Bændablaðið - 11.05.2017, Qupperneq 40

Bændablaðið - 11.05.2017, Qupperneq 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017 Gera má ráð fyrir því að vöxtur aukist í skógum landsins á komandi árum, bæði vegna hlýnandi loftslags og betri efniviðar. Kynbætur eru stundaðar á öllum helstu trjátegundum sem notaðar eru í nytjaskógrækt á Íslandi. Lerki sem kennt er við Rússland eða Síberíu hefur verið ræktað hérlendis í heila öld og vel það. Mikil reynsla hefur fengist af þeirri ræktun og í seinni tíð hefur einkum verið ræktað hér rússalerki úr finnskum frægörðum. Rússalerkið hefur reynst best inn til sveita á Norður- og Austurlandi. Tegundin er vön staðviðrasömu veðurfari. Í meginlandsloftslaginu í Rússlandi og Síberíu má treysta því nokkurn veginn að á sumrin sé sumarveður og á veturna vetrarveður. Lerkið hefur því vanið sig á að vakna þegar hlýnar í veðri á vorin fremur en að horfa eftir hækkandi sól. Þetta gerir að verkum að rússalerki getur vaknað til lífsins í hlýindaköflum sem gjarnan gerir á Íslandi, til dæmis í mars eða apríl. Vorhret í kjölfar slíkra hlýinda getur valdið skemmdum á lerki sem byrjað er að laufgast. Lerki þolir illa umhleypinga Lerkið þolir illa nálægðina við sjó og þá umhleypinga sem eru algengari á Suður- og Vesturlandi en Norður- og Austurlandi. Með kynbótastarfi Skógræktar- innar á lerki undanfarinn aldarfjórðung er nú orðin til ný gerð af lerki sem komið hefur í ljós að hentar til ræktunar í öllum landshlutum. Þetta er lerkiblendingurinn ’Hrymur‘ sem ræktaður er í frægarði undir glerþaki í stóru gróðurhúsi í Vaglaskógi. Þar eru úrvalstré af rússalerki og evrópulerki víxlfrævuð og út kemur þessi blendingur sem reynist hafa blendingsþrótt sem kallaður er. Það þýðir að hann fær gott frá báðum foreldrunum, verður beinvaxinn, vex mikið og þolir allvel umhleypinga og hafrænt loftslag. Í Fræhúsinu á Vöglum er nú verið að auka framleiðsluna á Hrymsfræi til að auka framboðið svo að þessi góði blendingur geti orðið sem stærstur hluti þess lerkis sem ræktað er á. Áfram verður þó einnig ræktað kynbætt rússalerki úr finnskum frægörðum. Rússalerkið er mikilvæg frumherjategund sem þrífst í snauðum melum og blásnu landi og getur því breytt auðn í skóg á fáum árum. Sitkagreni og alaskaösp Sitkagreni er ásamt alaskaösp sú nytjaskógategund sem mest getur vaxið á Íslandi. Á góðum stöðum getur sitkagreni í fullum vexti hækkað um a.m.k. hálfan metra á ári að meðaltali. Hæsta tré á Íslandi er sitkagreni sem gróðursett var 1949 á Kirkjubæjarklaustri. Það tré er enn í fullum vexti og hefur einmitt vaxið um hálfan metra á ári undanfarin sumur. Í haust sem leið mældist það 27,2 metra hátt og því er stutt í að Íslendingar eignist fyrsta 30 metra háa tréð. Með kynbótastarfi og vali á úrvalstrjám í frægarð á Tumastöðum í Fljótshlíð leitast Skógræktin við að útvega enn betri efnivið af sitkagreni sem er mjög mikilvæg nytjaskógategund og gefur verðmætan, sterkan og eftirsóttan smíðavið. Nú þegar er farið að nota sitkagreniboli sem burðarviði í hús á Íslandi þótt í smáum stíl sé en mjór er mikils vísir. Fjöldi kvæma og klóna af alaskaösp hefur verið reyndur á Íslandi og nú er komin góð reynsla á ræktun tegundarinnar hérlendis. Öspin vex mikið og öfugt við það sem margir trúa er viðurinn til margra hluta nytsamlegur, ekki síst sem smíðaviður. Nú er risið í Vallanesi á Héraði hús sem að miklu leyti er smíðað úr ösp og þar að auki eru húsgögn og innréttingar úr þessum ljósa og fallega viði. Sveppasjúkdómur, svokallað asparryð, hefur herjað á öspina um nokkurt árabil, sérstaklega á Suðurlandi, og hefur kynbótastarfið á ösp einkum beinst að því að vinna á þeirri óværu með því að víxla saman ryðþolnum einstaklingum og góðu þekktum klónum í leit að klónum sem ekki eru útsettir fyrir ryðsveppnum. Um leið er horft til vaxtarlags og vaxtarhraða. Auðvelt er að fjölga alaskaösp með stiklingum og þar með þeim klónum sem ekki eru ryðsæknir. Unnið verður að þessari fjölgun í starsfstöð Skógræktarinnar á Tumastöðum og því verður nægur efniviður af ösp sem bæði vex mikið, verður beinvaxin og hefur mótstöðu gegn ryðsveppnum. Stafafura lifir í þúsundir ára Stafafura er ein af þeim lífverum jarðar sem verða elstar. Fundist hafa hartnær fimm þúsund ára gamlar stafafurur í Norður-Ameríku. Líkt og rússalerkið er stafafuran harðdugleg tegund í rýru landi og því er hún mikilvæg nytjaskógategund á Íslandi. Báðar þessar tegundir njóta góðs af sambýli við sveppi sem færir þeim næringarefni, einkum nitur sem sárlega skortir í útjörð á Íslandi. Góð reynsla er nú komin af ræktun stafafuru hérlendis og í gangi eru tilraunir með annars vegar valin kvæmi og hins vegar úrvalsyrki frá sænskum frægörðum. Þessar tilraunir hafa verið settar út í öllum landshlutum og verður spennandi að sjá niðurstöðurnar. Úrvalsefni af stafafuru gætu myndað frægarða hérlendis með tvenns konar markmiði, annars vegar að framleiða beinvaxna og fljótsprottna stafafuru til nytjaskógræktar og hins vegar þétta stafafuru með uppsveigðar greinar og fallegt vaxtarlag til jólatrjáaframleiðslu. Íslenska ilmbjörkin Hér hefur ekki verið minnst á íslensku ilmbjörkina, jafnvel þótt það sé sú tegund sem mest er gróðursett af á Íslandi. Tegundin er mjög breytileg, allt frá því að vera jarðlægur runni upp í myndarleg tré sem náð geta 14-15 metra hæð svo sem í Vaglaskógi, á Hallormsstað, í Bæjarstaðaskógi og víðar. Ýmis sjónarmið eru uppi um birkið. Mörgum þykir æskilegast að nota á hverjum stað það birki sem fæst í nágrenninu og það er að mörgu leyti heppilegt. Auðvelt er að safna fræi af því birki sem næst manni er og annað hvort sá því beint eða rækta upp plöntur til gróðursetningar. Hægt að bæta birkið Mikið hefur verið notað víða um land af birki sem ættað er úr Bæjarstaðaskógi enda þrífst það vel og gefur falleg tré. Víst er þó að með kynbótastarfi væri hægt að bæta íslenska birkið mjög mikið og þar með að auka möguleikana á því að birkiskógar gætu gefið af sér tekjur. Erfitt er að nytja kræklótt tré, jafnvel til eldiviðar- eða kurlframleiðslu, og því væri gagn að beinvaxnara birki sem auk þess myndar betri og fallegri skóg. Kynbætur eru vissulega stundaðar á íslensku birki og gott dæmi um það er yrkið Embla sem fengið var með úrvali fallegra trjáa í Reykjavík, aðallega af Bæjarstaðauppruna, sem Þorsteinn Tómasson hefur ágrætt og víxlað saman. Ekki hefur verið ákveðið hvernig haldið verður utan um fjölgun slíkra yrkja í framtíðinni eða áframhaldandi kynbætur á birki. Fram undan eru spennandi tímar í trjákynbótum á Íslandi. Brynjar Skúlason, sem í lok síðasta mánaðar varði doktorsritgerð sína á þessu sviði, hefur yfirumsjón með trjákynbótastarfi Skógræktarinnar. Valgerður Jónsdóttir er verkefnisstjóri fjölgunarefnis og fer fyrir ræktunarstarfinu á Vöglum í Fnjóskadal og Tumastöðum í Fljótshlíð þar sem eru miðstöðvar Skógræktarinnar í þróun og framleiðslu efniviðar fyrir trjáplöntuframleiðslu. Skógræktin vill efla starfsemina á báðum þessum stöðum. Á Vöglum verður áfram lögð aðaláhersla á framleiðslu á hrymsfræi en einnig eru þar í uppeldi frægarðaplöntur af kynbættum fjallaþin til jólatrjáaframleiðslu og fleira. Á Tumastöðum verður á næstunni mikil áhersla lögð á framleiðslu ryðþolinna klóna alaskaaspar svo auka megi framleiðslu þeirra í trjáplöntustöðvum. Markmiðið með skógrækt á Íslandi er bæði að rækta meiri skóga og betri skóga. Kostnaðurinn við ræktun einnar trjáplöntu er jafnmikill hvort sem tegundin er smágerð, kræklótt og hægvaxta eða stórgerð, bein og hraðvaxta. Ábatinn af þeirri síðarnefndu er á hinn bóginn margfaldur. Pétur Halldórsson kynningarstjóri Skógræktarinnar SKÓGRÆKT&LANDGRÆÐSLA Í Fræhúsinu á Vöglum í Fnjóskadal hefur nú verið fjölgað úrvalstrjám af rússalerki og evrópulerki til að auka framleiðslu á blendingnum ’Hrym‘ sem vex frábærlega og hentar í öllum landshlutum. Einnig er unnið þar að kynbótum á fjallaþin og stafafuru. Á myndinni eru þau Brynjar Skúlason og Valgerður Jónsdóttir alsæl með það sem fyrir augu ber. Mynd / Pétur Halldórsson. Sitkagrenifrægarður Skógræktarinnar á Tumastöðum í Fljótshlíð gaf fyrstu fræin á liðnu hausti. Þetta verður dýrmæt uppspretta úrvalsefnis á komandi árum. Mynd / Halldór Sverrisson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.