Bændablaðið - 20.10.2016, Page 50

Bændablaðið - 20.10.2016, Page 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016 Framleiðendasamvinnufélagið Danish Crown, sem er sérhæft í slátrun og kjötvinnslu, starfræk- ir í smábænum Holsted á Suður- Jótlandi eitt fullkomnasta naut- gripasláturhús í heimi og rekur þar einnig fullkomna kjötvinnslu. Hér fer síðari hluti umfjöllunar um starfsemi fyrirtækisins í Holsted, en fyrri hluti umfjöllunarinnar birtist í síðasta Bændablaði. Engin bið eftir slátrun Í fyrri greininni kom fram að slátr- unargetan hjá Danish Crown er mjög mikil en félagið er samvinnufélag bænda og hafa bændurnir í stjórn lagt mikla áherslu á að það eigi ekki að vera bið eftir slátrun. Þess vegna er afkastageta félagsins afar mikil, en það er skýr stefna að bændur hafi alltaf rétt á slátrun, svo sé það félagsins að leysa það hvernig kjötið verði afsett með sem hagkvæmustum hætti. Sjálfvirkt EUROP-matskerfi Þegar fallið er tilbúið til kælingar fer það sjálfvirkt í gengum EUROP- matskerfi en þar sér sérstakur tölvu- búnaður um að litmæla fallið sem og að holda- og fitumeta það. Þetta er gert með sérstökum tölvumynda- vélum en þó svo að tölvukerfi séu góð og gild þá er alltaf matsmaður til staðar einnig og tryggir hann að sjálfvirka tölvumatið víki ekki frá hinu rétta mati. Heimtaka á lægri kostnaði Almennt þá nemur slátrunar- og úrvinnslukostnaðurinn 8,5 dönskum krónum á kílóið, eða um 143 íslensk- um krónum, og taki bóndi kjötið heim er það sá kostnaður sem hann þarf að standa skil á. Fær hann þá skrokkinn bæði fín- og eða grófunn- inn eftir því sem óskað er og er það innifalið í verðinu. Þar sem Danish Crown er samvinnufélag framleið- enda geta hins vegar þeir kúabændur sem að félaginu standa tekið tvo gripi heim á ári á enn lægra verði, eða 5,25 dönskum krónum á kílóið, sem svarar til 89 íslenskra króna. Þetta er þjónusta við eigendur félagsins og að sögn fulltrúa þess mikið notuð, en fallið fær að hanga hjá Danish Crown í 14 daga áður en bóndinn sækir það. Almennt hvetur Danish Crown félagsmenn til heimtöku á kjöti og með því sölu beint frá býli. Þar á bæ líta menn svo á að slík sala víkki fyrst og fremst út markaðinn og auki hlutdeild nautakjöts almennt á hinum danska markaði og því sé um að gera að bændur reyni að selja beint, sé þess nokkur kostur. Þess má einnig geta að áratuga hefð er fyrir því að selja kjöt beint til neytenda í Danmörku og nær undan- tekningarlaust er verð frá bændum töluvert hærra en hæsta verð í bestu kjötverslunum – enda kjötið beint frá býli. Slík „upprunavottun“ er mik- ils virði og fullyrða má að danskir bændur hafi afar vel gert sér grein fyrir þeim verðmætum sem felast í því að neytandinn viti hvaðan kjötið kemur. Það sama gildir almennt um danska neytendur sem kaupa kjöt beint af bændum, þeir vita að komi kjötið beint frá bónda þá er það alltaf dýrari valkostur en að kaupa kjöt út í búð. Margir erlendir starfsmenn í úrbeiningunni Þegar fallið hefur verið kælt niður fer það áfram úr kæligeymslunni og inn í kjötvinnslusalinn. Flutningurinn á fallinu er alveg sjálfvirkur og stjórnar fullkominn tölvubúnaður því hvaða fall er tekið hverju sinni inn í kjötvinnslusalinn. Þegar inn í sjálfa kjötvinnsluna er komið eru þar bæði gamlir og reyndir danskir starfs- menn en innan um einnig fjölmargir erlendir starfsmenn. Þeir eru á sömu launum og dönsku starfsmennirnir en ástæðan fyrir því að einkum erlent fólk vinnur við úrbeininguna felst m.a. í því að aðsókn í þessi störf er ekki sérlega mikil og því hefur Danish Crown fyllt í skarðið með því að ráða erlent starfsfólk. Úrbeiningarlínurnar eru tvær og vinnur fólk þar saman í bónus- hópum, þ.e. standi allur hópurinn sig vel og afkasti vel þá er greiddur bónus til þeirra starfsmanna sem eru í viðkomandi hópi sem er mældur upp. Handbragðið er hefðbundið við úrbeininguna og sjá færibönd um bæði að koma með hráefni til viðkomandi starfsmanns og taka frá viðkomandi unna vöru. Úr úrbein- ingasalnum fer kjötið svo áfram á færibandi að pökkunarróbóta sem sér um að pakka kjötinu í vakúmpakkn- ingar og merkja með strikamerki og upprunamerki svo rekjanleikinn sé tryggður. Kjötið fer svo grófunnið í geymslu og er þaðan svo selt til aðila sem vinna áfram með vöðvana og skera í steikur, gúllas, strimla og hvað annað sem hugurinn girnist. 350 tonn af hakki á viku Þó svo að kjötvinnslan í Holsted sé fyrst og fremst fyrir grófvinnslu, þ.e. úrbeiningu og pökkun, þá hefur verið komið upp tvenns konar sérvinnslu á staðnum. Önnur er hakkdeildin en þar er unnið á tvöföldum vöktum 363 daga á ári við að útbúa hakk í pakkningar sem fara svo beint í sölu í helstu verslunum landsins. Hakkvinnslan pakkar og merkir hakk viðkomandi verslun eða vörumerki og því má í raun segja að enginn munur sé á nautgripahakki sem selt er í flestum verslunum í Danmörku, óháð vörumerki, enda kemur það nánast allt frá vinnslunni í Holsted. Munurinn getur þó legið í fituhlut- fallinu en fullkominn búnaðurinn sér um að blanda hakkefni og fitu saman í nákvæmlega þeim hlutföllum sem kaupandinn hefur óskað eftir. Þannig er unnið fiturýrt hakk og allt upp í verulega feitt og þar með ódýrt hakk. Fullkomnasta nautgripa- sláturhús í heimi – síðari hluti Utan úr heimi Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur nr. 577/2016. Samkvæmt úthlutunarreglunum er heimilt að veita styrki úr sjóðnum til: viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum. viðhalds annarra húsa og mannvirkja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi. byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær. Umsóknir eru metnar með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is. Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit um viðhald og endurbætur friðaðra og varðveisluverðra húsa sem finna má á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, undir gagnasafn og á Húsverndarstofu í Borgarsögusafni Reykjavíkur/Árbæjarsafni. Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Gúmmíbelti - Fyrir smágröfur Til sölu til flutnings 85,5 m2 og 30,3 m2 hús sem nýtt hef- ur verið sem veitingaskáli við golfvöll. Í húsunum er m.a. veitingasalur, eldhús og snyrtingar. Húsin er staðsett á Suður- landi. Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson, lögg. fasteignasali, magnus@fasteignamidstodin.is Húsnæði til flutnings

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.