Bændablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júní 2017 Svo virðist sem allmargir hafi átt í vandræðum með magn frírra fitusýra (FFS) í tankmjólk undanfarið og kemur slíkur vandi auðvitað beint niður á afreikningnum frá afurðastöðinni, enda getur mikið magn af FFS leitt til beiskjubragðs mjólkur og mjólkurvara. Fríar fitusýrur myndast þegar fitukúlur mjólkurinnar sundrast af einhverjum ástæðum, en það er þó alls ekki lögmál að fríar fitusýrur þurfi að vera eitthvað vandamál í mjólk. Má fullyrða að það sé algjörlega óháð mjaltatækninni sem notuð er. Í öllum tilfellum á að vera hægt að ná fitusýrunum niður á ásættanlegt stig. Það er margt sem kúabændur geta gert sjálfir áður en kallað er í sérfræðing. Hér verður komið inn á helstu atriði sem reynslan sýnir að tengjast auknu magni af fríum fitusýrum í mjólk. Margt hefur áhrif á mjólkina Leið mjólkurinnar frá spenaenda í mjólkurtankinn getur verið löng og flókin og margt á þessari leið getur haft áhrif á gæði mjólkurinnar. Við upphaf ferðalagsins, þegar mjólkin kemur úr spenanum, skiptir þó afar miklu máli að gæði hennar séu í lagi. Þegar horft er til frírra fitusýra í mjólk hafa hér áhrif þættir eins og staða á mjaltaskeiði, nythæð, tíðni mjalta á dag og fóðrun kúnna. Þessir þættir hafa m.a. allir áhrif á það hvernig gæði fitunnar í mjólkinni eru þegar hún yfirgefur spenaendann og því viðkvæmari sem fitan er á þessum tímapunkti, því meiri líkur eru á því að meðferðin á leið mjólkurinnar í tankinn geti haft slæm áhrif og magn frírra fitusýra aukist vegna sundrunar á mjólkurfitu. Tvenns konar uppruni fitu í mjólk Mjólkurfita er aðallega þríglyseríð, sem samanstanda hvert um sig af glyseróli sem tengt er þremur fitusýrum og þegar þessi fita sundrast af einhverjum ástæðum losnar glyserólið og fitusýrurnar verða lausar eða fríar eins og hefur oft verið notað um þessa fitusýrur. Það er ágætt að rifja upp að þær fitusýrur sem mynda mjólkurfituna eiga sér tvenns konar uppruna. Annars vegar myndast þær frá grunni í júgurvefnum og hins vegar eru þær teknar beint upp úr blóðrásinni og þangað hafa þær komið úr fóðrinu, úr örverumassa og frá forðafitu kýrinnar og er þessi hluti fitunnar breytilegur eftir stöðu á mjaltaskeiði. Náttúruleg vörn mjólkurfitu Í mjólkinni er mjólkurfitan í litlum fitukúlum sem eru umluktar þunnri himnu en hlutverk þessarar himnu er að halda fitusýrunum saman, að vernda fitukúlurnar og gerir það um leið að verkum að fitukúlurnar dreifast í mjólkinni. Þessi himna getur svo brostið við meðhöndlun mjólkurinnar og einnig við það eitt að láta mjólkina standa ókælda því þá fara sk. fituhvatar (lípasar), sem finnast náttúrulega í mjólkinni, að starfa af krafti en þeirra hlutverk er að sundra fitunni. Í raun má segja að með því að tryggja að þessi himna sé af góðum gæðum og að hún haldist í heilu lagi í mjólkinni, sé nokkuð tryggt að hlutfall frírra fitusýra haldist lágt. Stærð fitukúlunnar skiptir máli Fitukúlurnar eru misstórar og því stærri sem þær eru, því óstöðugri eru þær og viðkvæmar fyrir sundrun. Því oftar sem kýrin er mjólkuð á degi hverjum, því stærri verða fitukúlurnar í mjólk hennar og um leið verður mjólkin viðkvæmari fyrir meðhöndlun. Þarna spila mjaltaþjónar stórt hlutverk en þeir geta einmitt mjólkað kýr oft á dag og um leið verður að viðurkennast að þessi mjaltatækni fer ekki beint mjúklega með mjólkina almennt séð vegna mikillar loftinnblöndunar og tíðra dælinga eða blásturs á mjólk svo dæmi séu tekin. Fóðrið skiptir máli Nýleg íslensk rannsókn, sem gerð var á Stóra-Ármóti, sýndi fram á að magn frírra fitusýra í mjólk jókst með gjöf á fitubættu kjarnfóðri en notkun á slíku kjarnfóðri jókst verulega hér á landi árið 2014 þegar mjólkurfituskortur var yfirvofandi hér á landi. Rannsókn þessi sýndi fram á að viðbót á fitu í fóðri, hvort sem var úr þurrfitu eða kjarnfóðurblöndu, leiddi til breytinga á efnainnihaldi mjólkur, m.a. þannig að fituhlutfall mjólkurinnar hækkaði en um leið hækkaði einnig hlutfall af fríum fitusýrum í mjólkinni hjá kúm sem fengu fituviðbót. Þó var magn þeirra ekki nálægt mjólkurgæðamörkum fyrir fríar fitusýrur. Önnur fóðrunarlega tengd áhrif á fríar fitusýrur er vanfóðrun á orku og/eða fóðrun með lélegu gróffóðri sem kýrnar éta þá síður. Gerist þetta verður himnan sem umlykur fitukúlurnar ekki nógu sterk og þá þolir mjólkin mun minni meðhöndlun en ella. Á það hefur einnig verið bent að með því að gefa kúnum E-vítamín megi ef til vill. styrkja himnuna sem umlykur fituna og af því má draga þá ályktun að ef grunur er um E-vítamínskort þá má vænta þess að aukin hætta sé á hækkun á FFS. Kýrin sjálf skiptir máli Arfgerð kýrinnar hefur án nokkurs vafa áhrif á það hvernig mjólkin er framleidd í viðkomandi kú og hvernig efnasamsetning mjólkurinnar er. Þannig er ekki hægt að útiloka að einhverjar kýr framleiði einfaldlega afar viðkvæma mjólk, þ.e. mjólk sem þolir illa meðhöndlun nútíma mjalta- og kælitækni. Þá er ástæða að geta þess að sé heilsufar kúnna ekki gott þá kemur það einnig niður á mjólkurgæðunum og getur haft neikvæð áhrif á FFS. Bóndinn skiptir máli Bústjórnin sjálf hefur alloft veruleg áhrif á aukið magn FFS í mjólk. Líklega eru algengustu mistökin sem gerð eru að halda kúm í framleiðslu langt fram yfir 300 daga frá burði Of margar fríar fitusýrur í mjólkinni? Harvard T.H. Chan School of Public Health: Loftslagsbreytingar munu draga úr matvælaframleiðslu Breytingar á loftslagi munu hafa mikil áhrif á matvælaframleiðslu heimsins á komandi árum. „Þær munu hafa mikil áhrif á magn, gæði og staðsetningu matvælaframleiðslunnar,“ segir Sam Myers, sem er doktor í lyfjafræði við Harvard T.H. Chan School of Public Health. Myers hefur stundað rannsóknir á því hvernig umhverfisáhrif hafa áhrif á heilsu manna. Ræddi hann þetta m.a. á ráðstefnu fyrr á þessu ári. „Við höfum aldrei áður þurft að auka fæðuframleiðslu jafn mikið og nú til að anna aukinni eftirspurn á heimsvísu. Á sama tíma erum við að gjörbylta líffræðilegum undirstöðum framleiðslunnar vegna breytinga á loftslagi.“ Draga mun úr matvælaframleiðslu Hann segir að breytingar á loftslagi muni draga úr framleiðslu á heims- vísu. Þótt sumir vísindamenn hafi haldið því fram að vaxandi koltvís- sýringur í loftinu muni virka eins og áburður fyrir plöntur, þá kunni það að virka öfugt fyrir sumar tegund- ir eins og korn og hveiti. Það eigi einkum við hitabeltissvæði sem til þessa hafi gefið góða uppskeru en verði rýr vegna hækkandi hitastigs. Myers vísar til niðurstaðna rannsókna sem benda til að aukinn koltvísýringur í andrúmsloftinu leiði til hækkunar hitastigs sem leiði til minni uppskeru vegna þurrka á viss- um svæðum. Þar muni tíðni ýmissa sjúkdóma einnig aukast, en slíkar pestir séu orsakavaldur að 25 til 40% uppskerutaps í dag. Ef hitastig hækkar enn meira aukist útbreiðsla slíkra sjúkdóma. Þá muni skordýr flytja sig yfir á svæði þar sem þau þekkjast ekki í dag sem og ýmsar fuglategundir sem erfitt verði að hafa hemil á. Staðan verður verst í hitabeltinu Hann telur að landbúnaður á hitabeltissvæðum muni að öllum líkindum verða verst úti. Þar verði erfiðara fyrir bændur að vinna sökum hita sem leiði til minni framleiðslu auk þess sem ræktunarskilyrði versni. Þetta sé einkum alvarlegt í ljósi þessa að þar sé fólksfjölgunin mest og muni verða svo á næstu 50 árum. Tíðni næringarefnaskorts mun aukast Þá muni aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu leiða til þess að gæði sumra plantna muni versna og þær missa hluta af næringargildi sínu. Það leiði aftur til versnandi heilsufars fólks og meira fari að bera á skorti á járni og sinki. Í framtíðinni kunni þannig um 200 milljónir manna að bætast í hóp þeirra sem þjást af sinkskorti. Sá milljarður manna sem þegar býr við sinkskort mun versna. Þá sýni rannsóknir að áhrifin á járnupptöku manna úr fæðunni sem og próteins verði svipuð. Svæðin nærri pólum jarðar munu vissulega njóta hlýnandi veðurfars og lengri ræktunartíma, að mati Myers. Það landsvæði dugi bara ekki til að halda uppi aukinni framleiðslu. Myers telur að fleiri matvælagreinar en landbúnaður muni verða illa úti vegna hlýnunar jarðar. Það eigi ekki síður við fiskveiðar, þar sem fiskisstofnar hörfi nú hlýnandi sjó í kaldari aðstæður nærri pólsvæðunum. Sannarlega svört sýn af hálfu doktorsins en eflaust eru margir vísindamenn honum sammála. /HKr. Kettir og menn samferða í árþúsundir: Útbreiðsla katta kortlögð Tengsl manna og katta ná aftur til nýsteinaldar. Jarðvistarleifar sem fundust í Kýpur benda til þess að kettir hafi lifað í nánu samlífi með mönnum allt frá 7.500 f.Kr. Í dag eru húsvandir kettir til stað- ar í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu og á afskekkt- ustu útskikum veraldar. Þótt hann sé í dag mestmegnis alinn sem hæverskur nautnaseggur og dyntóttur fjölskyldumeðlimur þjónaði köttur mikilvægu hlut- verki til að sporna við meindýrum, einkum nagdýrum, á sveitabýlum, í skipum og þorpum á árum áður. Vísindaritið Nature birti nýlega niðurstöður rannsókna á útbreiðslu- mynstri katta um heiminn. Notaðar voru DNA-greiningar á jarðvistar- leifum kattardýra og benda niður- stöður til þess að kettir hafi breiðst út samhliða sjóferðum manna, frá ströndum og þaðan inn til megin- landa. Þá sýna greiningar á þróun litmynsturs katta fram á að eigin- leg ræktun katta hefjist síðar en hjá flestum öðrum heimilisdýrum. UTAN ÚR HEIMI Á FAGLEGUM NÓTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.