Bændablaðið - 11.05.2017, Qupperneq 52

Bændablaðið - 11.05.2017, Qupperneq 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. maí 2017 „Eins og beljur að vori“ keppast nú bændur við vorverkin, en mega ekki gleyma að aðlaga kýrnar að beitartímabilinu sem bráðum hefst. Er búið að huga að útisvæði fyrir kýrnar að vorinu og velja fyrstu beitarstykkjum? Er aðgengi að vatni og steinefnum fyrir kýrnar allan beitartímann? Að sýna kúnum út Besta aðlögun fyrir kýrnar er að hleypa þeim út áður en mikill gróð- ur er kominn. Í þeim sveitum sem fyrst vorar getur þetta gerst strax um miðjan maí og er kúnum þá hleypt út í stuttum lotum yfir miðjan daginn til að skvetta úr klaufunum og ná sér í smá sól fyrir helsta beitartímabilið. Ekki þarf að vera tilbúin beit yfir þetta tímabil, heldur er verið að venja þær við að fara út án þess að stressa sig yfir því. Áfram er gefin full gjöf inni af lystugu fóðri og þær ganga við opið og velja hvar þær eyða tím- anum. Fyrst um sinn er ekki mælt með að útivistin vari lengur en 1–2 tíma á dag til að raska ekki áti og afurðum. Fyrsta beitin Fyrsta beitin fæst frá miðjum maí og fram í byrjun júní. Gömul tún eru oft valin sem fyrsta beitartún fyrir kýrnar. Þau spretta hraðar úr sér en tún með vallarfoxgrasi (eða álíka sáðgresi) og því mikilvægt að vera búinn að nýta þau áður en annað er tilbúið til beitar. Grös þurfa að hafa náð 10 cm hæð til að kýrnar nái að fylla sig sæmilega hratt, en fari grashæð mikið upp fyrir 20 cm er hætt við að þær fúlsi við því vegna þroska og túnið verður „toppótt“. Miðað er við að íslenskar kýr geti mjólkað 20-22 kg af vorbeit einni saman, en þegar grösin fara að spretta meira eða beitin að minnka milli sprettutímabila (fyrri og seinni spretta) fara þessi viðmið niður í 16-18 kg. Því er mikilvægt að hafa gott gróffóður í boði með beitinni til að draga úr dagsveiflum vegna veðurs og beitarframboðs. Lystugt, forþurrkað vallarfoxgras er gott á móti vorbeitinni. Þannig fæst strúktúr á móti auðmeltu beitargrasinu og fóðurnýtingin verður betri. Aðgengi að vatni Flestar rannsóknir benda til þess að mikilvægt sé að aðgengi að vatni sé gott á beitarstykkjunum. Þeim mun styttra sem kýrnar þurfa að ferðast til að fá sér að drekka aukast líkurnar á að þær drekki nóg og viðhaldi nytinni þannig. Kýrnar þurfa 3 lítra af vatni fyrir hvern framleiddan líter af mjólk. Kýr eru hópdýr og kjósa að drekka samtímis í litlum „vinkonuhópum“ og því þurfa 10% af hópnum að komast að brynningunni í einu. Mælt er með að hafa stórt trog með kyrru vatni frekar en skál eða læk (með tilheyrandi drullusvaði í bleytutíð eða takmörkuðu framboði í þurrkatíð). Kjarnfóður og steinefnaþarfir Hvað kjarnfóðurgjöf með beit varðar er gott að velja kjarnfóðurblöndu með nægilegu magni af auðleystum kolvetnum (t.d. bygg eða hveiti) til að „fanga“ hið auðleysta köfnunarefni sem er í ungu beitargrasi. Ekki ætti að draga mikið úr kjarnfóðurgjöf hjá hámjólka kúm heldur leyfa þeim að ráða hvort beit eða kjarnfóður sé aðal orku- uppsprettan. Suma daga éta þær lítið kjarnfóður og aðra daga hanga þær inni og klára skammtinn sinn án þess að það hafi teljandi áhrif á nytina. Fyrstu sprettuvikurnar taka ungar plöntur upp ofgnótt af kalí og það getur dregið úr nýtingu á magnesíum. Getur þetta leitt til graskrampa. Nýbærur og hámjólka kýr eru sérstaklega viðkvæmar fyrir steinefnaójafnvægi. Því verður að tryggja öllum kúm nægilegt magnesíum, annað hvort með steinefnablöndum eða steinefnastautum. Ráðgjafar RML eru innan handar varðandi bætta nýtingu beitar fyrir mjólkurkýr. Beit er góð. Mynd / Sigríðar Ólafsdóttir Sigtrygur V. Herbertsson ábyrgðarmaður í bútækni sigtryggur@rml.is Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Beit er góð Beit er list – Skipulag Kýrskýrir kúabændur gera sér grein fyrir að til þess að nýta beitina sem best er nauðsynlegt að skipulag sé í lagi. Þar kemur inn í afkastageta beitarsvæða, meðferð þeirra, gönguleiðir og vegalengdir frá fjósinu. Þó að til séu nokkrar útfærslum á beitarkerfum, henta okkar aðstæðum hólfabeit og randbeit hvað best, stundum eru þessi tvö kerfi sameinuð. Sumir nota stöðuga beit, en þá er beitin í stóru hólfi í lengri tíma, oft eldri tún, úthagi og há. Kostir þessarar aðferðar er minni vinna og fjárfesting, en mun lakari nýting á landi og skepnum. Hólfabeit Hólfabeit þar sem skipt er niður í hólfi gefst vel til að stýra aðgengi að vissum svæðum og gefur færi á að friða þau á milli notkunar. Beit með þessari aðferð kostar nokkra vinnu í uppsetningu girðinga, viðhaldi og skipulagsvinnu, þannig að vöxtur í hverju hólfi henti á þeim tíma sem þau skulu beitt. Vaxtatími er misjafn á milli svæða, og á milli ára ef því er að skipta, svo skipulagið verður að vinna með reynslu áranna á undan. Þá er nauðsynlegt er að snyrta hólfin til með ruddasláttuvél til að jafna vöxtinn í upphafi hverrar hvíldarlotu, það hjálpar einnig til við að koma mykjunni betur ofan í jarðveginn, gott væri ef hægt væri að láta rigna á vaxtatímanum, en það er ekki alltaf möguleiki og væri á það reynandi að vökva þau til að minnka mykju sem getur valdið því að endurvöxtur nýtist ekki sem skyldi. Vinnu og kostnaðarliður við uppsetningu á hólfabeitinni er talsverður en síðan er vinnan einskorðuð við að opna og loka hliðum og fara yfir með ruddasláttuvélinni. Randbeit Randbeit er frekast notuð á gæðamikilli beit t.d. grænfóður, þá er beitinni skammtað með lausum rafgirðingarborða og fært eftir þörfum. Ekki má samt spara við kýrnar ef beitin á að nýtast til afurða. Það er góður siður þar sem því er hægt að koma við að vera líka með rafborða fyrir aftan kýrnar þannig að hægt sé að friða áður bitið land fyrir traðki og aðgangi ef meiningin er að nýta endurvöxtin. Vinnan við randbeitina er stöðugri en við hólfbeitina en vinna og kostnaður við uppsetningu minni. Gönguleiðir Mikilvægt er að huga tímanlega að því að snyrta klaufir (gott er að miða við 30-45 daga) til að koma í veg fyrir að kýrnar verði sárfættar fyrstu dagana. Góðar rekstrarleiðir með grófri, drenandi möl neðst eru mikilvægar. Púkk er ekki hentugt sem yfirborð á göngusvæði kúnna vegna þess hve hvassar brúnir er á því en 0-2 mm efni er hentugt en verður þá að vera laust við lífrænar agnir svo það vaðist ekki út í bleytutíð. Eins mætti hugsa sér að nýta gróft trjákurl ef það er í boði. Ráðgjafar RML eru innan handar varðandi bætta nýtingu beitar fyrir mjólkurkýr. Beit er list. Mynd / Guðmundur Jóhannesson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.