Bændablaðið - 25.01.2018, Page 21

Bændablaðið - 25.01.2018, Page 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 25. janúar 2018 Um 258 milljarðar króna af umferðarskatti ekki nýttur til vegamála Á árinu 2014 var samkvæmt reikningum ríkisins veitt 14.272 milljónum til viðhalds vega og nýframkvæmda. Árið 2015 var upphæðin 16.322 milljónir króna. Árið 2017 voru það 21.358 milljónir króna og gert er ráð fyrir 21.167 milljónum króna til vegamála á árinu 2018. Samtals gerir þetta á fimm árum 73.119, sem er nánast sama tala og áætlaðar tekjur ríkissjóðs af ökutækjum á þessu eina ári 2018. Fimm ára tekjur ríkissjóðs af ökutækjum verða frá 2014 og að meðtöldu árinu 2018 væntanlega um 331 milljarð kóna. Mismunurinn á tekjum ríkissjóðs af ökutækjum og því sem notað er til að viðhalda og byggja upp innviði umferðarkerfisins á fimm ára tímabili er því 257.760 milljónir króna. Með öðrum orðum þá eru tæpir 258 milljarðar króna sem innheimtir eru af eigendum ökutækja ekki notaðir til viðhalds og uppbyggingar innviða í samgöngukerfinu, heldur í EITTHVAÐ ANNAÐ. Hefði mátt koma í veg fyrir mikið tjón vegna umferðarslysa Ef meira fjármagn hefði verið notað til vegamála hefði trúlega mátt koma í veg fyrir fjölda banaslysa og annarra alvarlegra slysa. Þá hefði líklega mátt komast hjá umtalsverðum hluta af þeim gríðarlegu útgjöldum sem eru slysunum samfara fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Hefði dugað til að byggja tvo spítala og kaupa þyrlur að auki Fyrir þessa upphæð sem ekki var notuð til að byggja upp og halda við innviðum vegakerfisins hefði líka mátt byggja tvo spítala af fullkomnustu gerð og kaupa nokkrar nýjar þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna sem dreifa hefði mátt í alla landshluta – en það var ekki heldur gert. Nú er talað um að það kosti um 70 milljarða að byggja háskólasjúkrahúsið við Hringbraut [sem er miðað við upphaflegar forsendur þó aðeins hluti endanlegs kostnaðar]. Ein ný Super Puma björgunarþyrla frá Airbus kostar líklega um 2 til 2,8 milljarða króna (15–27 milljónir dollara, allt eftir búnaði). Eurocopter EC225 Super Puma kostar um 18 milljónir dollara sem farþegavél. Einnig mætti kaupa fleiri tegundir eins og rússneskar þyrlur en Rússar eru einna öflugustu þyrluframleiðendur í heimi. Má þar t.d. nefna Kazan Mi-17 II sem kostar um 18 milljónir dollara og Kamov Ka-27 sem kostar 14,5 milljónir dollara. Nú eða hina bandarísku Sikorsky HH-3F Pelican, sem kostar um 19 milljónir dollara. Þjóðhagslegur sparnaður af bættum vegamannvirkjum Ef tekjur ríkissjóðs af ökutækjum eru skoðaðar í öðru samhengi, þá hefur þráfaldlega verið bent á augljósan hag ríkisins af því að halda uppi góðu vegakerfi og leggja í það umtalsvert meiri fjármuni en nú er gert. Beinn þjóðhagslegur hagur ríkisins yrði gríðarlegur ef horft er á tölur um kostnað vegna slysa sem draga mætti verulega úr með endurbótum á vegakerfinu. Auk þess er auðvelt að sýna fram á að bætt vegakerfi dragi úr eldsneytiseyðslu, minnki mengun og dragi stórlega úr tjóni af skemmdum og sliti á ökutækjum. Þjóðhagslegur sparnaður yrði án efa verulegur og langtíma ávinningur mikill. „Eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar“ Vilhjálmur Árnason alþingismaður ritaði nýlega áhugaverða grein í tímaritið Þjóðmál þar sem hann ræðir um samgöngumál sem eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar. Þar segir hann m.a.: „Umferðarslys eru tíunda algengasta dánarorsök í heiminum, en 1,3 milljónir manna láta lífið árlega í umferðarslysum.“ Bendir hann á að Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin, WHO hafi m.a. beint athyglinni að alvarleika þessa máls og hafist handa við herferð um umferðaröryggi undir nafninu „Decade of Action“, eða áratugur aðgerða. Segir Vilhjálmur að margar tilraunir hafi verið gerðar til að meta kostnaðinn af umferðarslysum, bæði á Íslandi og erlendis. Samkvæmt slysaskráningu Samgöngustofu slasist alvarlega eða láti lífið í umferðinni hér á landi að meðaltali 200 manns á ári og um 1.400 slasist minni háttar. „Þetta eru slys sem skilja eftir sig mikinn harmleik í samfélaginu og skilja oft á tíðum ungt og efnilegt fólk eftir örkumla eða verða til þess að það kveður heiminn langt fyrir aldur fram.“ Vilhjálmur vísar einnig til fyrir spurnar á Alþingi til heilbrigðisráðherra þann 18. desember 2015. Þar var spurt um kostnað heilbrigðiskerfisins vegna umferðarslysa hérlendis. Kostnaður af hverju banaslysi mörg hundruð milljónir króna Í svari heilbrigðisráðherra kom fram að umferðarslys væru ein af sex algengustu orsökum innlagna á sjúkrahús. Þær væru um 8% af komu og innlögnum á Landspítalann. Þá kæmu 100 einstaklingar, eða um 10% af heildarfjölda sjúklinga, til meðferðar á Reykjalundi vegna umferðarslysa. Í svarinu er einnig vísað til skýrslu eftir Harald Sigþórsson og Vilhjálm Hilmarsson frá því í maí 2014. Þar kemur fram að kostnaður sem hlýst af hverju banaslysi á verðlagi ársins 2013 er metinn 659,6 milljónir króna. Af hverju alvarlegu slysi var kostnaðurinn þar metinn á 86,4 milljónir króna. Heildarkostnaðurinn af umferðarslysum á árinu 2013 var metinn 48.486 milljónir króna. Segir Vilhjálmur í grein sinni að þetta komi heim og saman við útreikninga sem ýmsir hafi notað hér á landi og í öðrum löndum við mat á kostnaði af umferðarslysum. Þar sé miðað við að kostnaðurinn geti verið um 2 til 2,5% af landsframleiðslu á ári. Vilhjálmur bendir á að rétt sé að árétta að ekki verði allur sá kostnaður sem skapast vegna umferðarslysa metinn til fjár, eins og ástvinamissir og samfélagslegur skaði. Í kringum hvern einstakling sem slasast í umferðinni geti staðið fjöldi fólks sem slysið hefur líka áhrif á. Niðurbrot vegakerfisins eykst mjög hratt vegna örrar fjölgunar ferðamanna Hafa ber í huga að þetta eru tölur frá árinu 2013 þegar heildarfjöldi ferðamanna sem komu til landsins voru rúmlegar 807 þúsund. Síðan hefur ferðamönnum fjölgað verulega og nær allir fara þeir út í umferðina. Það þarf engan sérfræðing til að sjá að þetta hefur stóraukið slit vegakerfisins. Því hefði nú kannski verið skynsamlegt af stjórnvöldum að láta sérfræðinga í burðarþoli og sliti vega meta álagsaukninguna og hvað þörf sé á miklum fjármunum árlega til að koma í veg fyrir slíkt niðurbrot. Frá árinu 2013 má gera ráð fyrir að vegna gríðarlega aukins álags á þjóðvegum landsins þá leiði það til aukningar á alvarlegum umferðarslysum. Það höfum við reyndar verið illilega minnt á í fréttum að undanförnu af ítrekuðum stórslysum. Þar hefur Landspítalinn okkar margsinnis farið yfir öll skynsamleg þolmörk og hefur það bitnað á öðrum sjúklingum. Þar hljóta menn líka að fara að horfa á það alvarlegum augum að vera með slíkan neyðarspítala staðsettan í botnlanga og í flöskuhálsi mestu umferðarsúpu landsins. Vonandi auðnast fólki að fara að ræða það af vitrænni skynsemi en ekki út frá einhverjum þröngum flokkspólitískum rétttrúnaðarkreddum. Án efa neyðast menn til að hugsa dæmið upp á nýtt ef ekki á illa að fara. Þar hlýtur að koma til álita að skipta starfseminni upp og hafa í það minnsta hluta af sérhæfðri neyðarþjónustu í öðrum nýjum spítala sem yrði með mun betra aðgengi og liggi betur við helstu samgönguæðum. Ríflega fjórföldun ferðamanna á átta árum Á árinu 2010 var heildarfjöldi ferðamanna sem hingað kom tæplega 498 þúsund og 566 þúsund árið 2011. Árið 2012 voru ferðamennirnir tæplega 673 þúsund, rúmlega 807 þúsund árið 2013, rúmlega 997 þúsund árið 2014. Þeir voru orðnir tæplega 1,3 milljónir árið 2015 og tæplega 1,8 milljónir árið 2016. Þá komu nærri 2,2 milljónir ferðamenn til Íslands á árinu 2017 samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Kostnaður vegna umferðarslysa fer líklega yfir 73 milljarða í ár Ef áætluð landsframleiðsla á árinu 2017 er 2.617 milljarðar króna, þá er 2,5% áætlaður kostnaður vegna umferðarslysa samtals rúmir 73 milljarðar króna. Það er nánast sama upphæð og gert er ráð fyrir í fjárlögum ársins 2018 að innheimta af eigendum ökutækja. Það er nærri 3,5 sinnum meira en verja á til viðhalds og nýbygginga í vegakerfinu á árinu 2018. Það er því mikið til vinnandi að ná þessum kostnaði niður með verulegum umbótum á vegakerfinu. Allt annað hlýtur að teljast algjörlega óásættanlegt og í raun stóralvarlegur hlutur og glapræði í öllum skilningi. Bandarísk Sikorsky HH-3F Pelican. Allt eru þetta þyrlur sem m.a. hefði verið mögulegt að kaupa fyrir fjármuni sem innheimtir eru af bifreiðaeigendum en hafa ekki verið notaðir í vegagerð. Rússnesk Kazan Mi-17 II. Frönsk/evrópsk Eurocopter EC225 Super Puma. Rússnesk Kamov Ka-27. Vilhjálmur Árnason. skarið varðandi val á veglínu um Gufudalssveit. Þar hefur hver ráðherrann þar í framkvæmdir. ynd / MÞÞ Af Dynjandisheiði. Þótt nú sé verið að vinna við langþráð Dýrafjarðargöng engin arðsemi af gerð Dýrafjarðarganga. Mynd / HKr. Götótt slitlag veldur miklum þjóð- hagslegum skaða vegna tjóns á bílum og slysa á fólki.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.