Bændablaðið - 11.05.2017, Side 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017
mitt. Það er komið í 547.000 áhorf
í dag.“
Ritstjóri stærsta traktorsblaðs
Hollendinga hafði samband
„Síðan gerist það að ég er staddur á
ferðalagi í Siem Reap í Kambódíu,
í lok mars í fyrra, að ritstjóri eins
stærsta traktorsblaðs Hollendinga
(Trekker) hafði samband við mig.
Hann hafði rekist á myndbandið
og var alveg ólmur að fá okkur til
að hjálpa sér að setja upp eitthvað
svipað á Trekker Festival í Walibi
Hollandi.
Í byrjun fannst mér frekar
ótrúlegt að einhver vildi flytja út
íslensku traktorstorfæruna, ég ætlaði
varla að svara honum, mér fannst
þetta svo fjarstæðukennt. Sem
betur fer svaraði ég og lét hann
líka fá netfangið hjá Magnúsi. Það
varð lendingin að Hollendingarnir
myndu flytja út 2 traktora til að hægt
væri að halda smá „traktor crossing“
sýningu.
Magnús og Guðmundur keyptu
þá einn traktor til viðbótar og þurftu
að eyða miklum tíma í að koma
honum í gang. Það gerir mótorum
víst ekki gott að vera nokkur ár úti
á túni fullur að vatni. Það fyndna
var að þótt strákarnir færu á fullt í
undirbúning þá voru þeir samt alltaf
efins að þetta væri að fara að gerast,
okkur fannst þetta of ótrúlegt.“
Sótt á flugvöllinn af starfsmanni
traktorsblaðsins
„Ég var að vinna í Noregi um
sumarið og í byrjun september
var sýningin og ég gat flogið
beint þaðan til Hollands og hitti
strákana og kærustu Magnúsar á
flugvellinum.
Við vorum sótt á völlinn af einum
starfsmanni frá blaðinu og keyrð á
svæðið. Þegar við svo loksins sáum
gömlu ryðguðu Zetorana þarna úti
í Hollandi þá horfðum við öll á
hvert annað og vorum sammála
um að nú yrðum við að trúa því að
þetta væri að gerast. Við vorum að
flytja íslensku traktorstorfæruna til
útlanda!
Í sambandi við hvort við förum
aftur, þá hef ég ekki heyrt af því.
En ég veit að þeir úti eru örugglega
að plana það að halda keppni þarna
með „lókal“ liði og þá með svipaðar
reglur og við förum eftir á Flúðum.
Það voru margir að horfa á þessa
sýningu sem voru spenntir fyrir
því að smíða svona „traktor cross“
græju,“ sagði Halldór Björnsson.
/ HLJ
EXPLORE WITHOUT LIMITS
®
ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF.
KLETTHÁLSI 3
110 REYKJAVÍK
SÍMI: 540 4900
NETFANG: info@arctictrucks.is
www.arctictrucks.com
DEKKJAÞJÓNUSTA
TÍMABÓKANIR Í SÍMA 540 4900
JEPPADEKK
fyrir íslenskar aðstæður
VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT
DEKK UNDIR FLESTAR GERÐIR
JEPPA OG JEPPLINGA.
Frábært veður, takið eftir reykhringjunum sem koma upp úr pústinu.
Varahlutir fyrir ámoksturstæki
Varahlutir í Trima og Alö Quicke ámoksturstæki. Einnig stjórnbarkar, suðufestingar ofl.
Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is