Bændablaðið - 20.10.2016, Page 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016
Láta meyrna í 8 vikur
Önnur sérstök vinnsla er einnig
í Holsted en það er sérstakur
meyrnikælir. Þar er nautakjöt,
aðallega hryggbitar, látið standa og
meyrna í mun lengri tíma en gerist
og gengur, eða átta vikur. Þetta er
gömul dönsk aðferð og afar vanda-
söm enda myglar kjötið að utan á
þessum tíma, en það er einmitt hluti
vinnsluaðferðarinnar. Segja má að
verið sé að gera það við nautakjöt-
ið sem myglusveppurinn gerir fyrir
góða osta og þykir þetta kjöt víst
einkar bragðmikið og gott.
Þegar hryggbitarnir hafa verið í
þessum sérstaka kæli í átta vikur,
þar sem hita- og rakastigi hefur
verið nákvæmlega stýrt og loft-
skiptum einnig stjórnað, eru kjöt-
bitarnir teknir og myglan hreinsuð
af kjötinu. Þá er það sett í loft-
tæmdar umbúðir og svo selt til betri
veitingahúsa landsins.
Eiga vörumerkið „Dansk kalv“
Á níunda áratug síðustu aldar áttu
danskir kúabændur og afurðastöðv-
ar þeirra í harðri samkeppni við inn-
flutt nautakjöt og var þá búið til
vörumerkið „Dansk kalv“ (danskur
kálfur) en með því er ekki einungis
átt við að um danskt nautakjöt sé
að ræða heldur felst í vörumerkinu
ákveðin trygging fyrir gæðum og
dýravelferð. Fái bóndi slíka vottun,
fær hann einnig hærra verð fyrir
nautið í sláturhúsinu. „Dansk kalv“
vörumerkið var í upphafi í sameign
nokkurra aðila en er í dag eign sam-
vinnufélagsins Danish Crown.
Kröfurnar varðandi aðbúnað og
uppeldi nautanna sem eru seld sem
„Dansk kalv“ eru töluvert breyttar í
dag frá því sem áður var en nú eru
t.d. kröfurnar þær að ætli bóndi að
selja naut sem „Dansk kalv“ þá má
það ekki hafa verið á rimlum eða
í rimlastíu, nautinu þarf að slátra
8–10 mánaða gömlu, fallþunginn
þarf að vera á bilinu 180–240 kíló
og svo er einnig gerð lágmarks-
krafa um holdfyllingu og fituhlut-
fall. Þetta kunna að virka fjarrænar
kröfur fyrir okkar íslensku naut en
vaxtarhraðinn á hefðbundnum naut-
um af Holstein-mjólkurkúakyninu
er í dag slíkur, að ekki er sérlega
erfitt að ná þessum kröfum. Þess
utan er töluvert um holdanautaeldi
í Danmörku en helstu holdakyn-
in í dag ná nokkuð auðveldlega
fallþunga í kringum 200 kíló á 10
mánuðum. Árlega tekur Danish
Crown á móti 75–80 þúsund naut-
um sem fá „Dansk kalv“ vottun og
er þetta vörumerki vel þekkt í dag
og eftirspurn mikil.
Byggt til framtíðar
Þó svo að starfsemin nú sé afar
umfangsmikil þá telja forsvars-
menn Danish Crown að aðstaðan
í Holsted verði stækkuð enn frekar
í framtíðinni. Þess vegna er bæði
sláturhúsið og kjötvinnslan hönnuð
með það í huga að geta tekið við
gripum í slátrun utan hefðbundins
dagvinnutíma. Það eina sem þurfi
að gera til þess að geta stóraukið
daglega slátrun er að lengja þarf
kæligeymslurnar en þegar aðstaðan
var byggð upp í Holsted var húsið
þegar hannað með það í huga að
afkastagetan gæti vaxið þrefalt
án vandræða. Önnur aðstaða er nú
þegar til staðar, en ef aukning verður
er s.s. gert ráð fyrir að slátra á tveim-
ur vöktum.
Snorri Sigurðsson
sns@seges.dk
Ráðgjafi hjá SEGES P/S
Danmörku
TIL SÖLU
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
Tilboð óskast í ríkisjörðina
Litluvelli í Þingeyjarsveit
20437 – Litluvellir í Þingeyjarsveit
Um er að ræða ríkisjörðina Litluvellir í Bárðardal í Þingeyjarsveit, landnr.
153505. Jörðin er talin vera allt að 913 ha en landamerkjum hefur ekki
verið þinglýst. Ræktað land er alls 18,9 ha, að hluta til í órækt. Jörðin er á
landbúnaðarsvæði samkvæmt aðalskipulagi. Jörðin er nokkuð innarlega
í Bárðardalnum og stendur bærinn við rætur Vallnafjalls. Fjallshlíðin er
há með grófum og giljum. Samkvæmt Þjóðskrá Íslands - fasteignaskrá er
á jörðinni íbúðarhús, 96,6 m² byggt 1929, geymsla 98,3 m² byggt 1946,
fjárhús 69 m² byggt 1957, hlaða 56,7 m², byggð 1945, votheysgryfja 11,5
m² byggð 1953, fjárhús 138 m² byggt 1947, hlaða 130 ² byggð 1974 og
fjárhús með áburðarkjallara 160 m² byggt 1976. Verðmestu byggingar-
innar eru hlaða (byggð 1974) og fjárhús (byggt 1976). Fjarlægja eða
endurbyggja þarf önnur hús jarðarinnar.
Jörð og hús seljast í því ástandi sem þau eru í og eru áhugasamir tilboðs-
gjafar hvattir til að kynna sér mjög vel ástand húsa og umhverfis þar sem
ekki hefur verið búið á jörðinni í nokkur ár.
Jörðin er ekki langt frá Akureyri og með tilkomu Vaðlaheiðargangnanna
styttist sú vegalengd enn frekar.
Öll vegsvæði á vegum Vegagerðarinnar sem liggja yfir land jarðar þessarar
eru undanskilin við sölu þessa og er eignarhald þessara vegsvæða í eigu
Ríkissjóðs Íslands.
Í samræmi við 40. gr. jarðalaga nr. 81/2004 eru undanskilin í sölu þessari
námuréttur og réttur til efnistöku, þ.m.t. sand- og malarnám, og vatns-
og jarðhitaréttindi umfram heimilis- og búsþarfir. Nauðsynleg aðstaða til
að hagnýta framangreind réttindi eru einnig undanskilin í sölu þessari.
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7c, 105
Reykjavík í síma 530 1400.
Tilboðseyðublöð liggja frammi á sama stað ásamt reglum um frágang og
útfyllingu á tilboðseyðublaði. Sjá einnig nánari upplýsingar á heimasíðu
Ríkiskaupa www.rikiskaup.is
Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík fyrir kl.
10.00 þann 2. nóvember 2016 þar sem þau verða opnuð í viðurvist
bjóðenda er þess óska.
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
Árvekni
Matvælastofnun óskar eftir ráða metnaðarfullan og jákvæðan einstakling í starf við
•
•
•
kostur
• Góð íslensku- og enskukunnátta
•
•
•
Helstu verkefni og ábyrgð
• Eftirlit með búnaði, rekstri og
•
• Önnur verkefni sem starfsmanni eru falin
www.mast . is
Framsækni TraustGegnsæi