Bændablaðið - 22.06.2017, Síða 44

Bændablaðið - 22.06.2017, Síða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. júní 2017 Nú koma fimm ný reynd til notkunar og eru þau fædd 2010 og 2011. Um er að ræða síðasta nautið úr 2010 árgangi og fyrstu fjögur nautin sem koma til notkunar að lokinni afkvæmaprófun úr 2011 árganginum. Þar með hafa verið tekin 12 naut til notkunar úr 2010 árganginum en hann taldi samtals 28 naut. Í heildina hefur sá nautaárgangur komið vel út og mörg mjög öflug naut að finna meðal þeirra. Má þar nefna Úranus 10081 sem stendur með 118 í heildareinkunn, efstur allra nauta ásamt Bamba 08049. Þá skipa þeir Lúður 10067 og Dropi 10077 fjórða og fimmta sæti allra nauta með 114 í heildareinkunn. Í töflu 1 má sjá þau reyndu naut sem hafa hæstu heildareinkunn eftir keyrslu kynbótamats nú í maí. Nautin 2011 fá nú sinn fyrsta dóm og því miður er útlitið með þann árgang ekki eins gott og vonir stóðu til. Þó verður öfluga gripi að finna meðal þeirra og má nefna Gými 11007 sem kemur til notkunar sem nautsfaðir og Skalla 11023 sem stendur með 112 í heildareinkunn. Mörsugur 10097 er frá Geirakoti í Flóa, sonur Skurðs 02012 og Carmen 449 Áradóttur 04043. Dætur Mörsugs eru góðar afurðakýr með há efnahlutföll í mjólk. Þetta eru meðalstórar og nokkuð háfættar kýr, boldýpt og útlögur eru um meðallag en yfirlína er sterk. Malirnar eru fremur grannar en vel gerðar. Fótstaða er bein og sterk. Júgurgerðin er mjög góð, júgurfesta mikil, júgurband áberandi og júgrin vel borin. Spenar eru vel gerðir, hæfilega stuttir og grannir og vel settir. Mjaltir eru í tæpu meðallagi, lítið um galla í mjöltum og skapið er gott. Mörsugur 10097 er með 106 í heildareinkunn og kemur til notkunar sem kýrfaðir. Kunningi 11002 er frá Ytri- Skógum undir Eyjafjöllum, sonur Flóa 02029 og Götu 377 Stígsdóttur 97010. Dætur Kunningja eru mjólkurlagnar og efnahlutföll í mjólk eru há. Þetta eru fremur stórar og háfættar kýr, boldýpt og útlögur eru í meðallagi en yfirlína aðeins veik. Malirnar eru meðalbreiðar, beinar en aðeins þaklaga. Fótstaða er bein en eilítið þröng. Júgurgerð er í tæpu meðallagi, aðeins vantar á júgurfestu, júgurband nokkuð áberandi og júgrin eru tæpast nógu vel borin. Spenar eru vel gerðir og sérlega vel settir. Mjaltir og skap eru í góðu meðallagi, lítið um galla í mjöltum. Kunningi 11002 er með 104 í heildareinkunn og kemur til notkunar sem kýrfaðir. Gýmir 11007 er frá Berustöðum í Ása hreppi, sonur Áss 02048 og Flekku 378 Stöðulsdóttur 05001. Dætur Gýmis eru mjólkurlagnar og efnahlutföll í mjólk eru ofan meðallags. Þetta eru stórar og háfættar kýr, boldýpt og útlögur eru fremur litlar og yfirlína veik. Malirnar eru meðalbreiðar, nokkuð hallandi en fremur flatar. Fótstaða er bein og sterkleg. Júgurgerðin er góð, júgurfesta meðalmikil og júgrin vel borin en júgurband ekki sérlega áberandi. Spenar eru vel gerðir, hæfilega grannir og stuttir og vel settir. Mjaltir eru í meðallagi og lítið er um galla í mjöltum. Skapið er mjög gott. Gýmir 11007 er með 109 í heildareinkunn og kemur til notkunar sem nautsfaðir. Stólpi 11011 er frá Litla-Ármóti í Flóa, sonur Lykils 02003 og Styttu 606 Stílsdóttur 04041. Dætur Stólpa eru mjólkurlagnar kýr með próteinhlutfall í mjólk meðallagi en fituhlutfall undir meðallagi. Þetta eru meðalstórar og nokkuð háfættar kýr, fremur bolgrunnar og útlögulitlar með beina yfirlínu. Malirnar eru grannar en vel gerðar. Fótstaða er bein og sterkleg en nokkuð þröng. Júgurgerðin er mjög góð, júgurfesta mikil og júgrin mjög vel borin en júgurband lítt áberandi. Spenar eru vel gerðir, hæfilega grannir og stuttir og prýðilega settir. Mjaltir eru í tæpu meðallagi og lítið er um galla í mjöltum þó fyrir komi seinar kýr í mjöltum. Skapið er mjög gott hjá þessum kúm. Stólpi 11011 er með 108 í heildareinkunn og kemur til notkunar sem kýrfaðir. Skalli 11023 er frá Steinnýjar- stöðumá Skaga, sonur Gylis 03007 og Góðrar 255 Fontsdóttur 98027. Dætur Skalla eru ákaflega mjólkurlagnar kýr en efnahlutföll í mjólk eru undir meðallagi. Þetta eru meðalstórar og meðalháfættar kýr, boldjúpar og útlögumiklar með eilítið veika yfirlínu. Malirnar eru breiðar og nokkuð hallandi. Fótstaða er bein, sterkleg og gleið. Júgurgerðin er mjög góð, júgurfesta mikil og júgrin vel borin en júgurband í meðallagi sterkt. Spenar eru vel gerðir, hæfilega grannir, fremur stuttir og prýðilega settir. Mjaltir eru í góðu meðallagi og lítið er um galla í mjöltum. Skapið er úrvalsgott hjá þessum kúm. Skalli 11023 er með 112 í heildareinkunn og kemur til notkunar sem kýrfaðir að sinni. Heildareinkunn hans gefur þó til kynna að hann kunni að færast í flokk nautsfeðra að fenginni meiri reynslu. Naut sem tekin verða úr notkun Þau naut sem tekin verða úr notkun eða dreifingu eru Keipur 07054, Blámi 07058, Þáttur 08021, Gustur 09003 og Bolti 09021. Sæði úr þessum naut er ýmist uppurið eða þá að þeir hafa verið lengi í notkun og teljast fullnotaðir. Áfram í dreifingu Áfram verða í dreifingu Blómi Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Guðmundur Jóhannesson ábyrgðarmaður í nautgriparækt mundi@rml.is Um niðurstöður kynbótamats í maí 2017 Nafn og nr. Faðir Móðir, uppruni og móðurfaðir Mjólk Fitu% Prótein% Afurðir Frjósemi Frumutala Gæðaröð Skrokkur Júgur Spenar Mjaltir Skap Ending Ky nb ó Hæ ð d Blómi 08017* Náttfari 00035 Sól 082, Heggsstöðum, Andakíl Kaðall 94017 109 92 88 101 107 129 98 112 115 128 94 100 115 107 5,4 Strákur 10011* Pontíus 02028 Hvönn 161, Naustum, Eyrarsveit Kaðall 94017 125 97 90 116 106 92 116 94 98 99 116 97 96 107 5,8 Fossdal 10040* T Glæðir 02001 Fossa 476, Merkigili, Eyjafirði Hamar 94009 110 91 108 112 89 125 90 98 126 98 92 104 116 109 5,8 Kústur 10061 Gyllir 03007 Litla-Skessa 322, Birtingaholti 4, Hrunam.hr. Tópas 03027 115 108 113 119 93 117 88 100 105 107 102 89 102 110 5,3 Lúður 10067* Gyllir 03007 Flauta 343, Brúnastöðum, Flóa Ófeigur 02016 118 99 125 127 88 103 101 100 109 100 116 102 102 114 5,6 Sólon 10069 Ás 02048 Sólströnd 354, Bessastöðum, Heggstaðanesi Glanni 98026 111 99 111 115 96 84 81 100 96 107 104 89 94 104 5,6 Dropi 10077* Glæðir 02001 Sletta 349, Fossi, Hrunamannahr. Stígur 97010 107 89 121 115 114 115 104 100 127 99 109 111 111 114 5,8 Neptúnus 10079 Flói 02029 Sokka 219, Hvanneyri, Andakíl Hegri 03014 100 111 119 109 108 87 87 102 105 107 108 95 102 105 5,4 Úranus 10081 Síríus 02032 Urður 1229, Hvanneyri, Andakíl Laski 00010 140 89 94 131 92 89 135 104 112 99 129 127 110 118 6,1 Bætir 10086* Síríus 02032 Bót 237, Núpstúni, Hrunamannahreppi Stöðull 05001 93 114 107 97 107 91 100 108 106 101 113 125 116 103 5,5 Úlli 10089* Ófeigur 02016 Rán 476, Dæli, Fnjóskadal Hryggur 05008 116 107 112 119 109 113 118 101 107 98 114 107 97 112 6,2 Mörsugur 10097* Skurður 02012 Carmen 449, Geirakoti, Flóa Ári 04043 106 119 109 109 93 109 92 107 115 104 94 110 104 106 5,5 Kunningi 11002 Flói 02029 Gata 377, Ytri-Skógum, Eyjafjöllum Stígur 97010 113 115 117 118 98 89 107 102 93 110 103 103 103 108 5,7 Gýmir 11007* Ás 02048 Flekka 378, Berustöðum, Ásahreppi Stöðull 05001 116 104 102 114 102 100 92 101 103 101 100 113 110 109 5,9 Stólpi 11011* Lykill 02003 Stytta 606, Litla-Ármóti, Flóa Stíll 04041 111 89 100 110 114 105 94 94 112 106 93 110 102 108 5,6 Skalli 11023* Gyllir 03007 Góð 255, Steinnýjarstöðum, Skaga Fontur 98027 127 86 92 120 93 108 99 107 113 103 104 121 102 112 5,3 Nautsfaðir - : Tilkynna nautkálfa - * Getur gefið hyrnd afkvæmi Kynbótaeinkunn = 0,44*afurðir + 0,08*mjaltir + 0,08*frumutala + 0,08*júgur + 0,08*ending + 0,08*spenar + 0,08*frjósemi + 0,08*skap Afurðir = 0,85*magn mjólkurpróteins + 0,15*prótein% NAUT 2017 - Reynd naut Nautastöðvar BÍ sem fyrirhugað er að nota sæði úr sumarið 2017 Gýmir 11007.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.