Bændablaðið - 25.01.2018, Síða 8

Bændablaðið - 25.01.2018, Síða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. janúar 2018 Samkvæmt nýlegri frétt á íranska vefmiðlinum Financial Tribuna hafa yfir 100 milljón varphænur í öllu landinu smitast af banvænum stofni fuglaflensu, H5N8. Sýkingin hefur breiðst hratt út og tjón af henni gríðarlegt. Sýkingin í Íran nær eingöngu til varphænsna og hefur ekki smitast út til kjúklinga til kjötframleiðslu. Helsta ástæða þessa er sögð vera að kjúklingum til kjötframleiðslu er slátrað mun yngri en varpfuglum til eggjaframleiðslu. Auk þess sem sagt er að varpfuglar séu ekki eins heilsuhraustir og fuglar til kjötframleiðslu og því hætta á smiti meiri. Hátt í tíu milljón varphænsnum hefur þegar verið slátrað vegna sýkingarinnar og verður mörgum tugum milljóna slátrað í framhaldinu. Bætur til bænda Stjórnvöld í Íran hafa fram til þessa greitt kjúklingabændun í landinu um 28 milljón bandaríkjadali, eða tæpa þrjá milljarða íslenskra króna, til að bæta þeim tjónið. Til stendur að greiða bændum um 18,5 milljón bandaríkjadali, tæpleg tvo milljarða íslenskra króna, til viðbótar til að tryggja afkomu þeirra. Gríðarlegt tjón Þrátt fyrir mikla útbreiðslu H5N8 fuglaflensuvírussins og að hann sé bannvænn hænsnfuglum er ekki talin mikil hætta á að hann smitist í menn enn sem komið er. Tjón vegna sýkingarinnar í Íran er sagt nema 477 milljónum bandaríkjadala, eða sem samsvarar tæplega 50 milljörðum íslenskra króna, fram til þessa. Meðal annars vegna aukins innflutnings á eggjum til landsins. /VH Fuglaflensa í Íran: 100 milljón varphænur smitaðar af fuglaflensu FRÉTTIR Yfirdýralæknir á Englandi hefur ákveðið að England eins og það leggur sig skuli vera eitt varnarsvæði vegna hættu á fuglaflensu. Alifuglabændur skulu samkvæmt lögum fara eftir ýtrustu reglum hvað varðar varnir gegn fuglaflensu í landinu. Ákvörðunin kemur í framhaldi af því að undanfarnar vikur hafa að minnsta kosti þrettán villtir fuglar fundist dauðir af völdum fuglaflensu H5N6 og sýnt hefur verið fram að rúmlega þrjátíu aðrir séu sýktir. Það að svo margir villtir fuglar séu sýktir eykur gríðarlega hættuna á að flensan breiðist hratt út og geti borist í alfuglabú. Talið er að fuglaflensan hafi borist til Englands með farfuglum frá Evrópu þar sem flensan hefur fundist í fjölda villtra fugla undanfarna mánuði. Miklar öryggisráðstafanir Reglurnar um varnir gegn fuglaflensunni ná til allra sem halda alifugla en bú með yfir 500 fugla þurfa að gera aukalegar ráðstafanir. Gæta verður þess að enginn óviðkomandi fái aðgang að búunum, að skipt sé um fatnað áður en farið er inn til fuglanna eða vinnusvæði sem tengist þeim og að ökutæki séu sótthreinsuð áður en þau yfirgefa bú. Tilkynna skal dauða fugla Eigendum alifugla er skylt að tilkynna dauða fugla sem gæti orsakast af flensunni og almenningur er einnig beðinn að tilkynna fund á dauðum fuglum í náttúrunni. Smitandi en ekki talin hættuleg fólki Ekki er talið enn sem komið er að flensan sé hættuleg fólki en samt sem áður er talið nauðsynlegt að koma í veg fyrir að hún berist í alifugla til manneldis þar sem vírusinn sem flensunni veldur er bráðsmitandi. /VH Mikill viðbúnaður vegna fuglaflensu á Englandi: Varnasvæði stækkar og nær til alls landsins í alifugla úr villtum fuglum. Ekki er útilokað að fuglaflensa berist til landsins með farfuglum og smitist í alifugla. Takmörkuð útiganga alifugla hér á landi dregur mikið úr hættunni á smiti. Bakgarðahænur eru í mestri hættu. Brigitte Brugger, sérgreina- dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir hafa heyrt um fyrirætlanir yfirdýralæknis á Englandi fyrir tæpum mánuði um að hugsanlegt væri að Bretland yrði gert að einu varnarsvæði. Um miðjan janúar ákváðu bresk yfirvöld að hækka viðbúnaðarstig vegna alvarlegs afbrigðis fuglaflensu og eftir 18. janúar þurfa allir alifuglar og aðrir fuglar í haldi manna að vera haldnir undir bættum smitvörnum. Ástæða aðgerðanna er greining á alvarlegu afbrigði fuglaflensu í villtum fuglum í Bretlandi og annars staðar í Evrópu. „Fuglaflensan í vetur er ekki nærri eins útbreidd og í fyrravetur, með mun færri greiningum í villtum fuglum. Á þessu ári hefur hún komið upp í einu tilviki í Þýskalandi og í tveimur tilvikum í Bretlandi. Í dag er smithætta fyrir alifugla hérlendis lítil og er ekki talin ástæða til að grípa til frekari aðgerða. En eigendur fugla eru alltaf hvattir til að gæta að góðum smitvörnum og að tilkynna óeðlileg einkenni eða dauðsföll til Matvælastofnunar.“ Smit með farfuglum mögulegt Brigitte segir hugsanlegt að fuglaflensan geti borist til Íslands með farfuglum í vor og að við verðum að vera vel á verði gagnvart hugsanlegri sýkingu í alifuglum að hennar völdum. Til þess mun hópur sérfræðinga, sem var stofnaður í fyrra, meta smithættu vegna fuglaflensu í vetur áður en farfuglatímabilið hefst. Hann mun leggja til aðgerðir til ráðuneytisins, eftir þörfum, eins og hefur verið gert undanfarið. „Ekki hefur verið ákveðið hvort sýni verða tekin úr heilbrigðum villtum fuglum, en líkt og á síðasta ári munum við biðja almenning að senda okkur tilkynningu um dauða fugla og rannsaka þá ef þurfa þykir.“ Bakgarðahænur í mestri hættu Brigitte segir að lítið sé um að alifuglar á Íslandi gangi úti og því minni hætta á smiti en fyrir alifugla víða erlendis sem hafa aðgang að útisvæði. „Mesta hættan á smiti hér tengist bakgarðahænum sem ganga frjálsar utandyra eða ganga í litlum og illa vörðum opnum rýmum og lélegum smitvörnum. Ef smithætta eykst og við- búnaðar stig vegna fuglaflensu hækkar gæti því reynst nauðsynlegt að loka þær inni, að minnsta kosti tímabundið.“ Lítil smithætta hér að landi Brigitte segir að heilt yfir sé smithætta lítil fyrir alifugla í atvinnuskyni á Íslandi vegna fuglaflensu. „Hér eru sárafá kjúklingabú þar sem fuglarnir komast út og ef nauðsyn krefur er hægt að koma í veg fyrir útigöngu alifugla með litlum fyrirvara ef með þarf.“ /VH Sérgreinadýralæknir útilokar ekki að fuglaflensa berist til Íslands: Getur borist til landsins með farfuglum – Bakgarðahænur í mestri hættu Brigitte Brugger, sérgreinadýra- læknir hjá Matvælastofnun. Hátt í tíu milljón varphænsnum hefur þegar verið slátrað vegna fugla- Ríkið til móts við vandann í sauðfjárrækt: Ákvæði um aukinn stuðning – 550 millj. í viðbótargreiðslur og svæðisstuðning Tvö ákvæði til bráðabirgða, sem ætlað er að styðja við sauðfjárbændur, bættust við reglugerð 1183/2017 um stuðning við sauðfjárrækt með útgáfu reglugerðar í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu 16. janúar síðastliðinn. Er þeim ætlað annars vegar að draga úr kjaraskerðingu sauðfjárbænda á árinu 2018 fyrir dilkakjötsframleiðslu ársins 2017 og hins vegar er um að ræða viðbótargreiðslu vegna svæðisbundins stuðnings árið 2018. Til fyrra verkefnisins verður varið 400 milljónum króna samkvæmt fjáraukalögum 2017 og er um einskiptisaðgerð að ræða. Í reglugerðinni segir: „Rétthafar greiðslu eru þeir framleiðendur sem uppfylla ákvæði 3. gr. reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt, hafa átt 151 vetrarfóðraða kind eða fleiri á haustskýrslu 2016 í Bústofni og eru innleggjendur dilkakjöts í afurðastöð á framleiðsluárinu 2017. Greiðslur miðast við innlagt dilkakjöt á framleiðsluárinu 2017 og deilist heildarstyrkupphæð á allt innlagt dilkakjöt þeirra innleggjenda sem eiga rétt á greiðslum samkvæmt ofangreindum ski lyrðum. Matvælastofnun annast umsýslu greiðslunnar.“ Svæðisbundinn stuðningur nemur 150 milljónum króna Viðbótargreiðslur vegna svæðisbundins stuðnings nema 150 milljónum króna og skiptast á milli bænda sem voru rétthafar svæðisbundins stuðnings á síðasta ári samkvæmt ákvæðum þágildandi reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt. Matvælastofnun annast umsýslu með greiðslum. / smh

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.