Bændablaðið - 20.10.2016, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 20.10.2016, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016 Lesendabás Litskrúðug hænsni á sýningu hjá ERL − Nýtt hefti af Landnámshænunni komið út Alltaf vekur athygli þegar Eigenda- og ræktendafélag land- námshænsna heldur sýningar, nú síðast í Kópavogi, nánar tiltekið á Dalvegi 30 þar sem Gróðrarstöðin Storð er til húsa. Sýningin, sem var haldin sunnu- daginn 25. september sl., var að þessu sinni sett upp utandyra í góðu veðri. Við blasti mikil fjölbreytni í litum og öðrum eiginleikum landnámshænsna í samræmi við nýendurskoðaðar sýn- ingarreglur félagsins. Þær falla vel að ræktunarreglum ERL en nú hafa 28 ræktendur hlotið vottun þess, þar af tveir í Bandaríkjunum. Öll voru sýningarhænsnin falleg og vel hirt, mest hænur á ýmsum aldri en einnig tveir roggnir hanar og nokkrir litlir ungar með móður sinni. Auk þekktra ræktenda kom tölu- vert af áhugafólki af höfuðborgar- svæðinu á sýninguna en áhugi á minni háttar hænsnahaldi hefur farið vaxandi á seinni árum og nokkrir hafa fengið leyfi til þess hjá sveitar- félögunum. Þó er ekki heimilt að halda hana í þéttbýli af tillitssemi við nágrannana. Oftar en ekki verða landnáms- hænsni fyrir valinu og þar með er verið að stuðla að verndun þessa merka stofns sem á liðnu ári hlaut viðurkenningu Slow Food samtak- anna. Þau stuðla m.a. að aukinni fjölbreytni í framleiðslu, vinnslu og dreifingu afurða lítilla búfjárstofna sem margir hverjir eru í útrým- ingarhættu. Varðveisla erfðaauð- linda er því ofarlega á dagskránni og markvisst er unnið gegn verk- smiðjuvæðingu landbúnaðar. Slow Food starfar um heim, en hafa aðset- ur á Ítalíu þar sem samtökin voru stofnuð 1989. Á sýningunni voru kynnt vegg- spjald af íslensku landnámshæn- unni, sem er fáanlegt í tveim stærð- um hjá Bændasamtökum Íslands í Bændahöllinni, og nýlega útgefið 2016-hefti af Landnámshænunni, félagsriti ERL. Ritstjóri og ábyrgðar- maður þess var Magnús Ingimarsson búvísindamaður, ritari félagsins, en Jóhanna Harðardóttir, fyrrv. for- maður ERL, veitti honum aðstoð við útgáfuna. Með Magnúsi sitja í aðalstjórn ERL bændurnir Hugi Ármannsson (form.) og Valgerður Auðunsdóttir (gjaldk.). Vel hefur tekist til við útgáf- una, frábært lesefni með upplýs- ingum og fróðleik af ýmsu tagi og myndskreytingar eru með miklum ágætum. Þar með eru teikningar og myndir af litlum hænsnakofum, skrá yfir vottaða ræktendur sem flestir hafa unga til sölu, auk fróðlegra greina, lærðra sem leikra, um ýmis efni er tengjast hænsnahaldinu hér á landi og erlendis, að ógleymdum ræktunarreglum og sýningareglum ERL. Allt er þetta til fyrirmyndar og eru lesendur Bændablaðsins hvattir til að kynna sér blaðið og hið merka verndunarstarf sem ERL sinnir af alúð og framsýni. Höf. , dr. Ólafur R. Dýrmundsson, er sjálfstætt starfandi búvísinda- maður, stofnfélagi í ERL og félagi í Slow Food samtökunum. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson. Hægt er að skoða Tímarit Bændablaðsins 2016 á bbl.is Tímarit Bændablaðsins vakti mikla lukku í fyrravetur. Við ætlum að endurtaka leikinn og gefa blaðið út 3. mars nk. Tímaritið verður yfir 100 síður og prentað á glanstímaritapappír í stærðinni A4. Tímaritið tekur á helstu málefnum landbúnaðarins og verða efnistökin fjölbreytt. Tímarit Bændablaðsins er prentað í 8 þúsund eintökum og dreift til allra áskrifenda, á öll lögbýli landsins og í fyrirtæki sem tengjast landbúnaðinum. Boðið er upp á hefðbundnar auglýsingar í ritinu en í seinni hluta þess verður pláss fyrir kynningarefni frá fyrirtækjum sem unnið er í samvinnu við blaðamenn. Verðskrá auglýsinga Heilsíða: 160.000 kr. án vsk. Hálfsíða: 95.000 kr. án vsk. Opna: 230.000 kr. án vsk. Baksíða: 230.000 kr. án vsk. Lógó/styrktarlína (hámark 10 lógó á síðu) = 25.000 kr. án vsk. Verðskrá kynninga Heilsíða: 130.000 kr. án vsk. Hálfsíða: 85.000 kr. án vsk. Opna: 210.000 kr. án vsk. Nánari upplýsingar veittar í síma 563-0300 og netfangið augl@bondi.is Tryggðu þér pláss í tíma Tímarit Bændablaðsins 2017 í sjónmáli Fagrabrekka í Hrútafirði til sölu Domus fasteignasala Blönduósi kynnir til sölu skemmtileg jörð í Hrúta- firði, jörð sem getur hentað fyrir hefðbundinn búskap en getur einnig nýst til annarra nota, t.d. ferðaþjónustu. Fagrabrekka er við þjóðveg 1. Fallegt bæjarstæði, stórt íbúðarhús, fjárhús frá 1980, hesthús og hlaða. Land talið um 950 ha. Staðarskáli er í túnfætinum. Nánari upplýsingar á: www.mbl.is www.visir.is www.domus.is www.fasteignir.is eða hjá Magnúsi Ólafssyni, s. 898 5695, netfang: mao@centrum.is Alfa IS2008258307 frá Hólum. (BLUP 117) Kynbótadómur: Sköpulag: 8.31. Hæfileikar: 7.82. Aðaleinkunn: 8.02 Alfa er fylfull við Vita frá Kagaðarhóli. Mylla IS2008258306 frá Hólum. (BLUP 122) Kynbótadómur: Sköpulag: 8.33. Hæfileikar: 8.45. Aðaleinkunn: 8.41 Klakkur IS2008158311 frá Hólum. Vel taminn reiðhestur. Tilboð þurfa að berast til Guðmundar B. Eyþórssonar, fjármálastjóra skólans í síðasta 10. nóvember nk. annað hvort í tölvupósti (gbe@holar.is) eða með pósti merkt: Háskólinn á Hólum, bt. Guðmundur B. Eyþórsson – hrossasala Hólum í Hjaltadal, 551 Sauðárkróki. Nánari upplýsingar um hrossin veitir Víkingur (vikingur@holar.is) Háskólinn á Hólum auglýsir eftirfarandi hross til sölu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.