Bændablaðið - 11.05.2017, Page 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017
Gylfaflöt 32 112 Reykjavík Sími 580 8200 www.velfang.is Frostagata 2a 600 Akureyri www.claas.is
VERKIN TALA
FR
U
M
-
w
w
w
.fr
um
.is
Þetta snýst allt um þig…
Nýja CLAAS – ARION 400 vélin er alveg eins og
þú vilt hafa hana.
Hver dagur færir þér ný verkefni og það ert þú sem þarft að takast á við þau.
Þegar þú kaupir dráttarvél þá þarf hún að vera alveg eins og þú vilt hafa hana.
Þú vilt dráttarvél sem gerir einmitt það sem þú vilt að hún geri og að hún uppfylli allar
þínar kröfur og væntingar. Hvorki meira og örugglega ekki minna.
Þess vegna vilt þú ekki bara næstu dráttarvél sem er til á lager.
Þú færð nýju ARION 400 dráttarvélina nákvæmlega eins og þú vilt hafa hana
ARION 460 / 450 / 440 / 430 / 420 / 410 66–103 kW (90–140 hö). www.arion400.claas.com
ÁLFLEKAMÓT TIL SÖLU!
Álflekamót, 40 lengdar-
metrar af tvöföldu byrði
auk fylgihluta.
Nánari upplýsingar í síma
893-9777.
COSMOS
Bændablaðið Næsta blað kemur út 24. maí
Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is
Vertu vinur okkar á Facebook
Gúmmíbelti
- Fyrir smágröfur
þolir ekki áníðslu. Ferðamenn skilja
bera margir hag af því, ekki eingöngu
landeigandi eða ferðamaður. En þessi
ávinningur er landeigandanum ekki
til beinna hagsbóta. Hann hýsir í raun
almannagæði og vistkerfisþjónustu
en fær ekkert borgað fyrir.“
Fleiri starfsmenn á plani
Álag á Ísland er víða orðið mikið
og umkvartanir landeigenda
vegna ágangs eru orðnar háværar.
Á aðalfundi Landssamtaka
landeigenda kom m.a. fram að
ágangur ferðaþjónustufyrirtækja á
eignarlönd hafi valdið verulegum
spjöllum og landnauð, og því var velt
upp hver væri réttur landeigenda til
að vernda land sitt fyrir ágangi og
óafturkræfum spjöllum.
Helen segir fræðslu
grundvallarþátt verndar fjölfarinna
staða. „Hingað kemur fjöldi fólks
sem þekkir ekki til náttúrunnar og
kemur úr gjörólíku umhverfi. Því
væri við hæfi að sjá fleiri starfsmenn
á fjölförnum stöðum sem gætu
útskýrt fyrir fólki af hverju tiltekið
umhverfi er sérstakt og gera þeim
svo grein fyrir viðeigandi hegðun
við það.“
Þá þarf að mati Helenar að huga
sérstaklega að skipulagningu svæða
og gerð göngustíga. „Þið búið yfir
sérstöku vistkerfi og fólk flykkist
til Íslands vegna þess. Því verður
augljóslega að finna leiðir til að
vernda umhverfið og viðhalda því
í sinni náttúrulegu mynd. Það þarf
því að skipuleggja fjölfarin svæði
þannig að reynsla ferðalangsins
sé jákvæð en jafnframt þannig að
náttúran þar sé vernduð. Gera þarf
viðeigandi ráðstafanir, til dæmis
með uppbyggingu göngustíga, en
mikilvægt er að öll mannvirki sem
gerð eru séu hönnuð með það í
huga að þau hafi sem minnst áhrif á
ásýnd umhverfisins. Meginuppistaða
stígagerðar á að vera að vernda
náttúrufegurðina, ekki að auðvelda
gönguna. En einnig er mikilvægt að
stígar þoli veðurfar og sé reglulega
viðhaldið.“
En kostnaður við uppbyggingu
og viðhald göngustíga á fjölförnum
stöðum á ekki í öllum tilfellum að
vera í höndum landeigenda að mati
Helenar. „Það verður að eiga sér
stað samráð við landeiganda um
hvernig brugðist sé við jarðvegsrofi
vegna ferðafólks, en það á ekki að
vera á ábyrgð landeigenda að borga
fyrir þær skemmdir sem ferðafólk
gerir á landi þeirra,“ segir Helen
Lawless. /ghp