Bændablaðið - 23.02.2017, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 23.02.2017, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2017 LESENDABÁS Vangaveltur um félagsgjöld og fleira Nú, þegar innheimta Búnaðar- gjalds fellur niður, er þess farið á flot við okkur bændur að við látum nokkurt fé af hendi rakna til samtaka okkar (ég takmarka þessar hugleiðingar við BÍ og LK) og er enda ljóst að fjármuna er þörf til starfseminnar. Þetta verður þó eðlilega efni til að velta aðeins vöngum um þessi mál: • Lengi hefur mér fundist baga- lega torsótt að fá aðgang að árs- reikningum BÍ sem þó ætti að vera sjálfsagt að liggi fyrir strax við uppgjör, eins og tíðkast t.d. hjá bönkum og lífeyrissjóðum, eða í ársskýrslu eins og hjá MS. Þetta á alveg sérstaklega við núna þegar félagsgjöld verða valkvæð. Enn fremur og ekki síður að þessi samtök okkar birti fjárhagsáætlanir sínar fyrir þetta ár svo við getum séð hvernig ætlunin er að verja væntanlegum tekjum. • Það hefur komið fram að þeir bændur sem greiða fullt gjald til BÍ fái ívilnun í greiðslu gjalda fyrir afnot af forritum eins og Jörð, Huppu o.fl. Nú er því svo „haganlega“ fyrir komið í búvörusamningunum að okkur er nauðugur einn kostur að nota Huppu að við- lögðum missi beingreiðslna, þó engar málefnalegar ástæður séu fyrir því þar sem allir gripir eru einstaklingsmerktir og skráðir hjá MAST. Það skiptir auðvit- að engu máli við greiðslu bein- greiðslna hvort menn kjósa að skrá nyt kúa eða hvort þeir taki kýrsýni 8 sinnum á ári eða ekki. En fyrst svona er í pottinn búið er a.m.k. afskaplega hæpið að aðeins greiðendur félagsgjalda til B.Í. fái afslátt af afnotagjöld- um og alveg lágmark að við- komandi gjaldskrá verði að fá staðfestingu ráðherra. Á heimasíðu LK er að finna fundar- gerðir stjórnar og er það lofsvert. Þetta fyrirkomulag mætti BÍ taka upp og hverfa frá þeirri stefnu að halda sem flestum upplýsingum frá félagsmönnum sínum. Mér hefur t.d. ekki heppnast að finna fundar- gerðina frá aukafundinum í haust á heimasíðu BÍ. Þar voru þó gerð- ar breytingar á samþykktunum og teknar veigamiklar ákvarðanir um félagsgjöld o.fl. Það skiptir mig máli að geta áttað mig á umræðum um málin og afstöðu einstakra fulltrúa til þeirra. Varla getur verið um annað að ræða en meðvitaða ákvörðun stjórnarinnar að birta ekki fundar- gerðina. Hysjið nú upp um ykkur og sýnið okkur ofurlítinn virðingarvott með því að bæta aðeins upplýsingagjöf til okkar almennra félagsmanna. Það er kominn tími til, nú þegar þið þurfið að fara að okkur bónarveg um fjár- framlög. Guðmundur Þorsteinsson Meiraprófsbílstjóri - Dreifing HLUTVERK OG ÁBYRGÐ: • Dreifing og afhending pantana • Samskipti við viðskiptavini • Önnur ti lfal landi störf sem ti lheyra dreifingu HÆFNISKRÖFUR: • Ökuréttindi C og reynsla af akstri vörubifreiða • Hreint sakavottorð • Rík þjónustulund og sjálfstæði í vinnubrögðum • Stundvísi og góð framkoma • Góð samskiptahæfni • Samviskusemi og jákvæðni • Geta unnið undir álagi • Reglusemi og snyrtimennska ÖLGERÐIN er eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði. ÖLGERÐIN framleiðir, flytur inn, dreifir og selur matvæli og sérvöru af ýmsum toga. Áhersla er lögð á að vörur fyrirtækisins séu fyrsta flokks og að viðskiptavinir þess geti gengið að hágæða þjónustu vísri. Æskilegt er að starfsfólk í sumarafleysingum geti starfað frá byrjun maí ti l 25. ágúst. Sótt er um á heimasíðu Ölgerðarinnar: umsokn.olgerdin.is SUMARSTARF olgerdin.is Gripagreiðslur í geitfjárrækt ...frá heilbrigði til hollustu Matvælastofnun vekur athygli framleiðenda í geitfjárrækt að skila þarf skýrsluhaldi í Heiðrúnu fyrir 27. febrúar næstkomandi, til þess að öðlast rétt til gripagreiðslna í sam- ræmi við reglugerð um almennan stuðn- ing við landbúnað nr. 1240/2016. Ekki þarf að sækja sérstaklega um og verða gripagreiðslur í geit- fjárrækt greiddar þann 1. mars 2017 miðað við fjölda geita sem skráðar eru í afurðaskýrsluhald hjá viðkomandi fram- leiðanda. Tekið skal fram að Matvæla stofnun er heimilt að stöðva gripagreiðslur til framleiðanda vegna ófull- nægjandi skila á haustskýr- slu í Bústofni, ófullnægj- andi merkingum geitfjár samkvæmt reglugerð nr. 916/2012 um merkingar búfjár eða ef stofnun- in telur að ráða megi af gögnum, eða ástæða er til þess af öðrum sökum að vefengja upplýsingar úr afurðaskýrslu haldi fram- leiðanda. Matvælastofnun skal þá gera opinbera taln- ingu á gripum framleið- anda. Bjarki Pjetursson, sérfræðingur hjá Matvælastofnun Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir hér með eftir umsókn- um um styrki til rannsókna og þróunarverkefna í nautgripa- og sauðfjárrækt samkvæmt reglugerð um almennan stuðning við landbúnað nr. 1240/2016. Í nautgriparækt eru þau verkefni styrkhæf sem talin eru styrkja íslenska nautgriparækt og fela í sér rannsóknir og þróunarverkefni. Í sauðfjárrækt eru hver þau verkefni styrkhæf sem talin eru styrkja íslenska sauðfjárrækt og falla undir það að vera kennsla, rannsóknir, leiðbeiningar og/eða þróun í sauðfjárrækt. Umsókn skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar: - Yfirlit um tilgang og markmið verkefnisins, þ.m.t rökstuðningur fyrir því hvernig það fellur að þeim markmiðum sem tilgreind eru hér að ofan og hvernig það gagnast viðkomandi búgrein að öðru leyti. - Listi yfir alla sem eiga aðild að verkefninu - Tímaáætlun verkefnisins - Fjárhagsáætlun verkefnisins í heild. - Hvar og hvernig niðurstöður verkefnisins verða kynntar Umsóknafrestur er til 1. apríl n.k Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á www. fl.is/þróunarfé Aðeins er tekið við umsóknum á eyðublöðunum sem þar er að finna Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri 311 Borgarnes, merktum: umsókn um þróunarfé. Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Þorsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins; thorhildur@fl.is Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna í nautgripa- og sauðfjárrækt Framleiðnisjóður landbúnaðarins Hvanneyri – 311 Borgarnes Sími 430-4300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.