Bændablaðið - 22.06.2017, Síða 37

Bændablaðið - 22.06.2017, Síða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júní 2017 Ilm af brennandi timbri lagði frá bálkesti á horni skógarins þar sem presturinn Darwin Wilson brenndi trjágreinar og þykka boli eikar og askatrjáa, en slíka skóga segir hann því miður fáséða á Miklu svörtu mýrunum, enda áherslan nær öll á landbúnað. Faðir hans var bóndi, afkom- andi 150 þýskra innflytjenda sem árið 1831 komust við illan leik til Bandaríkjanna á skipinu Fræga dúfan. Fjölskyldurnar höfðu yfirgefið Odenwald í Þýskalandi og siglt frá Bremen. Siglingin gekk stór- slysalaust þar til stormur skall á og skipið tók á sig meira vatn en áhöfn gat dælt út. Frammi fyrir dauðans dyr hóf ung stúlka að syngja sálm á þilfarinu í von um að Jesús myndi lægja öldurnar, og tóku nær allir farþegar undir. Storminn lægði og bar þau að landi í Virginíu, þar sem loforð var gefið guði að fagna og þakka lífgjöf- ina með árlegri þakkargjörðarhátíð (Schiffbruchsgottesdienst), sem enn er haldin hátíðleg. Darwin þjónaði fimm söfnuðum, þar á meðal í Detroit, en settist í helgan stein árið 2000 á 80 ekru landareign sem faðir hans keypti árið 1945, sem að lokum urðu 120 ekrur. Faðir hans mótaðist af krepp- unni miklu árið 1929, og birtist í gríðarlegri sparsemi, vinnusemi og svartsýni með tilheyrandi varúð gagnvart fjárfestingum. Tveimur árum eftir að hafa tekið 15.000$ lán fyrir landarkaupum sínum, var hann búinn að greiða það upp að fullu. Darwin erfði atorkusemi föður síns en hefur leyft sér kaup á hlut- um sem bryti líklega í bága við hugmyndafræði hins þýskættaða bónda. Nokkur hundruð metra inn í skóginn stendur gömul hlaða þar sem gljáandi uppgerður Farmall H traktor ásamt fornum snjósleða standa á neðri hæðinni, en efri hæð hefur hann breytt í tómstundaher- bergi með borðtennisborði o.fl. Á veggnum hangir sögulegt dagatal frá 1965, þar sem 11. apríl er sér- staklega merktur pálmasunnudags- hvirfilbyl, alls 47 hvirfilbylir sem gengu yfir fimm ríki og varð þriðji banvænasti í sögu þjóðarinnar. Auk hlöðunnar er bjálkakofi í 19. aldar stíl sem Darwin smíðaði og veitir raunsæja innsýn í tilveru evrópskra innflytjenda víða um Bandaríkin. Við hvert byggingarafrekið jókst undrun mín sem náði hámarki í kjallara íbúðarhúss þeirra hjóna, þar sem leynist fullbúið smíðaverk- stæði, og sjálft lokaverkið liggur hálf falið innst í rýminu; líkkistan sem Darwin hefur smíðað, handa sjálfum sér. Amish Á keyrslu eftir ríkisvegi 31 tekur maður bókstaflega fram úr fortíðinni, í formi hestvagna Amish-fólksins, trúarhópur sem rekur uppruna sinn til siðbót- ar 16. aldar í Sviss, en fluttu til Bandaríkjanna á 18. öld vegna ofsókna. Fjölmennustu samfélög þeirra eru í Pensylvaníu og Ohio, en árið 2010 voru um 250.000 einstak- lingar í 429 samfélögum Amish í Bandaríkjunum og fer ört fjölgandi. Ég ræddi við tvo Amish-bændur sem búa við veginn og staðfestu báðir hættuna sem þeim stafar af hraðri bílaumferð. Landbúnaður og smíðar eru undirstaða Amish- samfélaga, en lífsstíll þeirra byggir á andstöðu við nútímatækni, þótt margar undantekningar séu gerðar, líkt og notkun þreskivéla við uppskeru. Samband þeirra við nútímann er sérkennilegt, en skarast á margan hátt. Þeir eiga viðskipti við nútímavædda nágranna, keyra eftir malbikuðum vegum og selja vörur sínar á markaði sem mótast af framboði og eftirspurn. Áhrif verðlags mótar þannig tilveru þeirra og eykur vinnuálag og stress. Ræktun fjölbreyttra afurða, þar á meðal korns, grænmetis og dýraafurða, einkennir mörg smábýli Amish-bænda, en mér skildist að margar nýjungar í tegundavali, þar á meðal ræktun sojabauna og tínsla villtra lauka, væru ekki óalgengar. Amish-bændur séu opnir fyrir nýjungum sem auka uppskeru eða hagnað. Þrátt fyrir nálægð við nútímann sökum búsetu og greiðslu skatta, halda Amish-samfélög fjarlægð með því að forðast stjórnmálaþátttöku, kosningar og hin ýmsu „neikvæðu“ áhrif nútímasamfélaga. Afganskir akrar og vandamál Ohio Með lestri dagblaða og samtala við íbúa Ohio fékk ég innsýn í sorglega kaldhæðni þess að eitt helsta landbúnaðarríki Bandaríkjanna glímir við hörmulegar afleiðingar afurðar sem er framleidd ólöglega á ökrum Afganistan og víðar, en löglega í Ástralíu. Síðustu ár hefur neysla sterkra verkjalyfja sem innihalda ópíum, sem og neysla heróíns í Bandaríkjunum, aukist gríðarlega og fellur nú undir skilgreininguna faraldur. Neyslan, sem nú er mest hjá ungum hvítum íbúum, hefur verið sjúkdómsvædd eftir margra áratuga harðar refsingar, þegar neyslan var bundin við minnihlutahópa. Gríðarleg aukning í neyslu lyfseðilskyldra verkjalyfja átti sér stað upp úr árinu 2000 og hefur aukin neysla heróíns fylgt í kjölfarið. Þegar læknar hætta að ávísa löglegum lyfjum líkt og Fentanyl, eða verðið verður neytendum ofviða, tekur við neysla á ódýrara heróíni sem fæst keypt á götum flestra borga. Afleiðingar neyslu löglegra sem og ólöglegra ópíumskyldra efna birtast á landsvísu í snarhækkandi dánartíðni vegna ofskammta, nú milli 10–20 einstaklingar á hverja 100.000 íbúa, eða 78 einstaklingar daglega. Ohio er meðal ríkja sem hafa orðið illa úti og létust 3.015 einstaklingar úr ofskammti árið 2015, með nær daglegum frásögnum í dagblöðum. Afleiðingar ná inn í landbúnaðarsamfélög enda útbreiðslan mikil og þvert á efnahagsstöðu líkt og ég komst að í samtölum við fyrrum neytendur, þar á meðal hjúkrunarkonu sem hóf neyslu verkjalyfja í kjölfar bakmeiðsla. Alvarleiki ástandsins leiddi til þess að landbúnaðarráðuneyti ríkisins hefur sett það í flokk forgangsmála fyrir árið 2017. Meðal þeirra vandamála sem koma beint frá landbúnaði ríkisins, er ofnotkun eða röng áburðargjöf sem leitt hefur til mengunar vatns og náttúruspillingar. Vandamálið er vel þekkt í nútíma landbúnaði þar sem aðeins hluti af áburði, sér í lagi nitur og fosfór, nýtist plönt- um, en stór hluti berst frá ökrum með vatni. Afleiðingar eru örveru- gróður, mengun drykkjarvatns ásamt hnignun fiskistofna og hefur umhverfisverndarstofnun ríkisins (OhioEPA) staðfest að um helming- ur vatnasvæða í ríkinu séu menguð og að ástandið á yfirborðsvatni sé á hættustigi. Viðbrögðin fela í sér fræðslu og vottun kennd við FACT (Fertilizer Aplicator Certification Training) sem miðar að betri og skynsamari nýtingu áburðar auk þess sem fjallað er opinberlega um vandann af hálfu hagsmunaaðila. Samofin tilvera landbúnaðar, hagkerfis og lífkerfa ríkisins vekur spurningar um hvernig brugðist er við ólíkum hagsmunum. /SJ John Motter, korn- og sojabaunabóndi. Hestvagn fyrir utan hlöðu Amish-bónda við ríkisveg 31. 11. apríl árið 1965. HÚS BITAR ÞöK Komdu með teikningu eða við teiknum fyrir þig. Um framtíðarstörf er að ræða Á búinu eru að jafnaði 240 mjólkandi kýr en heildarfjöldi gripa með kvígum og geldum kúm eru að jafnaði um 500. Flatey Laun eru samkvæmt kjarasamningum. Húsnæði í boði. Umsóknum skal skilað til Birgis Freys Ragnarssonar, bússtjóra, á netfangið selbakki@sth.is.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.