Bændablaðið - 20.10.2016, Page 57
57Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 2016
Maíusmekkur –
fljótheklaður og einfaldur
HANNYRÐAHORNIÐ garn@garn.is
Þegar Maía dóttir mín var smá-
barn langaði mig að hekla á hana
smekk. Hún slefaði ekki af neinu
viti svo ég ákvað að hekla á hana
matarsmekk. Ég hafði skoðað
nokkrar uppskriftir af smekkj-
um sem heilluðu mig bara ekki
nógu mikið. Dag einn var ég að
gramsa í Rauða kross-búð og
fann gamlan heklaðan smekk.
Hann var stílhreinn og einfaldur
sem var einmitt það sem ég sóttist
eftir. Ég keypti því smekkinn og
notaði hann sem fyrirmyndina að
Maíusmekknum.
Garn:
Scheepjes Catona frá Handverkskúnst.
Ein dokka dugar í ca. 3 smekki.
Heklunál : 3 mm.
Skammstafanir: L = lykkja, LL = loftlykkja, FP
= fastapinni, ST = stuðull, sl. = sleppa.
xx
Uppskriftin: Ég gerði ekki 3 LL í byrjun hverr-
ar umferðar því ég vildi ekki fá þessi göt sem
myndast þegar það er gert. Þess í stað geri í 2
LL í byrjun hverrar umferðar, sem ég tel ekki með
og hekla ekki í, og hekla svo 1 ST strax í fyrstu L
sem er venjulega ekki gert.
Fitjið upp 30 LL.
1. umf: Heklið 1 ST í 4. LL frá nálinni, 1 ST í
næstu 12 L, 3 ST í næstu L, 1 ST í næstu 13 L.
Þessar 3 LL sem sleppt er í byrjun umferðar teljast
EKKI sem 1 ST.
2. umf: Heklið 2 LL (teljast ekki með), 1 ST í
næstu 14 L, 3 ST í næstu L, 1 ST í næstu 14 L.
3.-12. umf: Haldið áfram að hekla stuðla fram
að miðjulykku, í hana eru alltaf heklaðir 3 ST.
Stuðlunum fjölgar því um 2 í hverri umferð. Í
lok 12. umferðar eru 46 ST.
Kantur og bönd:
Byrjað er í miðjulykkju 12. umferðar, þar er hekl-
aður 1 FP og 1 FP í hverja L að horni, í hornið eru
heklaðir 2-3 FP, FP heklaðir með jöfnu millibili
meðfram smekknum, þegar búið er að hekla
uppeftir smekknum er fyrra bandið gert, heklið
50-60 LL og heklið KL í aftari hluta lykkjunnar
alla leiðina niður, þá er heklað aftur í smekkinn,
FP í hverja L fram að miðlykkju, henni er sleppt.
Heklið alveg eins hinn helminginn af smekknum,
lokið umferðinni með FP í sömu L og byrjað var.
Ef þú vilt gera breiðari kant skaltu hekla tvær
umferðir af fastapinnum, böndin eru þá hekluð
í seinni umferðinni.
Vona að ykkur líki jafnvel við þessa smekki og mér.
Heklkveðjur,
Elín Guðrúnardóttir
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma
fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.
Létt
Þung
Miðlungs
8 9 1 4 3 7 6
7 2 8 9
4 7 3 5
8 9 2 7 1
7 6 5 2
1 8 6 5 7
6 2 8 9
4 7 6 2
1 8 5 9 2 4 3
Þyngst
8 7 9 2
1 5 4
2 4 7 6
8 1 4 3 5
6 9 3 7
4 9 5 2 1
6 1 3 7
4 6 8
9 5 1 8
3 2 4 8 5 1
5 1 3 6 2
1 4 2 5 6 9
2 1
9 3 8 1 5 7
4 6 1 3 5
2 7 5 4 9 6
9 8 6 2 4
1
3 5
2 7
6 1 9
5 4
7 4
2
2 4 9 1 8
FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ
Dugleg ballerína sem
ætlar að verða hestastelpa
Þórey María er dugleg ballerína
sem var að byrja í 5 ára bekk í
Ísaksskóla. Hún er mikil hesta-
stelpa og á einn hest. Henni finnst
rosalega gaman að föndra og tína
falleg blóm.
Nafn: Þórey María Einarsdóttir.
Aldur: 4 ára, alveg að verða 5 ára.
Stjörnumerki: Sporðdreki.
Búseta: Kópavogur.
Skóli: Ísaksskóli, 5 ára bekkur.
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Leikfimi, perla með litlum
perlum og föndra.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt?
Kanína og merin mín sem heitir Sjöbba.
Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur.
Uppáhaldshljómsveit: Emmsjé Gauti.
Uppáhaldskvikmynd: Lína
Langsokkur.
Fyrsta minning þín? Þegar stóri bróðir
minn var að leika við mig.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóð-
færi? Æfi ballett hjá ballettskóla Eddu
Scheving.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Hestastelpa.
Hvað er það klikkaðasta sem þú
hefur gert? Að fara í risastóra vatns-
rennibraut á Tenerife.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í
sumar? Fór með fjölskyldunni til
sólarlanda, lærði að synda með enga
kúta, fór að veiða lax í Elliðaánum
og fékk göt í eyrun.
Næst » Þórey skorar á Davíð Stein Einarsson,
bróður sinn, að svara næst.
Vantar þig íslenskan lopa?
Álafosslopi - Plötulopi - Léttlopi - Einband - Bulkylopi - Kambgarn
Heimasíðan gefjun.is
býður upp á lopa frá
Ístex á lægsta
fáanlega verði !
Sendum um allt land!