Bændablaðið - 25.01.2018, Qupperneq 20

Bændablaðið - 25.01.2018, Qupperneq 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. janúar 2018 Landsmenn hrópa á endurbætur á vegakerfinu en ríkið eykur stöðugt skattlagningu á bíleigendur sem notuð er í annað. Samt er talað um að ekki séu til peningar til uppbyggingar og viðhalds vega sem eru þó einhverjar arðbærustu framkvæmdir sem hægt er að ráðast í. Á meðan stóreykst nýting og slit á vegakerfinu, slysum fjölgar, eigna- og manntjón eykst samfara auknum kostnaði heilbrigðis- og öryggiskerfi landsins. Eitt fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var að leggja fram fjárlagafrumvarp. Þrátt fyrir loforð allra þessara flokka um að skattaálögur yrðu ekki auknar á almenning í landinu, þá var samt ákveðið að hækka skatta á eldsneyti og umferð um nær 5,6 milljarða króna, eða um 4,6%. Sú upphæð verður ekki sótt neitt annað en í vasa bíleigenda í hópi almennings. Þrátt fyrir verulega auknar skattaálögur á bifreiðaeigendur þá er samt ekki verið að nota nema um 29% þeirra tekna í vegakerfið. Yfir 330 milljarðar í skatttekjur af ökutækjum á 5 árum Félag íslenskra bifreiða- eigenda, FÍB, hefur látið Bændablaðinu í té sundur liðaðar tölur um tekjur ríkissjóðs af umferðinni á árunum 2014 til 2018. Að mati FÍB eru sumir tekjuliðirnir í þessu þó trúlega vanmetnir. Þarna kemur fram að á þessum fimm árum verða heildartekjur ríkissjóðs af ökutækjum um eða yfir 330 milljarðar króna að árinu 2018 meðtöldu [330,879 milljarðar]. Þetta eru um 2,79% af landsframleiðslu. Í því sambandi er vert að hafa í huga að rauntekjurnar af umferðinni hafa oftast verið hærri en fjárlög hvers árs segja til um og stundum hefur munað þar nokkrum milljörðum króna. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 4,6% hækkun tekna af ökutækjum á þessu ári miðað við fjárlög 2017 og að tekjurnar verði þá 73.044 milljónir króna 2018. Þar af er kolefnisgjald 3.540 milljónir. Þetta er töluvert hærri upphæð en öll vaxtagjöld ríkisins á síðasta ári. Ef einungis eru teknar beinar tekjur er upphæðin 52.544 milljónir króna. Víða finnast matarholurnar Ef horft er á bakgrunninn í auknum tekjum ríkissjóðs af notkun ökutækja sem hlutfalla milli fjárlaga 2017 og 2018 upp á 9,2%, þá ber hæst hækkun tekna af eldsneyti upp á 10,9%. Þar af hækkar kolefnisgjald um 52,9%. Olíugjald hækkar um 12,9%, þungaskattur/km gjald, hækkar um 11,1%. Vörugjald af bensíni hækkar almennt um 2%, bifreiðagjald um 4,2%, sérstakt vörugjald hækkar um 1,9%. Aðrar tekjur af bifreiðanotkun m.a. af númeraplötum, umferðar- öryggisgjald, ökuskírteini, skráningargjöld ökutækja og vanrækslugjöld vegna óskráðra bifreiða hækkar samtals um 1%. Á móti kemur að áætluð hlutfallsleg lækkun verður á tekjum vegna bifreiðakaupa, þ.e. vörugjalda upp á -6,5% og virðisaukaskatts upp á -7%. Væntanlega eru menn þá að gera ráð fyrir að heldur dragi úr sölu nýrra ökutækja á nýbyrjuðu ári miðað við metsöluárið 2017. Oft verið að berja á þeim sem eiga undir högg að sækja Hafa ber í huga að bifreiðaeigendur eru ekkert annað en þverskurður samfélagsins. Þótt sumum stjórnmálamönnum þyki þægilegast að beita kolefnissköttum til að styðja við fallega hugmyndafræði varðandi baráttu við loftslagsbreytingar, þá virðist lítil hugsun vera á hverjir verði fyrir þeirri gjaldtöku. Bíleigendur eru nefnilega ekki allir í hópi stóreignamanna. Þarna er t.d. mikill fjöldi námsmanna, fjölskyldufólks, aldraðra og öryrkja. Margt af þessu fólki getur alls ekki án einkabíls verið. Gert gys að þeim sem síst skyldi Þegar stjórnvöld á höfuðborgar- svæðinu benda fólki á að fara bara í strætó eða að hjóla til að minnka kolefnisútstreymi, þá er raunverulega verið að gera gys að stórum þjóðfélagshópum sem eiga þegar undir högg að sækja. Auknar álögur á eldsneyti mun einungis gera þessu fólki lífið mun erfiðara, svo ekki sé talað um áhrifin sem þetta hefur á vísitölu til hækkunar útlánsvaxta vegna íbúðakaupa. Þá munu hækkanir vegna aukins kostnaðar við vöruflutninga fara að skila sér fljótlega út í vöruverð og í hringekju neysluvísitölunnar. Auk þess virðist lítt eða ekki verið að hugsa til fólks sem býr utan höfuðborgarsvæðisins. Víða um land eru engir strætisvagnar og sennilega er sama hvað fólk í sveitum bíður lengi í ímynduðum strætisvagnaskýlum, vagninn mun aldrei koma. Ekki liggja þangað heldur malbikaðir hjólreiðastígar ef þörf verður á að bregða sér af bæ til að heimsækja sérfræðilækni í höfuðborginni, kannski í 800 km fjarlægð. Ef um barn er að ræða verður það síðan varla sett á bögglaberann. Ef menn meina eitthvað með tali sínu um að minnka kolefnisspor þjóðarinnar, þá ættu stjórnvöld auðvitað að íhuga þegar í stað að leggja kolefnisgjöld á innfluttar matvörur sem auðveldlega mætti framleiða hér heima. Þar er líklega verið að puðra 41 þúsund tonnum af koldíoxíði út í loftið á ári umfram það sem nauðsynlegt er. Slík skattlagning er þó trúlega ekki vænleg til vinsælda. Dapurleg ráðstöfun tekna af umferðinni Þegar skoðað er hvaða hag umferðin og vegakerfið hefur haft af þessari skattlagningu er dæmið vægast sagt dapurlegt. Hvert sem litið er, sjáum við vegakerfið í miklum ólestri og víða stórhættulegt eins og ítrekuð slys bera með sér. Þá hefur Vegagerðin ítrekað bent á þá staðreynd að ef viðhaldi vega er ekki sinnt reglulega, þá brotnar burðarlag veganna niður svo margfalt dýrara verður þá að endurgera það sem aflaga fer. Hefur vegagerðin m.a. bent á að verulega mikið vanti upp á að staðið hafi verið við framlög til vegamála samkvæmt síðustu samgönguáætlun 2015 til 2018 sem samþykkt var á Alþingi Íslendinga. FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Rúmir 73 milljarðar innheimtir í opinber gjöld af bifreiðaeigendum 2018 en 21 milljarður fer í vegakerfið: Um 258 milljarðar af 5 ára skatttekjum af ökutækjum ekki nýttir til vegamála – Kostnaður vegna umferðarslysa fer líklega yfir 73 milljarða á þessu ári ef miðað er við alþjóðlega tölfræði Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.