Bændablaðið - 22.06.2017, Qupperneq 6

Bændablaðið - 22.06.2017, Qupperneq 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júní 2017 Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgarar kostar 5.100 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Kannski er verið að bera í bakkafullan læk með því að minnast enn eina ferðina á þá peningastefnu sem Íslendingum er gert að búa við. Afleiðing þeirrar stefnu virðast þó því miður vera að hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustu, sjávarútveg og landbúnað. Það kerfi sem ríkt hefur í fjármálum heimsins í meira en eina öld hefur margvíslega vankanta. Fyrir það fyrsta þá leiðir taka vaxta af peningum sjálfkrafa til þess að stokka verður kerfið upp með reglulegu millibili. Það gerist með flutningi rauneigna frá þeim sem þær skapa og til þeirra sem innheimta vextina, því vextir eru í sjálfu sér ekki ávísun á nein raunverðmæti. Staðan á Íslandi er dálítið sérstök vegna þess hvernig peningakerfinu hefur verið leyft að þróast út í stjórnleysi. Seðlabankinn, sem á lögum samkvæmt að gefa út pen- inga og enginn annar, hefur þá heimild. Peningarnir eru ávísun á raunverðmæti sem verða til í þjóðfélaginu, með margvíslegri framleiðslu, m.a. matvæla. Í mörg ár hefur það verið látið óátalið að viðskiptabankarnir hafa hrifsað til sín peningaútgáfuvaldið án þess í raun að spyrja kóng né prest. Þetta háttalag er afsprengi tölvuvæðingar og rafrænna viðskipta um alnetið. Þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi einn heimild til að gefa út peninga í hvaða mynd sem það er, þá hafa aðrir bankar komist upp með að gefa út rafmynt í gegnum sín tölvukerfi, án þess að greiða Seðlabankanum neitt fyrir þá útgáfu. Þeir eru því að búa til platverðmæti úr engu og bakka það upp með útgáfu skuldabréfa, m.a. vegna húsnæðiskaupa með greiðsluplani inn í framtíðina. Þetta er síðan skráð í bókhaldi bankanna sem útistandandi eignir en eru það í raun ekki. Gallinn við þetta kerfi er margþættur. Eitt atriði er að Seðlabankinn, sem ætti að fá tekjur af því að lána bönkunum peninga til að nýta í sín viðskipti, fær ekkert fyrir sinn snúð. Þess í stað bakkar hann upp ruglið með því að halda uppi ofurháum stýrivöxtum sem bankarnir nýta sér til hins ýtrasta. Í skjóli þeirra leggja þeir enn hærri vexti á útlán á sínum platkrónum, sem eru peningar sem þeir hafa í raun hvorki unnið fyrir né hafa heimild til að nota. Afleiðingin er að í efnahagskerfinu eru svífandi gríðarlegar reiknaðar peningastærðir sem engin raunverðmæti eru á bak við. Slíkt gengur auðvitað ekki upp til lengdar og því verður að leiðrétta kerfið annað slagið með tilheyrandi eignatilfærslum. Niðurstaðan er alltaf sú að fjármálakerf- ið reynir að laga sína stöðu með því að draga til sín rauneignir, m.a. frá almenn- ingi og fyrirtækjum, til að fá eign á móti innihaldslausum vöxtum og rafkrónum. Auðvitað væri þó réttasta leiðin að þurrka út loftbólueign fjármálakerfisins og aflétta óraunhæfum álögum af skuldurum. Þegar allt peningakerfið er hins vegar orðið gegn- sýrt af innihaldslausum og ímynduðum verðmætum myndi slík leiðrétting leiða til allsherjarhruns kerfisins. Gegn slíku mun fjármálakerfið alltaf berjast með kjafti og klóm. Vegna þessa falska hagkerfis verða til gríðarlegar rauneignatilfærslur til þeirra sem „eiga“ vaxtakröfurnar og innistæðu- lausu rafpeningana. Örfáir einstaklingar eru í skjóli þessa að eignast stærsta hluta allra verðmæta mannkyns. Þótt allir hugsandi menn viti að þetta gengur ekki upp, þá er samt enn haldið áfram á sömu braut. Hinir ríku verða stöðugt ríkari á kostnað þeirra sem neðar standa í þjóðfélagspíramídan- um. Það er ekki lengur spurning um hvort, heldur hvenær þolinmæði fjöldans þrýtur. Það mættu þeir sem eru við stjórnvölinn í Seðlabanka Íslands líka hafa í huga þegar þeir móta sína vaxtastefnu. /HKr. Kerfisvandi ÍSLAND ER LAND ÞITT Mynd /HKr. Markaðsráð kindakjöts hefur leitað til Samkeppniseftirlitsins með ósk um undan- þágu frá samkeppnislögum vegna samstarfs sláturleyfishafa á Íslandi um útflutning og markaðssetningu íslensks kindakjöts á erlendum mörkuðum. Með samstarfinu er markmiðið að stuðla samhliða að betri nýtingu fjármuna og auknum árangri í útflutningi og markaðssetningu. Markaðsráð kindakjöts er samstarfs- vettvangur Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtakanna og sláturleyfishafa. Útflutningur á lambakjöti hefur hingað til verið á hendi hvers og eins sláturleyfishafa en öll markaðssetning erlendis hefur verið undir merkjum íslensks lambs. Fyrirtækin hafa hins vegar ekki hvert fyrir sig fjárhagslega burði til að standa að útflutningi með þeim hætti sem nauðsynlegt er í þeirri hörðu samkeppni sem er á stærri markaðssvæðum. Víða er beitt víðtækri samvinnu Sameiginleg velta íslenskrar sauðfjárræktar er talin í milljörðum króna en stærstu framleiðslu- lönd sauðfjárafurða telja veltu sína í þúsundum milljarða. Að auki hafa framleiðendur mörgum þeirra landa gripið til víðtækrar samvinnu eða stofnunar sameiginlegra markaðs- og útflutn- ingsfyrirtækja fyrir heilu framleiðslugreinarn- ar. Því er mikilvægt að íslensk fyrirtæki geti sameinað krafta sína til þess að hægt sé að ná árangri. Markaðsráð kindakjöts telur ekki að samstarfið sé til þess fallið að raska samkeppni hér á landi og falli í meginatriðum utan gildissviðs samkeppnislaga enda lýtur það ekki að neinu leyti að sölu eða markaðssetningu kindakjöts á Íslandi eða innlendri starfsemi sláturleyfishafa að öðru leyti. Nauðsynlegt að snúa bökum saman Í tilkynningu um umsóknina sagði Oddný Steina Valsdóttir, formaður Markaðsráðs, meðal annars: „Við erum að framleiða hágæða vörur við einstakar aðstæður. Við teljum að þessi sér- staða geti skapað mikil tækifæri til markaðs- setningar kindakjöts á erlendum mörkuðum sé rétt staðið að málum. Það er hins vegar afar hörð samkeppni á þessum mörkuðum og því er nauðsynlegt að þeir aðilar sem koma að þessum málum hér á landi geti snúið bökum saman til að auka líkur á árangri. Sauðfjárbændur hafa þurft að taka á sig afurðarverðslækkanir á undanförnum árum. Með öflugra útflutningsstarfi er markmiðið að breyta þeirri þróun og auka stöðugleika í útflutningi.“ Undir þessi orð má sannarlega taka. Undanþágubeiðnin er nú til umfjöllunar hjá Samkeppniseftirlitinu og hefur verið óskað eftir því að að afgreiðslu hennar verði hraðað. Framleiðsla á kindakjöti hérlendis hefur aukist um 13,2% frá árinu 2010 til 2016. Í tonnum talið er aukningin um 1.200 tonn á tímabilinu. Það er þó ekki vegna þess að fé hafi fjölgað heldur hafa afurðir á hverja kind aukist. Fjöldi vetrarfóðraðra kinda á sama tíma dróst saman um 0,8% og er nú tæplega 476.000. Framleiðni er því að aukast hjá sauð- fjárbændum landsins. Sala innanlands hefur aukist um 8,2% á sama tímabili (rúm 500 tonn). Þann árangur má þakka öflugu markaðsstarfi en líklega einnig mikilli fjölgun ferðamanna. Allan tím- ann hefur þó um það bil þriðjungur heildar- sölu verið útflutningur. Hlutfallið fór hæst árið 2010 þegar 36% heildarsölunnar var útflutningur en árið 2016 var hlutfallið 29%. Útflutningstekjur af sauðfjárafurðum hafa að meðaltali verið rúmir 3 milljarðar króna árlega 2010–16 en voru um 2,6 milljarðar á síðasta ári Útflutningur gekk mjög vel í kjölfar geng- isfalls íslensku krónunnar 2008 og verð var þá oft hærra en á innanlandsmarkaði. Bæði bændur og íslenskir neytendur nutu þessar- ar þróunar. Afurðaverð til bænda hækkaði umfram verðlag, en verð til íslenskra neytenda lækkaði að raungildi. Við hagstæðari aðstæð- ur var framleiðslan hérlendis miklum mun samkeppnishæfari, auk þess sem hægt var að flytja út ýmiss konar aukaafurðir með hagnaði, svo sem innmat, afskurð, hausa, gærur o.fl. en þessi viðskipti skila tapi í dag. Aðrar neikvæðar breytingar hafa einnig orðið á mörkuðum auk gengisþróunarinnar. Stærstu einstöku þættirnir eru í fyrsta lagi lokun Noregsmarkaðar. Síðustu áratugi hafa verið seld 600 tonn af kjöti árlega þangað á ágætu verði, en vegna aðstæðna þar í landi, lokaðist sá markaður árið 2017 og óljóst er hvenær eða hvort hann opn- ast á ný. Í öðru lagi hefur Rússlandsmarkaður lokast að nær öllu leyti vegna deilna Rússa við Evrópuþjóðir, sem eiga upptök sín í átökum í Úkraínu. Í þriðja lagi er Bretlandsmarkaður, sem er mjög mikilvægur fyrir vissar afurð- ir, að skila miklu lægra verði en áður vegna BREXIT og áhrifa á gengi breska pundsins sem samhliða styrkingu krónunnar gerir útflutning á sauðfjárafurðum þangað nánast ófæran nema með verulegu tapi. Í fjórða lagi hefur enn ekki tekist að opna fyrir útflutning á sauðfjárafurðum til Kína, þrátt fyrir að frí- verslunarsamningur á milli Íslands og Kína hafi nú verið í gildi í nær þrjú ár. Bændur í sóknarhug Þessi staða hefur í engu breytt sannfæringu bænda um gæði framleiðslu sinnar og að til lengri tíma litið hafi mikla þýðingu að sækja fram á erlendum mörkuðum fyrir gæðavörur. Í gangi eru stór markaðsverkefni, bæði gagnvart ferðamönnum hérlendis og á afmörkuðum mörkuðum erlendis. Langtímamarkmiðið er að koma stærri hluta afurðanna inn á velmeg- andi og kröfuharða markaði. Þó verður ekki litið fram hjá því að þessi tímabundna staða hefur þegar skapað mikinn vanda, bæði hjá bændum sjálfum og afurða- fyrirtækjum. Þess vegna er vilji til að vinna meira saman á erlendum mörkuðum og von- andi fæst heimild til þess. En þetta er ekki það eina sem er til umræðu vegna þessara mála. Fleiri hugmyndir hafa verið ræddar við stjórnvöld, m.a. um leiðir til að auðvelda þeim sem það vilja að draga úr framleiðslu, verkefni á sviði kolefn- isbindingar, aðgerðir vegna skuldsetningar og ýmislegt fleira. Enn sem komið er hefur ekki fengist áþreifanleg niðurstaða úr þeim viðræðum. Það er ekki góð staða því að óvissa er slæm staða í landbúnaði eins og í annarri starfsemi. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands sindri@bondi.is Samstarf til aukinnar skilvirkni Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Guðrún Hulda Pálsdóttir – ghp@bondi.is – Ásgerður María Hólmbertsdóttir amh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is – Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Anna Kristín Ólafsdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.