Bændablaðið - 11.05.2017, Page 42

Bændablaðið - 11.05.2017, Page 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017 Íslendingar kalla sannarlega ekki allt ömmu sína þegar kemur að dráttarvélum. Oft er heldur ekki verið að fara hefðbundnar leiðir þegar mönnum dettur eitthvað skemmtilegt í hug, eins og tor- færuakstur á slíkum landbúnað- artækjum. Þá er líka ekkert verið að fara nákvæmlega eftir hand- bókum framleiðenda vélanna þegar „tjúna“ þarf græjurnar upp og ekki laust við að þetta veki stundum athygli út fyrir landsteinana. Dæmi um slíka ævintýramennsku er að finna á Facebook-síðu sem nefnist „Dori Bjoss Photography“. Þar eru margar ferðamyndir og myndir af íslenskri náttúru. Þar er líka að finna myndasyrpu um athyglisverða keppnis- og sýn- ingarferð tveggja Íslendinga til Hollands á sérútbúnum gömlum Zetor-dráttarvélum. Bændablaðinu lék forvitni á að vita meira um þessa keppnisferð svo haft var samband við Halldór Björnsson, hirðljósmyndara trakt- orskeppendanna. Tíðindamaður blaðsins hitti í framhaldinu téðan Halldór sem er nýtekinn við af föður sínum sem „vert“ í ferðaþjónustunni á Rjúpnavöllum. Fannst traktorstorfæra ekki spennandi óséð Halldór var spurður út í upphafið og hugmyndina á þessari Hollandsferð og úr varð ágætis sögustund. „Ég var að vinna með Magnúsi Óskari árið 2012 og þá byrjaði hann að smíða upp gamlan Zetor fyrir traktorstorfæruna á Flúðum, þetta gerði hann í samstarfi við vin sinn, Guðmund Hrein,“ sagði Halldór. „Ég tók nú ekki vel í þessar hug- myndir hjá strákunum til að byrja með, fannst að þeir hefðu átt að velja sér eitthvert mótorsport sem meira vit væri í. Sem betur fer náði Magnús að draga mig á Flúðir 2012 til að mynda þá og ég hafði mjög gaman af. Árið 2013 var ég aftur mættur á Flúðir til að mynda Magnús og eftir keppnina klippti ég Gopro mynd- band sem ég setti síðan á Youtube. Það fékk nú ekki mikið áhorf til að byrja með en eftir þó nokkuð marga mánuði fór eitthvað að gerast. Áhorfið jókst alltaf og þetta endaði á að vera langvinsælasta myndbandið Zetor-ökumennirnir Magnús Óskar Guðnason til vinstri og Guðmundur Hreinn Gíslason til hægri. Hollendingar óskuðu eftir að fá senda alvöru íslenska traktorstorfærukeppni: Brjáluð hugmynd sem varð að framkvæma Í öllum torfærukeppnum er svona þraut vinsæl meðal áhorfenda. Magnús Óskar Guðnason stekkur á gamla Zetor upp úr drullugryfjunni í Hollandi.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.