Bændablaðið - 11.05.2017, Page 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017
Hleðslustöðvar á sveitabæjum geta stóraukið
notkunarmöguleika rafbílanna
– Skapar fullt af tækifærum fyrir bændur og gistiþjónustufyrirtæki úti um land, segir sölustjóri hjá Johan Rönning
Óskar Gústavsson, sölustjóri hjá
Johan Rönning í Klettagörðum
í Reykjavík, segir að mörgu
þurfi að huga að þegar rætt er
um þéttingu á hleðsluneti fyrir
rafbíla hringinn í kringum landið.
Þar þurfi menn í fyrsta lagi að
gera sér grein fyrir þörfinni,
orkumöguleikum og raflögnum
þar sem stöðvarnar eru settar
upp.
Hugmyndir um að
bændur landsins komi upp
rafhleðslustöðvum við bæi sína til
að þétta hleðslunet fyrir rafbíla við
þjóðveginn hefur vakið töluverða
athygli. Fjölmargir bændur hafa
sýnt málinu áhuga og sjá í þessu
tækifæri til að skjóta fleiri stoðum
undir sinn rekstur.
Nokkur fyrirtæki bjóða þegar upp
á sölu margs konar hleðslustöðva
fyrir rafbíla eins og Litsýn, sem er
þó aðallega með einfasa 16 til 32
ampera stöðvar í boði. Þá má líka
nefna Ludviksson ehf. í Hafnarfirði
og trúlega fleiri.
Að öðrum ólöstuðum hefur
fyrirtækið Johan Rönning í
Klettagörðum verið þarna í
fararbroddi. Það er með EVlink
stöðvar frá fjölþjóðafyrirtækinu
Schneider Electric í Frakklandi sem
er með starfsemi í 100 löndum og
er með um 144 þúsund starfsmenn.
Hafa t.d. allar hleðslustöðvar sem
Orkusalan gaf sveitarfélögum um
land allt komið frá Johan Rönning
og birgjum þess fyrirtækis.
Að mörgu að hyggja
Óskar Gústavsson, sölustjóri hjá
Johan Rönning, segir að mörgu að
hyggja fyrir bændur sem hafa áhuga
á að setja upp hleðslustöðvar við
bæi sína.
„Varðandi notkun á rafmagns
bílum þurfa menn að hafa í huga
hver þörfin sé fyrir slíkar stöðvar.
Þá þarf að átta sig á því hversu
mikill akstur sé á bílum daglega.
Innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu
er daglegur akstur á slíkum bílum
vart meiri en 50 til 60 kílómetrar
á dag. Til sveita geta vegalengdir
verið miklu meiri. Þótt vegalengdir
séu meiri, þá þarf það ekki að vera
svo slæmt sé litið til hagkvæmni
miðað við bensínknúinn bíl.
Ástæðan er hversu ódýr orkan er
á hvern kílómetra fyrir rafbílinn
miðað við bensínbílinn.“
Í sveitunum kann því orkudrægni
bílsins eða hversu langt hægt er
að aka á rafhleðslunni að vega
mun þyngra en í þéttbýlinu. Ef
orkurýmdin á geymum bílsins dugar
ekki fyrir þau verkefni sem þarf að
sinna innan dagsins, þá verður að
hafa í huga að það tekur drjúgan
tíma að hlaða raforku á geymana.
Meiri orkurýmd rafgeyma
kallar á hleðslustöð
„Það er í lagi þótt menn nýti alla
drægni bílsins innan dagsins en þurfa
svo ekki að nota hann aftur fyrr en
daginn eftir. Þá er einfalt að stinga
honum í samband að notkun lokinni
og hlaða hann yfir nóttina.
Ef rýmdin í geyminum er það lítil
að hægt er að hlaða bílinn í gegn
um venjulega rafmagnsinnstungu þá
er það hið besta mál. Ef orkurýmd
geymanna er hins vegar það mikil að
ekki er hægt að fylla á rafgeymana í
gegnum venjulega innstungu nema
á tveimur til þrem sólarhringum, þá
þarf hleðslustöð.“
Óskar segir að hleðslustöðvar séu
í raun ekkert annað en öryggisventill
Óskar Gústavsson, sölustjóri hjá Johan Rönning í Klettagörðum í Reykjavík, við EVlink-rafhleðslustöðvar frá stórfyrirtækinu Schnider Electric. Mynd / HKr.
Það virðist ekki flókið að hlaða raforku á bíla, en að mörgu þarf þó að hyggja við uppsetningu tækjanna. Mynd / EVlink
Hleðslustöðvarnar frá Schnider eru af ýmsum stærðum og gerðum og í
mismunandi verðflokkum. Mynd / EVlink