Bændablaðið - 25.01.2018, Page 22

Bændablaðið - 25.01.2018, Page 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. janúar 2018 Verið er að reisa kjúklingabú í Kína sem hýsa mun 100 milljón hænsnfugla til kjötframleiðslu. Gert er ráð fyrir að ársframleiðslan verði um 200.000 tonn á ári og verður slátrun og fullvinnsla afurða í tengslum við búið. Framkvæmdir við búið eru þegar hafnar og er það staðsett skammt utan við borgina Hengshui í Hebei í Norður-Kína. Í yfirlýsingu frá borgaryfirvöldum í Hengshui segir að búið verði mikil lyftistöng bæði fyrir borgina og svæðið í heild þar sem mörg störf skapist í og í kringum kjúklingabúið. Búið er reist í samvinnu við stjórnvöld í Kína og sagt vera hluti af áætlun stjórnvalda til að draga úr fátækt í Kína og tryggja fæðuöryggi. Markaður fyrir kjúklingakjöt í Kína er mikill og eykst ár frá ári. Fyrirtækið sem stendur að baki byggingu búsins heitir Charoen Pokphand Food. Það er með höfuðstöðvar í Taílandi og er þetta annað stóra kjúklingabúið sem það reisir í Kína. Auk kjúklingaframleiðslu og vinnslu hefur Charoen Pokphand ítök í smásöluverslun, bankastarfsemi og lyfjaframleiðslu í Kína og víðar í Asíu. Önnur stórtæk kjúklinga- framleiðslufyrirtæki í Kína eru Guangdong Wens Foodstuff Co og Tongwei Group. /VH Fljúgandi brennuvargar: Fuglar kveikja elda Rannsóknir á atferli fugla í Ástralíu staðfesta að ákveðnar tegundir ránfugla eru ábyrgar fyrir útbreiðslu sinubruna og að fuglarnir eigi það einnig til að kveikja eldana sjálfir. Safnað hefur verið fjölda frásagna frá sjónarvottum sem segjast annaðhvort hafa séð ránfugla, til dæmis fálka, lækka flugið og grípa með sér glóandi grein og sleppa henni yfir svæði þar sem enginn eldur logar. Sinubrunar af völdum eldinga eru algengir í Ástralíu og af frásögnunum að dæma hafa fuglarnir lært að notfæra sér eldinn til að lokka fram bráð úr felustað sínum þar sem fuglarnir sitja fyrir henni. Innfæddir Ástralíubúar hafa lengi sagt að fuglarnir, sem þeir kalla eldfálka, eigi það til að kveikja elda með þessum hætti. Fram að þessu hefur verið litið svo á að frásagnir þeirra séu hluti af þjóðtrú en eigi ekki við rök að styðjast. Að söng ástralsks slökkviliðs- manns kann atferli fuglanna að skýra af hverju sinu- og kjarreldar virðast stundum kvikna og breiðast út af sjálfu sér í nágrenni og stundum töluverðari fjarlægð, allt að kílómetra, frá öðrum eldum. /VH Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna UTAN ÚR HEIMI Í kjúklingabúi sem er verið að reisa í Kína verða aldir 100 milljón fuglar á ári til kjötframleiðslu. Risakjúklingabú í Kína: 100 milljónir fugla til kjötframleiðslu Ástralskur eldfálki. Leirherinn Qin Shihuang Di, fyrrverandi keisara, í Xian er eitt þeirra undra í Kína sem skoðað verður í ferðinni. Kínaklúbbur Unnar: Kínaferð Unnar á ári hundsins Unnur Guðjónsdóttir, sem stendur fyrir Kínaklúbbi Unnar, hefur staðið fyrir fjölda áhugaverðra ferða til Kína undanfarin ár. Að þessu sinni býður Kínaklúbburinn upp á 19 daga fróðleiks- og skemmtiferð til Kína á ári hundsins. Þetta verður 39. hópferðin sem hún skipuleggur og leiðir um Kína. Unnur segðir að ferðin verði farin dagana 25. maí til 12. júní næstkomandi. „Þrátt fyrir að dagskrá ferðarinnar sé digur er ferðin ekki erfið. Fólk á öllum aldri og einnig börn hafa bæði gagn og gaman af þessari ferð. Kína breytist óðfluga, svo ef fólk vill sjá eitthvað af gamla Kína þá er um að gera að bíða ekki með að fara þangað.“ Í ferðinni verða borgirnar Shanghai, Suzhou, Tongli, Guilin, Yangshuo, Xian og Beijing heimsóttar. Farið verður í skemmtisiglingu á Li-fljótinu og gengið á Kínamúrinn. Að sögn Unnar er heildarverð á mann 660 þúsund krónur og er þá allt innifalið, það er að segja full dagskrá samkvæmt ferðaskrá, gisting í tvíbýli á 4 til 5 stjörnu hótelum, fullt fæði með máltíðardrykkjum, skattar og gjöld, staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar. Hún segir að 100 þúsund krónur bætist við hótelkostnaðinn kjósi fólk að vera í einbýli. /VH

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.