá
Hafrafellstungu. Fjölbreyttur grautur.
Þriðja sæti hyrndu hrútanna hreppti
síðan nr. 137 frá Smáhömrum. Þetta
lamb er holdakökkur og ákaflega vel
gert og þrælþungt miðað við stærð,
vantar ef til örlítið á bollengd miðað
við allra bestu lömbin. Þjöppuð hold
eru ekki óvænt vegna þess að faðir-
inn Hringur 13-053 er Hergilssonur
08-870 sem Guðbrandur hefur notað
með ágætum árangri síðustu árin. Á
móðurhlið standa stólparnir Borði
08-838 og Sokki 07-835.
Besti kollótti hrúturinn var lamb
númer 147
Kollóttu hrútarnir voru eins og ætíð
kóróna sýningarinnar og sá hópur
sem þarna var áreiðanlega einstak-
asti slíkur hópur sem nokkru sinni
hefur verið sýndur hérlendis. Eins
og áður þá var umtalsverður munur
í þessum hópi á gripum norðan og
sunnan girðingar. Þetta hefur verið
á fyrri sýningum og þó að engir
kollóttu hrútanna sunnan girðingar
næði í hópa fimm bestu þá fullyrði
ég að gæði þeirra þarna voru samt að
þessu sinni að nær öll lömbin stóðu
framar þeim sem áður hafa verið þar
á sýningum. Því miður virðist koll-
ótta féð frekar á undanhaldi í gamla
Bæjarhreppi. Það held ég sé miður.
Lömbin sem nú mættu sannfærðu
Jón Stefánsson, Broddanesi, með verðlaun og farandbikar fyrir besta hrút
sýningarinnar.
Verðlaunahafar fyrir kollótta hrúta, talið frá vinstri: Reynir Björnsson, Miðdalsgröf, 3. sæti. Jón Stefánsson, Broddanesi,
1. sæti og Barbara Guðbjartsdóttir, sem heldur á verðlaunum fyrir Jón Stefánsson, Broddanesi, 2. sæti.
Verðlaun fyrir mislita hrúta, talið frá vinstri: Samson Bjarni Jónasson, Guðlaugsvík, 3. sæti. Lilja Jóhannsdóttir,
Bassastöðum, 1. sæti og Reynir Björnsson, Miðdalsgröf, 2. sæti.