Bændablaðið - 20.10.2016, Side 58

Bændablaðið - 20.10.2016, Side 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. október 201658 Samfélagsbanki − Norður- Dakóta bankinn Í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum er starfræktur samfélagasbanki. Hann er í eigu Norður-Dakóta ríkis og langflestir íbúar ríkisins eru mjög ánægðir með bankann. Saga hans er mjög merkileg en hann var stofnaður árið 1919 af bændum. Á þessum árum voru uppskeru- brestir og einkabankarnir settu bændur miskunnarlaust í gjaldþrot. Þá sameinuðust bændurnir og stofn- uðu stjórnmálaflokk sem náði völd- um í ríkinu. Árið 1919 stofnaði ríkið sinn eigin banka Í raun snerist barátta bænda fyrir ríkisbanka í N-Dakóta ekki um stjórnmál heldur um praktíska hluti. Ef fylkið ætti bankann og hann væri ekki hagnaðardrifinn þá myndi kostnaður bænda lækka verulega. Auk þess var hagur bankans samof- inn hag samfélagsins sem hann var hluti af. Þess vegna rak hann ekki bændur í gjaldþrot heldur beið þang- að til hagur þeirra vænkaðist og þá voru skuldirnar gerðar upp. Þannig hefur bankinn starfað í nær hundrað ár. Hann horfir á heildarmynd samfé- lagsins sem hann tilheyrir. Bankinn telur það vera sitt hlutverk að brúa bilið þegar óblíð ytri skilyrði valda skaða en ekki að vera hluti af þeim óblíðu skilyrðum. Þess vegna elska íbúar N-Dakóta bankann sinn því hann er vinur þeirra. Við í stjórnmálasamtökunum Dögun viljum feta í fótspor bænd- anna í Norður-Dakóta. Fyrsta skref- ið er ný lagasetning á Alþingi. Þar þarf að skilgreina samfélagsbanka. Banki sem er eingöngu viðskipta- banki en ekki fjárfestingabanki. Fjárfestingabankar taka miklu meiri áhættu sem viðskiptabankar gera ekki. Sú áhættusækni olli bankahrun- inu 2008. Auk þess á bankinn ekki að vera hagnaðardrifinn en einka- bankarnir þrír á Íslandi hafa innheimt um 4-500 milljarða á liðnum 8 árum í hagnað sem er hreinn kostnaður fyrir viðskiptavini. Samfélagsbanki hefur samfélagslegar skyldur og skilar hugsanlegum hagnaði aftur til samfélagsins. Reynslan sýnir að samfélagsbankar eru ódýrari fyrir viðskiptavini og fara sjaldnar í þrot. Banki Norður-Dakóta skaðaðist ekki af bankahruninu 2008. Til er þýskur samfélagsbanki sem heitir Sparkasse og er 200 ára gamall og hefur hann 50 milljón Þjóðverja sem viðskiptavini en Þjóðverjar eru 80 milljónir. Þetta er vel hægt á Íslandi. Dögun vill nota tækifærið núna og breyta þeim bönk- um sem nú þegar eru í eigu ríkisins í samfélagsbanka með sérstakri laga- setningu. Þess vegna verður Dögun að komast á þing til að koma þessum breytingum í framkvæmd. Ef áhugi er fyrir sögu N-Dakóta bankans er hægt að skoða myndband á slóðinni: https://www.youtube.com/ watch?v=L75oinBuY1g Gunnar Skúli Ármannsson læknir Sennilega eru umbrotatímar fram undan í landbúnaði okkar. Sumt má kalla óvissu, t.d. hvað út úr nýju búvörusamningunum kemur fram að endurskoðun, annað ótíð- indi, t.d. linnulitla fólksfækkun í sumum sveitum, og enn annað gleðilegar framfarir, t.d. aukin tengsl neytenda og bænda. Ég er mikill áhugamaður um landbúnað og vonandi á jákvæðum nótum í augum sem flestra meðal bænda og búaliðs. Mörg ykkar hafa væntanlega lesið einhverjar af 14 greinum sem ég samdi fyrir Bændablaðið og skrifaði með grænu gleraugun á nefinu. Þegar ég nú stend frammi fyrir fólki í Suðurkjördæmi sem frambjóðandi VG ásamt góðum hópi, m.a. henni Heiðu Guðnýju, bónda að Ljótarstöðum í Skaftártungu, leyfi ég mér að vísa til þeirra skrifa. Stefna hreyfingarinn- ar t.d. í landbúnaðar- og velferðar- málum, vega- og heilbrigðismálum verður ekki tíunduð hér en ætti líka að höfða til margra. Þar gildir að deila góðæri, sem menn guma af, réttlátlegar en nú er gert og gera við marga galla sem niðurskurður og fjársvelti hafa framkallað. Í nýrri bók sem ég samdi og kom út í sumar hjá Hinu ísl. bókmennta- félagi, Veröld í vanda, stendur: Meðal nýrra þróunarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna eru skýr skila- boð til Íslendinga jafnt sem heims- byggðarinnar. Stefnt er að því að útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og stuðla að sjálfbærum landbúnaði, heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla. Byggja á upp sterka innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og nýsköpun, sjálfbærum borgum og byggðum. Tryggja á sjálfbæra neyslu og grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Nýsköpun er mikilvæg Til viðbótar við úrbætur í land- búnaði er nýsköpun lykilatriði. Þar hafa allmargir bændur komið við sögu. Dæmi eru um vindmyllur og vatnsvirkjanir til raforkufram- leiðslu, metanframleiðslu úr úrgangi, nýræktun með erlendum jurtategundum og byggi, bætta dúnhreinsun, nýjar tegundir mat- vöru og jurtaafurðir úr innlend- um grösum. Nýsköpun fer fram með Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Matís, Landbúnaðarháskólanum, Skógræktinni, Landgræðslunni, háskólunum og fleiri aðilum. Stuttur verkefnalisti til nýsköpunar næstu árin gæti litið svona út: • ný námskeið í umhverfistengd- um verkefnum • samráðsnet nýskapenda til sveita • aukið opinbert fé og einka- fjárfestingar til nýsköpunar í dreifbýli • styrkir búgreinasambanda til nýsköpunar á móti opinberu fé • aukin samvinna búgreinasam- banda og rannsóknarstofnanna • aukin sala afurða beint frá býli og fullvinnsla þeirra • sérverkefni við öflun innlends eldsneytis • tæknifréttaþjónusta - það nýjasta sem miðar að vistvæn- um rekstri • gerð leiðbeininga og lands- skipulags um beitarstjórnun Löngu er kominn tími til að umræða um íslenskan landbúnað losni undan stóryrðum, ofuráherslu á eintóm markaðsrök og skensi um íhalds- sama sveitavarginn. Nútíminn er harðari húsbóndi nú til dags en á meðan náttúrunytjar voru stundaðar eins og enginn væri morgundagur- inn. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur skipar 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi. Lesendabás Nú er lag − Umbrotatímar í vændum? Flókið eignarhald á jörðum verður því miður oft til þess að þær standa ónýttar. Tún sem hægt væri að rækta, land sem hægt væri að nota til skógræktar og jarðir þar sem nýsköpunar- tækifæri liggja. Hlunnindi geta fylgt einhverjum jarðanna og umhirða þeirra oft engin. Þegar ég tala um flókið eignarhald þá á ég við jarð- ir þar sem eigendur eru orðnir það margir að lítið er skeytt um jörðina, nýtingu eða umhirðu. Undirrituð sendi fyrirspurn til innanríkisráðherra um eignarhald á jörðum og þar kom m.a. fram að samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands eru 80 eigend- ur að þeirri jörð sem skráð er með flesta eigendur. Þá eru 250 jarðir þar sem skráðir eigendur eru fleiri en 10. Ekki liggur fyrir hvort einhverjar þessara jarða eru nýttar, en af þessum 250 jörðum eru 140 jarðir með byggingum og 110 óbyggðar. Það er hæpið að margt gerist á óbyggðri jörð þar sem eignarhald dreifist á 30-40 eigendur. Það eru mörg tækifæri til stað- ar varðandi nýtingu á jörðum, sú nýting einskorðast ekki aðeins við búskap. Einstaklingar sem hafa sótt í að fá að nýta jarðirnar kom- ast oft ekki lengra en að eiga sam- tal við einhvern eiganda. Eigendur halda fast í sitt og samskipti þeirra fara oft og tíðum fram í gegnum lögfræðinga. Það verður stundum til þess að tækifæri til nýtingar glatast ef beðið er of lengi. Þá kemur til of hár kostnaður við að endurheimta ræktun og aðstöðu eða byggja upp að nýju sem mörgum er um megn. Útkoman er því að ekkert er gert. Á sama tíma standa 82 eyði- jarðir í ríkiseigu ónýttar. Hvorugu má gleyma, ríkisjörðum sem ekki eru nýttar eða jörðum sem grotna niður vegna þess eins að eignarhald þeirra er svo flókið. Fyrsta skrefið í því að leita lausna tel ég vera að opna á umræðuna, það var ætlun mín með fyrirspurn til innanríkisráðherra og þannig fáum við tillögur til að vinna úr. Jóhanna María Sigmundsdóttir Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Of margir eigendur? Ari Trausti Guðmundsson. Jóhanan María Sigmundsdóttir Gunnar Skúli Ármannsson lækni. Útskrift hjá Háskólanum á Akureyri: Fyrsti meistaraneminn í kjölfar samstarfs BioPol Heiðrún Eiríksdóttir, fyrrver- andi starfsmaður BioPol ehf. á Skagaströnd og nemandi við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri, varði meistaraverk- efni sitt þriðjudaginn 11. október. Heiðrún er fyrsti meistaranem- inn sem útskrifast í kjölfar sam- starfs BioPol ehf. og Háskólans á Akureyri. Verkefni Heiðrúnar ber heitið „Cultivation of PUFAs producing Sicyoidochytrium minutum strain using by-products from agriculture“. Markmið verkefnisins var að athuga hvort Sicyoidochytrium minutum gætu nýtt sér aukaafurðir sem falla til í landbúnaði sem fæðu. Sicyoidochytrium minutum er örvera af ætt Thraustochytriaceae sem hafa eiginleika til þess að framleiða fjölómettaðar fitusýr- ur (PUFAs) t.d. docosahexaenoic (DHA) og eicosapentaenoic (EPA) omega-3 fitusýrur. Sýnt hefur verið fram á að fólki er nauðsynlegt að fá fjölómettaðar fitusýrur úr fæði í ljósi þess að líkami fólks myndar þessar fitusýrur ekki sjálfur. Niðurstöður verkefnisins sýna að S. minutum gat nýtt sér aukaafurð- ir frá landbúnaði til vaxtar og var vöxturinn borinn saman við við- miðunaræti. Fitusýrumyndun var 28,17% af þurrvigt og hlutfall DHA 25,24% og 5,7% EPA. Meginhluti vinnu við verk- efnið fór fram hjá BioPol ehf. á Skagaströnd og var hluti af stóru rannsóknaverkefni undir stjórn Magnúsar Arnar Stefánssonar og styrkt af AVS rannsóknasjóð í sjáv- arútvegi. Hluti vinnunnar fór fram einnig við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands. Aðalleiðbeinandi verkefnisins var dr. Magnús Örn Stefánsson og með- leiðbeinandi var prófessor Hjörleifur Einarsson. Andmælandi var dr. Jakob K. Kristjánsson. Heiðrún Eiríksdóttir, fyrrv. starfsmaður BioPol ehf. á Skagaströnd, við út- skriftina. Aðalleiðbeinandi verkefnisins var dr. Magnús Örn Stefánsson og meðleiðbeinandi var prófessor Hjörleifur Einarsson. Andmælandi var dr. Jakob K. Kristjánsson.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.