Bændablaðið - 22.06.2017, Page 4

Bændablaðið - 22.06.2017, Page 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júní 2017 SS hækkar afurðaverð til nautgripabænda SS hækkaði þann 12. júní verð á nokkrum flokkum ungneyta og kýrkjöts til bænda. Hækkunin nemur frá 7 krónum og upp í 17 krónur á kíló, mismunandi eftir flokkum. Jafnframt er á það minnt í tilkynningu frá félaginu að það metur forsendur til verðbreytinga út frá eigin mati á aðstæðum hverju sinni. Þannig telur félagið forsend- ur til verðhækkunar nú, en ákvað t.d. að halda óbreyttu verði þegar tímabundin lækkun varð hjá öðrum sláturleyfishöfum sl. vetur. Auk þess greiddi félagið bændum uppbót á afurðaverð síðasta árs. Starfsmenn MAST björguðu hana Matvælastofnun (MAST) barst nýlega ábending um yfirgefinn hana í fjárhúsi á suðvesturhorni landsins eftir að eigendur höfðu hætt búskap og flutt utan. Eftir mikið klifur og basl náðist að handsama hanann. Hann var orðinn nokkuð grannur en fékk nóg að éta og drekka hjá björgunarfólki Matvælastofnunar. Það voru þær Berglind Helga Bergsdóttir eftirlitsdýralæknir og Elín Bergsdóttir, dýraeftirlitsmaður MAST í Suðvesturumdæmi, sem stóðu að björguninni. Haninn var orðinn svangur og þyrstur eftir ver- una í fjárhúsinu, en að öðru leyti var hann í góðu ástandi. Farið var með hanann í húsdýragarðinn að Hraðastöðum í Mosfellsdal og þaðan var hann gefinn til hænsnaeiganda sem vantaði hana í hænsnakofann sinn. /HKr. Sigurður Sigurðarson dýralækn- ir mun á næstu tveim mánuðum aka um landið ásamt konu sinni, Ólöfu Erlu Halldórsdóttur, til að athuga merkingar á miltisbrands- gröfum sem hann hefur vitneskju um. Einnig mun hann merkja þær sem ómerktar eru. Þykir þetta mjög mikilvægt framtak því miltisbrandsbakterían er banvæn og getur gró hennar lifað í jarðvegi í það minnsta í 500 ár og líklega endalaust við réttar aðstæð- ur. Því er mikilvægt að vitað sé um grafirnar svo ekki verði hróflað þar við jarðvegi. Elstu grafir miltisbrandssmitaðra dýra sem vitað er um hér á landi eru frá árinu 1886 og yngsta gröfin er frá 2004. Raunar eru sagnir um enn eldri staði með miltisbrunahræjum, eða allt frá því um 1600. Sigurður segir að upplýsingar um sumar graf- ir séu mjög áreiðanlegar en óvissa um aðrar og jafnvel aðeins hægt að byggja á sögusögnum. Sums staðar eru engar skriflegar heimildir til um staðsetningu þar sem sýkt dýr hafa verið grafin. Heimildir í annálum og upplýsingar frá fólki gefi þó oft býsna góðar bendingar um slíkt þar sem fram koma lýsingar á sjúkdómseinkennum, enda sjúk- dómurinn mjög sérstæður. Sýkillinn getur myndað dvalargró sem varð- veitist vel í jarðvegi og í sífrera norðurslóða, en lifir ekki lengi á yfirborði. Vegna þess hve sýkillinn er skæður og skjótvirkur hafa verið gerðar tilraunir af ýmsum þjóðum um að nota miltisbrand í hernaði. Getur smitast í menn Hann kemur fyrir í villidýrum og húsdýrum en getur smitast yfir í fólk sem kemst í snertingu við smituð dýr, hræ eða mikið magn af miltis- brandsgróum. Miltisbrandur finnst um allan heim, en er þó fyrst og fremst algengur hjá jurtaætum þótt hann geti borist í menn og fugla. Allt að 150 grafir sem þarf að merkja „Þetta eru um 140 til 150 grafir á um það bil 100 stöðum á Íslandi, hér og hvar um landið. Smitið lifir kannski endalaust og við höfum dæmi um smitun af miltisbrandi sem ætla má að hafi legið í jörðu í 130 ár. Það var á bænum Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd árið 2004. Það var síðasta þekkta tilfellið af miltisbrandi hérlendis. Þar voru fjórir hestar í beitilandi við Ytra- Knarrarnes. Þar hafði sjórinn brot- ið niður sjávarkamb þar sem talið er að sýkt hræ hafi verið dysjuð. Smitefnið dreifðist síðan yfir beiti- landið og smitaði hrossin. Drápust þá þrjú hross á stuttum tíma og fjórða hrossið veiktist og var lógað. Hræin voru brennd til ösku og allt girt af. Á veraldarvefnum er hægt að finna ákveðnar bendingar um að sýklarnir hafi lifað í jörðu í meira en 550 ár,“ segir Sigurður. Hann vísar þar m.a. til þess er fornleifa- fræðingar voru að grafa í gamlar spítalarústir í grennd við Edinborg í Skotlandi, þá komust menn í mann- vistarleifar þar sem í voru gró bakt- eríunnar sem mynda miltisbrand og hægt var að endurvekja hana. Smit úr sífreranum í Síberíu „Nýlega kom það upp úr dúrnum að þegar jarðvegurinn í sífreranum í Síberíu hættir að vera gegnfros- inn og hreyfing kemst á hann getur smitið blossað upp. Þannig komst þetta í hreindýr í Síberíu og varð að drepa á þriðja þúsund hreindýr til að reyna að komast fyrir þetta. Í öðrum hlutum heims, þar sem miltisbrandur er algengur og árviss, kemur fyrir að úrhellisrigningar og skrið á jarðvegi leysi úr læðingi miltisbrunasmit. Smit af þessum toga eru algeng erlendis. Við erum að vonast til að búið sé að staðsetja nákvæmlega flesta mögulega smitstaði hér á landi svo hægt sé að merkja þá og afstýra smithættu. Mér er ekki kunnugt um að það hafi verið gert í öðrum lönd- um. Þannig geta menn forðast að hrófla við hættulegum stöðum og engin hætta er á ferðum ef þetta fær að vera í friði.“ Sigurður segist hafa byrjað þetta verkefni 2004 eftir að hafa verið á ráðstefnu í Svíþjóð og hlustað þar á erindi vísindamanna frá Afríku. Þeir hafi frætt hann á því að þeir teldu öruggt að miltisbrandssmit gæti lifað í jarðvegi að minnsta kosti í 200 ár. Tifandi tímasprengjur „Þá sá ég um leið að hver einasta miltisbrandsgröf á Íslandi væri eins og tifandi tímasprengja og gæti orðið upphaf að nýju smiti ef við þeim yrði hreyft. Því skipti máli að fara um og merkja og setja reglur sem banna að við þeim verði hróflað.“ Sigurður segist hafa leitað fanga víða við upplýsingaöflun. Bæði séu heimildir víða að finna í annálum, auk þess sem Páll Agnar Pálsson, fyrrverandi yfirdýralæknir, hafi ritað ágæta grein þar sem hann tilgreindi á fjórða tug greftrunarstaða víða um land. Síðan hefur Sigurður verið að bæta inn í þessa mynd og einnig aflað vitneskju hjá gömlu fólki sem er kunnugt á þeim stöðum þar sem miltisbruna hefur orðið vart. Til þess hefur hann m.a. farið í heimsóknir á sjúkrahús og elliheimili og feng- ið fólk til að staðfesta staðsetningu greftrunarstaða dýrahræja. Nú eru þekktir miltisbrunastaðir orðnir um 150. Mikilvægt að fólk láti vita „Í hvert skipti sem ég hef hreyft þessu máli hafa komið fram nýjar upplýsingar. Það er mjög mikilvægt að fólk láti vita ef það býr yfir ein- hverri slíkri vitneskju eða hefur minnsta grun um grafir af þessum toga. Ég hef grun um að ekki séu öll kurl komin til grafar ennþá. Sýna þarf varúð, ef líkamsleifar dýra koma upp við jarðrask, svo sem við vega- gerð, skurðgröft, jarðlínulagnir, byggingar og fleira. Einnig að halda dýrum frá slíku. Miltisbrandur er lífshættulegur fyrir menn ekki síður en dýr. Líklega hefur rúmur tugur manna látist úr miltisbrandi hér á landi og fjölmargir hafa fengið ákomur eða svokölluð drepkýli á útlimi. Þau eru kolsvört. Erlendis deyr fjöldi fólks úr miltisbrandi árlega. Smit um munn og öndunarfæri eru yfirleitt lífshættuleg. Smit á húð eru oftast læknanleg, ef menn átta sig á hvað er á ferðinni í tæka tíð. Smit sem berast á háls eða höfuð er oft lífs- hættulegt. Fornleifafræðingar, sem fást við að grafa upp og rannsaka mannvistar- og dýraleifar, ættu að gæta sín betur og nota nasahlífar og hanska. Ég er núna að skoða hvernig merkingar hafa enst og átta mig á hvernig merkingum verði best hátt- að til framtíðar. Síðan þarf að gera læknum manna og dýra, skipulags- yfirvöldum, lögreglu og fleirum grein fyrir þessu og í framhaldinu að koma upplýsingum um þessa staði á netið, þar sem þær verða öllum aðgengilegar.“ Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, hefur verið Sigurði innan handar og fékk m.a. Bifreiðaumboðið BL, fyrirtækið N1 og fleiri til að styrkja hann í þessum mikilvæga leiðangri. /HKr. Miltisbrandsgrafir eru eins og tifandi tímasprengjur – segir Sigurður Sigurðarson dýralæknir sem merkir á annað hundrað grafir FRÉTTIR Haninn kominn í góðar hendur Berglindar Helgu Bergsdóttur eftirlitsdýralæknis. Bjarni Gunnar Kristinsson sæmdur æðstu orðu NKF Á Norðurlandaþingi Nordisk Kökkenchef Federation (NKF) í Lahti í Finnlandi fyrir skemmstu, var Bjarni Gunnar Kristinsson, matreiðslumeistari og umsjónar- maður Matarkróksins hér í Bændablaðinu, sæmdur Cordon Rouge-orðu samtakanna. Bjarni er ellefti félaginn í Klúbbi matreiðslumeistara á Íslandi sem er sæmdur þessari orðu. „Þetta er skemmtilegt, ég vissi ekki af þessu sjálfur,“ segir Bjarni. „Þetta er klúbbur þeirra sem hafa haft eitthvað fram að færa til að kynna matreiðslu og fagmennsku í þessum geira á Norðurlöndum. Þetta er því fagleg viðurkenning fyrir okkur á Íslandi því ég hef verið mikið tengdur keppnum og dómgæslu hérna heima. Þótt ég þykist vera ungur átti ég 20 ára útskriftarafmæli í ár og ég er þakklátur fyrir að áhugamál og starf fari saman hjá mér. Það hefur skil- að sér í myndbandaframleiðslu frá keppnum og matarferðum erlendis. Sem betur fer kunna áhorfendur á YouTube að meta hana, en fólk hefur skoðað myndbönd mín þar tæplega 104 þúsund sinnum.“ /smh Bjarni Gunnar með viðurkenninguna í Lahti í Finnlandi. Mynd / Andreas Jacobsen Sigurði Sigurðarsyni dýralækni afhentir lyklar að bifreið sem hann fær til umráða vegna verkefnisins við að merkja þessum myndarlega Renault. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.