Bændablaðið - 25.01.2018, Síða 42

Bændablaðið - 25.01.2018, Síða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. janúar 2018 Árin 1994–1995 var gert átak í því að skrá niður fjósgerðir hér á landi og úr varð töluvert stórt gagnasafn sem var gert upp árið 1998. Eftir það varð hlé á samantekt um fjósgerðir en árið 2003 lagðist Landssamband kúabænda í þá vinnu að endurgera gagnagrunninn og var hann víkkaður út og náði einnig yfir mjaltatækni fjósanna. Frá þeim tíma hefur LK staðið fyrir útgáfu, annað hvert ár, á skýrslu sem byggir á uppgjöri úr þessum gagnagrunni og nú er komin út áttunda skýrsla þessa efnis. Líkt og fyrri skýrslur þá byggir úrvinnsla skýrslunnar á gögnum úr framangreindum gagnagrunni ásamt skýrsluhaldsupplýsingum auk þess sem upplýsingar um fjósgerðir og mjaltatækni byggja á persónulegri þekkingu ótal margra sem leitað var til. 573 fjós í framleiðslu Í skýrslunni kemur fram að í árslok 2017 voru 573 fjós í mjólkurframleiðslu á Íslandi en haustið 2007 voru þau 720 og hefur fjósum því fækkað um 147 á síðasta áratug eða um 20,4%. Ef litið er til þróunarinnar síðustu tvö ár þá hefur fjósum hér á landi fækkað um 45 eða 7,3%. Þessi þróun hér á landi er afar áþekk þeirri þróun sem á sér stað um alla Evrópu þar sem fjósum hefur verið að fækka um 4-8% á ári en þrátt fyrir það hefur mjólkurframleiðslan ekki dregist saman þar sem þau bú sem eftir standa bæta við sig í framleiðslu eða fjölda kúa. Básafjós ekki lengur ráðandi Undanfarna áratugi hafa orðið gríðarlega miklar breytingar í húsvist íslenskra mjólkurkúa frá því að flestar kýr hafi verið hýstar í básafjósum yfir í að vera hýstar í lausagöngufjósum og hefur meirihluti kúnna nú í nokkur ár verið í lausagöngufjósum. Básafjósin voru þó ráðandi í fjölda, enda oftast töluvert minni en lausagöngufjósin. Þeim hefur þó fækkað hratt undanfarin ár og eru nú 275 talsins eða 48% af heildarfjölda fjósa á Íslandi. Er því svo komið nú að þau eru ekki lengur ráðandi hér á landi og hafa lausagöngufjósin nú tekið við sem algengasta fjósgerðin á Íslandi. Þessi breyting hefur gengið afar hratt fyrir sig eins og sjá má á mynd 1 og má nefna sem dæmi að fyrir áratug var hlutfall þessara fjósa 70,3% og sé farið rúmlega tvo áratugi aftur í tímann var hlutfall þessarar fjósgerðar 96,4% hér á landi. Básafjós með rörmjaltakerfi eru þó enn algengasta fjósgerðin eða 220, sé litið undirflokkunar á grunni mjaltatækni og næst algengasta gerðin er lausagöngufjós með mjaltaþjóni eða 180 talsins. Líklegt má telja að við gerð næstu skýrslu, verði hún gerð eftir tvö ár líkt og verið hefur, þá muni síðar fjósgerðin hafa náð yfirhöndinni. Enn vélfötukerfi í notkun Í skýrslunni er fjósgerðum skipt upp í tvo yfirflokka og samtals fimm undirflokka þar sem yfirflokkarnir eru annars vegar básafjós og hins vegar lausagöngufjós. Undirflokkar þessara tveggja fjósgerða taka svo mið af þeirri mjaltatækni sem er í notkun í fjósunum. Niðurstöðurnar má sjá í töflu 1, en þar kemur fram að frá árinu 2007 hefur básafjósum fækkað verulega eða úr 504 í 275 eða um 45%. Á sama tíma tíma hefur lausagöngufjósum fjölgað úr 214 í 298 sem er rúmlega 39% aukning á liðnum áratug. Veigamesta breytingin á þessum 10 árum er auðvitað mikill framgangur fjósa með mjaltaþjóna. Á þeim tíma hefur fjósum á Íslandi fækkað um tæplega 150 fjós en á sama tíma hefur mjaltaþjónafjósum fjölgað um rúmlega 100. Meðalnyt mjaltaþjónafjósa langhæst Þegar skoðað er samhengi afurða, samkvæmt skýrsluhaldi RML, og fjósgerða kemur ekki á óvart að fjós með mjaltaþjónum eru lang afurðahæst á landinu og er það í samræmi við fyrri uppgjör undanfarin ár. Tekið skal fram að við þessa útreikninga er alltaf notað uppgjör allra búa í árslok uppgjörsársins, óháð því hvor þau hafi skipt um mjaltatækni á árinu eða ekki. Þá koma sum bú ekki til uppgjörs vegna vanskila á Landbúnaðarráðuneyti Banda- ríkjanna (USDA) telur að nokkur aukning verði í kjötframleiðslu þar í landi á árinu 2018, eða á bilinu 1,8 til 2,8%, en mismunandi eftir greinum. Greinilega er þó búist við eitthvað aukinni ásetningu í nautgriparækt og að minna verði því framleitt af kálfakjöti en á síðasta ári og að framboð þess minnki um 3%. Landbúnaðarráðuneytið gerir einnig ráð fyrir að eggjaframleiðsla aukist um 1,8% á árinu, en það er heldur minni aukning en var á síðasta ári. Er það rakið til heldur versnandi afkomu. Þá er líka búist við hægt vaxandi framleiðslu á kjúklingakjöti en stöðugri afkomu í greininni. Útflutningur á nauta- og kálfakjöti frá Bandaríkjunum á árinu 2016 jókst verulega frá árinu 2015 og einnig á fyrri hluta árs 2017. Er það vegna aukinnar eftirspurnar og ekki síður vegna lækkandi kjötverðs í Bandaríkjunum og lækkandi gengi dollars. Að sama skapi dró verulega úr innflutningi nautakjöts til Bandaríkjanna. Búist er við að lokatölur á innflutningi nauta- og kálfakjöts á árinu 2017 verði ríflega 1,2 milljónir tonna. Þá er búist við lítils háttar aukningu á innflutningi nautakjöts á árinu 2018 og að hann fari í tæplega 1,3 milljónir tonna. Innflutningur á nautgripum á fæti er talinn aukast á árinu 2018 að mati USDA eftir samdrátt á síðasta ári. Spá USDA fyrir mjólkur- framleiðsluna er að 2,4% aukning verði í þeirri grein og að framleidd verði nær 100 milljónir tonna á árinu 2018. Varðandi svínaræktina er gert ráð fyrir að afkastageta sláturhúsa á kornbelti Bandaríkjanna aukist á síðari hluta ársins. Búist er við að kjötframleiðslan í greininni aukist um 3,3% og fari í 26,9 milljarða punda, eða í ríflega 12 milljónir tonna. Aukið kjötframboð hefur leitt til lækkunar á afurðaverði og er nú m.a. spáð um 3% lækkun á galtakjötsverði. Auknu framboði og lækkandi verði hafa bændur reynt að mæta með auknum útflutningi. Þannig jókst útflutningur á svínakjöti frá Bandaríkjunum um 17% á fyrsta ársfjórðungi 2017. /HKr. Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Kálflugudúkar Við tökum við pöntunum á kálflugudúk til 15. mars n.k. Garðyrkjubændur athugið! Við tökum við pöntunum á kálflugudúk til 15. mars n.k. Stærðir: 13x100m og 13x200m 2017 Árskýr, meðaltal Básafjós með fötukerfum Básafjós með rörmjaltakerfum Básafjós með mjaltabásum Lausagöngufjós án mjaltaþjóna Lausagöngufjós með mjaltaþjónum 2007 2017 Breyting Básafjós m. fötukerfum 13 4 -69% Básafjós m. rörmjaltakerfum 422 220 -48% Básafjós m. mjaltabásum 69 51 -26% Lausagöngufjós án mjaltaþjóna 140 118 -16% Lausagöngufjós m. mjaltaþjónum 74 180 143% Annað 2 0 Samtals: 720 573 -20% Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Lausagöngufjós algengasta fjósgerðin á Íslandi Bandaríkin: Búist við aukinni kjöt- og mjólkurframleiðslu í ár Mynd 1: Hlutfallsleg skipting fjósgerða 1994–2017.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.