Bændablaðið - 23.02.2017, Síða 48

Bændablaðið - 23.02.2017, Síða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2017 Á Teigabóli í Fellum býr Guðsteinn Hallgrímsson og á Skeggjastöðum Einar Örn Guðsteinsson, sonur Guðsteins, og kona Einars, Guðný Drífa Snæland. Þau reka í samvinnu sauðfjárbú á þessum tveimur bæjum sem liggja að ein- hverju leyti saman en um 2 km eru á milli bæjanna. Einar og Guðný tóku formlega við helmingi búsins í ársbyrjun 2016. Býli: Teigaból og Skeggjastaðir. Staðsett í sveit: Fellasveit á Fljótsdalshéraði, við Lagarfljót. Ábúendur: Guðsteinn Hallgrímsson, Einar Örn Guðsteinsson og Guðný Drífa Snæland. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Guðsteinn, faðir Einars, býr á Teigabóli. Á Skeggjastöðum búa Einar og Guðný Drífa ásamt börn- unum Vernharði Inga, 15 ára, Ragnari Sölva, 9 ára og Laufeyju Helgu, 7 ára. Stærð jarðar? Landið er að miklu leyti óskipt til fjalls en samanlagt er ræktað land á jörðunum um það bil 50 ha. Gerð bús? Sauðfjárbú. Einnig komum við aðeins að skógrækt. Fjöldi búfjár og tegundir? Rúmlega 500 hausar á vetrarfóðrun. Einnig eigum við nokkra hesta til skemmt- unar. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Á veturna eru gjafir kvölds og morgna. Guðsteinn sinnir svo því sem tilfellur ásamt Einari en Einar er líka verk- taki og vinnur því töluvert utan bús. Guðný Drífa vinnur í Fellaskóla og börnin sækja öll skóla þangað. Á sumrin tekur heyskapur mestan tíma hjá öllum en Einar tekur að sér rúllun fyrir aðra bændur. Unglingurinn er virkur í vinnu á bænum allan ársins hring og yngri börnin taka þátt í því sem verið er að vinna. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allir sammála um að sauðburður sé skemmtilegastur en erfiðastur! Guðný hefur gaman af því að slá en veit ekkert leiðinlegra en að tæta tún. Einari finnst afskaplega leiðinlegt að skafa grindur. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við höldum okkar striki og fjölgum jafn- vel fénu. Húsakostur verður bættur og vinnuaðstaða þannig gerð enn betri. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Við erum nokkuð jákvæð en það er alltaf hægt að gera betur. Hvernig mun íslenskum landbún- aði vegna í framtíðinni? Vel ef við höldum áfram að sýna hversu góða vöru bændur á Íslandi hafa að bjóða. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Það má leggja áherslu á það hversu vistvæn vara okkar er í samanburði við aðrar þjóðir. Vanda þarf framsetn- ingu og matreiðslu á kjöti til ferða- manna á Íslandi, það er góð auglýsing! Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, egg, epli og kokteilsósa. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ærfille, lambahryggur, tortillur og grjónagrautur. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar viðbygging við fjárhúsin var reist og það náðist að klára rétt áður en vetur skall á. Stórt skref var einnig tekið þegar Skeggjastaðir voru keyptir og hægt var að stækka búskapinn umtalsvert. Líf og lyst Vegan gulrótarsúpa og gufubakað brauð Þetta er fersk súpa sem er full- komin fyrir vorið eða til að láta sig dreyma um sumarið. Vegan gulrótarsúpa Hráefni › 1 laukur, saxaður › 2 hvítlauksrif, söxuð › 3 gulrætur, saxaðar fínt › 2 rauðar paprikur, saxaðar › 1/4 bolli steinselja, söxuð › 2 1/2 bollar grænmetissoð (vatn og vegan grænmetiskraftur) › salt og pipar eftir smekk › Skvetta af balsamic-ediki fyrir fram- reiðslu Í miðlungsstórum potti eru 1–2 mat- skeiðar af vatni (eða seyði) hitaðar, lauk og hvítlauk bætt við. Eldið í 4–5 mínútur þar til laukurinn er mjúkur. Bætið við gulrótum, papriku, steinselju, grænmetisseyði og salti, ásamt ferskmöluðum pipar. Leyfið suðunni að koma upp og lækkið þá hitann niður í miðlungshita. Látið malla í um 20 mínútur, þar til gul- ræturnar eru mjúkar. Maukið súpuna með handmixer (eða sigtið og vinnið gulræturnar í mat- vinnsluvél) þar til áferðin er slétt og fín. Kryddið til eftir smekk. Berið fram heitt með ögn af bal- samic-ediki. Gufubakað brauð með fyllingu sem gott er að bera fram með súpunni › 1 tsk. þurrger › 1 tsk. sykur › 1/2 bolli vatn › 2 bolli hveiti › 1,5 tsk. lyftiduft › 1/4 bolli sykur › 3 tsk. brætt ósaltað smjör › 1/4 tsk. salt Deigið: Leysið ger og sykur upp í volgu vatni (50 °C) og látið það standa í 10 mínútur. Sigtið saman hveiti og lyftiduft. Setjið svo til hliðar. Bætið bræddu smjöri og salti í gerblönduna. Hrærið hveitið saman við í mjúkt deig. Hnoðið þar til það er orðið slétt (5–10 mínútur). Sett í olíusmurða skál og hyljið létt með plastfilmu. Látið hefast á heitum stað þar til deigið tvöfaldast að stærð. Þetta ætti að taka um eina til tvær klukkustundir. Gufusoðnar bollur: Mótið litlar kúlur úr deiginu og setjið plast- filmu yfir til að halda fersku. Takið hverja kúlu af deigi og rúllið út í flatkökur. Burstið deigið létt með olíu og brjótið saman. Látið hefast í aðrar 20 mínútur (gott að setja á smjörpappír). Bollurnar er hægt að gera fyrirfram. Svo er líka hægt að fylla þær með ýmsu meðlæti eins og beikoni, steiktu eggi og chili-bættu majónesi. Einfaldir lagskiptir eftirréttir Suma eftirrétti er auðvelt að gera og er þetta einn af þeim. Gott er nota tilbúna kökubotna, stinga úr botninn og raða saman með berj- um, grísku jógúrt eða mascarpo- ne-osti, tilbúnum sósum eins og karamellu- eða íssósum. Þú getur notað allskonar ber en ég nota fersk hindber hér. Hindberja-jógúrt-lög › 1 box grísk jógúrt › Sætuefni eftir smekk, til dæmis tvær matskeiðar af maple-sírópi eða eina matskeið af hunangi › 1/4 bolli muldar Oreo-smákökur eða útstungnir kökubotnar › 1 bolli fersk hindber › Sósur eftir smekk (til dæmis kara mellu- eða jarðaberjasulta) Leiðbeiningar Lagskiptið í glerglasi eða plasthólki. Byrjið á jógúrti eða marcapone-osti. Mulið kex er sett á milli laga ásamt hindberjum. Endurtakið lag eftir lag og skreytið svo með berjum. Framreiðið með skeið. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Teigaból og Skeggjastaðir Teigaból. Fjölskyldan á Skeggjastöðum. BÆRINN OKKAR Venni, Ragnar Sölvi og Einar í smala- mennsku. Tilraunir með rúlluplast sumarið 2015. Vegan gulrótarsúpa. Gufubakað brauð með fyllingu.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.