Bændablaðið - 11.05.2017, Page 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017
slíkir breytar kostað mikið orkutap
og allt að 30% lækkun á voltatölu
eða spennu. Nýi „blendinsgjafnar-
inn“ er sagður valda hverfandi tapi en
tryggir samt möguleika á mjög hraðri
straumbreytingu sem verður að geta
átt sér stað á nokkrum millisekúnd-
um. Þessi búnaður er talinn geta haft
mikið að segja við frekari innleiðingu
á háspenntum jafnstraumskerfum.
Jarðstrengjavæðing hluti af
orkuskiptastefnu Þjóðverja
Þjóðverjar tóku stórt skref varðandi
stefnumörkun í raflínulögnum í des-
ember 2015. Var það ekki síst gert
vegna vaxandi andstöðu almenn-
ings við stóru loftlínumannvirkin.
Þá var samþykkt að setja lagningu
jarðstrengja í forgang í stað loftlína.
Þetta er hluti af orkuskiptaverkefni
Þjóðverja „Energiewende“, en með
því hyggjast þeir leggja niður öll sín
átta kjarnorkuver fyrir 2022 og draga
úr notkun jarðefnaeldsneytis.
Endurnýjanlegar orkulindir í
sviðsljósinu
Verkefnið hófst fyrir alvöru með inn-
leiðingu laga um nýtingu á endurnýj-
anlegri orku 2004. Síðan hefur verið
fjárfest gríðarlega í endurnýjanleg-
um orkumöguleikum eins og fram-
leiðslu á gasi til raforkuframleiðslu
úr lífmassa, sólarorku og ekki síst í
vindorku.
Auk vindmylla á landi sem sprottið
hafa upp um allt Þýskaland, þá hafa
verið reistir heilu vindmyllugarðarnir
úti fyrir ströndinni í Norðursjónum.
Skilar endurnýjanlega orkan af
ýmsum toga nú um 60 gígawöttum
samkvæmt vefsíðu IEEEXplore.org.
Þar af munu um 4 gígawött koma
frá vindmyllum í Norðursjó og í
Eystrasalti samkvæmt tölum þýsku
vindorkusamtakanna BWE. Á árinu
2015 komu um 13,3% af raforku
Þjóðverja frá 26.772 vindmyllum.
Það er þó ákveðinn þröskuldur varð-
andi frekari aukningu á raforkufram-
leiðslu með vindmyllum. Þar er talað
um minnkandi eftirspurn í Þýskalandi
og dreifikerfið.
Líka sjónmengun af
vindmylluskógum
Hvort uppsetning vindmylluskóga
sé eitthvað skárri en lagning raflína
sem hengd eru á stór möstur er
svo umhugsunarefni. Í Þýskalandi,
Danmörku og víðar leggja
menn fremur áhersluna á öflun
endurnýjanlegrar orku en endilega
sjónmengunina. Slíkt sé einfaldlega
óumflýjanlegt ef draga eigi úr losun
kolefnis út í andrúmsloftið. Þó reyna
orkuyfirvöld í þessum löndum að
koma vindmyllunum sem mest fyrir
úti í sjó til að minnka sjónmengun
á landi.
Enn sem komið er hafa
Íslendingar ekki þurft að hafa miklar
áhyggjur af þessu, en það kann þó
að vera að breytast. Æskilegt væri
því að íslensk yfirvöld settu nú
þegar í gang vinnu við að skilgreina
þau svæði sem möguleg eru fyrir
uppsetningu á vindmyllum. Slíkt
gæti komið í veg fyrir óþarfa deilur
í framtíðinni.
Flytja orku frá vindmyllum í
gegnum jafnstraumskerfi
Þjóðverjar hyggjast setja upp
háspennu jafnstraumskerfi (High
Voltage Direct Current – HVDC)
til dreifingar á orkunni í stað
riðstraums (AC). Í gegnum þetta
kerfi á meðal annars að flytja orku
frá vindrafstöðvum úti í Norðursjó
um hundruð kílómetra í dreifistöðvar
í suðurhluta landsins. Þá er einnig
unnið stöðugt að því að reyna að
takmarka orkutap í rafstrengjum
sem óhjákvæmilegt hefur verið við
flutning á raforku um langan veg.
Rörtæknin til liðs við
rafstrengjaiðnaðinn
Vegna eðlis orkuflutninga með hárri
spennu, hafa fleiri aðilar dregist
inn í verkefnið fyrir utan fyrirtæki
sem framleiða rafmagnskapla. Þar
er m.a. um að ræða framleiðendur
og hönnuði á rörum. Það er vegna
þess að við mjög háa spennu geta
rafstrengir hitnað mikið vegna
viðnáms. Auðvelt er að losna við
hitann út í andrúmsloftið í loftlínum,
en beita þarf annarri tækni þegar
kemur að jarðstrengjum. Er þá
gjarnan gripið til þess ráðs að
tempra hitann með olíu eða öðrum
vökva. Þar kemur rörtæknin inn í
verkefnið.
Langir jarðstrengir komnir víða
Dæmi um langan háspennu
jafnstraumsjarðstreng neðanjarðar
er Murraylink strengurinn sem
tengir Riverland svæðið í Suður-
Ástralíu við Sunrasia svæðið við
Victoríuborg. Hann er tvisvar
sinnum 176 kílómetra XPLE
strengur frá ABB, 220 megawött
og 150 kílóvolt. Endar strengurinn
í spennistöðvum í Red Cliffs
í Viktoríu og Berri í Suður –
Ástralíu og var lengi talinn lengsti
strengur af þessari gerð í heimi og
var tekinn í notkun 2002. Síðan
hefur runnið mikið vatn til sjávar
og nú eru fjölmörg dæmi um langa
háspennustrengi í jörðu. Þar má
t.d. nefna 200 kílómetra 2 x 660
megawött og 300 kílóvolta strengi
í Suður-Svíþjóð. Háspenntir
sæstrengir eru líka komnir mjög
víða.
500 kílóvolta strengur í Sjanghæ
Í Sjanghæ í Kína var lagður
500 kílóvolta og 17 km XPLE
strengur sem er sagður fyrsti og
lengsti innanborgarstrengurinn
af þessari stærð. Var hann lagður
vegna heimssýningarinnar í
Sjanghæ 2010. Tekið er til þess
að skamman tíma hafi tekið að
leggja hann. Er strengurinn lagður
í sérstök lagnagöng þvers og kruss
um borgina og undir Huangpu-ána
og er með yfir hundrað tengingar á
leiðinni. Þykir hann m.a. sérstakur
að því leyti að kápan er ekki úr blýi
heldur álþynnu sem vafinn er um
strenginn.
NordBalt strengurinn mun
tengja Litháen við Svíþjóð
Eitt af nýrri dæmunum í jarð- og
neðansjávarstrengjalögnum er
svokallaður NordBalt strengur
sem á að tengja Eystrasaltslöndin
við Norðurlöndin og mun liggja
frá Svíþjóð til Litháen. Upphaflega
átti að ljúka verkefninu í árslok
2015 en nú er talað um 2017.
Flutningsgetan verður 700
megawött í streng af gerðinni
HVDC frá ABB. Þar er um að ræða
tvöfaldan 400 kílómetra langan um
300 kílóvolta neðansjávarstreng, 2
x 40 km og 400 kV jarðstreng við
endann Svíþjóðarmegin og 2 x 10
km 330 kV jarðstreng í Litháen.
Er þessi línulögn tengd lagningu á
700 MW LitPol streng frá Litháen
til Póllands.Í þessum dæmum er
fyrirtækið ABB í lykilhlutverki.
Jarðstrengir góður kostur frá
sjónarhóli náttúruunnenda
Það er því ljóst að lagning
jarðstrengja í stað loftlína er
stöðugt að aukast. Tæknin til
þess hefur líka verið mikið að
þróast og þessi leið verður sífellt
hagkvæmari. Fyrir Ísland með alla
sína náttúrufegurð hlýtur þetta að
vera mikið fagnaðarefni. Enginn
þarf þó að reikna með að þetta
verði hrist fram úr erminni því
slíkt tekur langan tíma og kostar
mikla fjármuni. Stjórnvöld gætu
samt markað þá stefnu líkt og
aðrar þjóðir að við nýlagningu
og endurnýjun raflína verði
jarðstrengir alltaf fyrsti kostur.
Loftlínur verði aðeins notaðar þar
sem jarðstrengir koma alls ekki til
greina eða sem tímabundin úrræði.
BJÖRGUNARVÖRUR
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Gott úrval af björgunarvörum á lager
BJÖRGUNARBÁTAR
BJARGHRINGIR
FLUGELDAR
FLOTBÚNINGAR
BJÖRGUNARVESTI
Vindmylluskógur í Norðursjó.
Þótt vindmyllur valdi ekki síður sjónmengun en hefðbundnar loftlínur, þá er þær
gjarnan réttlættar með því að þær séu ásættanlegur fórnarkostnaður í viðleitni
við að draga úr loftmengun vegna brennslu kola og olíu til raforkuframleiðslu.