Bændablaðið - 25.01.2018, Page 45

Bændablaðið - 25.01.2018, Page 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 25. janúar 2018 í Blönduhlíð í Skagafirði, dóttir Lykils 02003. Lotta bar sínum sjötta kálfi 30. október 2016 og fór hæst 44 kg dagsnyt á mjólkurskeiðinu en hún skilaði 13.022 kg á árinu með 3,24% fitu og 3,35% prótein. Skráðar æviafurðir Krónu eru 54.238 kg. Alls skiluðu 77 kýr afurðum yfir 11.000 kg og þar af 27 yfir 12.000 kg. Árið 2016 náði 71 kýr nyt yfir 11.000 kg. Af þeim kúm sem enn eru á lífi í dag státar nú Vorkoma 534 í Garði í Eyjafirði af mestum æviafurðum eða 93.454 kg. Þessi kýr er fædd á Torfufelli í Eyjafirði 7. maí 2004, dóttir Prakkara 96007, en flutti aðsetur sitt að Garði strax að lokinni mjólkurfóðrun eða við þriggja mánaða aldur. Hún er því á sínum 15. vetri en fyrsta kálfi bar hún 24. september 2006 og hún bar 10. sinni á nýársdag 2017. Mestum afurðum á einu almanaksári náði hún 2014 þegar hún mjólkaði 9.405 kg en afurðamesta mjólkurskeið hennar, í það minnsta hingað til, var það þriðja þegar hún mjólkaði 11.332 kg. Skammt á eftir Vorkomu í æviafurðum er Braut 112 á Tjörn á Skaga, dóttir Stígs 97010. Braut er fædd 12. september 2005 og átti sinn fyrsta kálf 23. október 2007 en alls hefur hún borið 10 sinnum að meðtöldum tveimur fósturlátum. Þrátt fyrir þau áföll er Braut nú búin að mjólka 91.300 kg mjólkur en mestum afurðum á einu almanaksári náði hún 2011, 10.961 kg. Mestum afurðum á einu mjólkurskeiði, í það minnsta hingað til, náði hún á því fimmta, 14.630 kg. Endist þessum kúm aldur og heilsa til gætu þær rofið 100 þús. kg múrinn á komandi misserum en þær eru báðar með fangi og eiga að bera með vorinu. Rétt er að geta þess að mjög fáar íslenskar kýr hafa náð 100 þús. kg æviafurðum enda hlýtur það að teljast allmikið afrek í stofni þar sem meðalafurðir á ári eru ríflega 6.000 kg og afurðahæstu kýr mjólka 13-14 þús. kg. Núverandi Íslandsmet í æviafurðum á Mókolla 230, Snarfaradóttir 93018, á Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð, 117.635 kg. Á síðastliðnu ári var ein af þeim afrekskúm sem oft hefur prýtt lista afurðahæstu kúa landsins felld. Laufa 1089 í Flatey í Hornafirði var felld í desember s.l. og hafði þá mjólkað frá því í september 2005 er hún bar sínum fyrsta kálfi. Laufa var fædd 8. apríl 2004 í Einholti í Hornafirði, dóttir Fróða 96028, en flutti í Flatey 2008. Skráðar æviafurðir hennar eru 91.720 kg á 11 mjólkurskeiðum. Toppnum náði hún á 8. mjólkurskeiði er hún mjólkaði 13.534 kg en mestu afurðir á einu almanaksári voru 13.121 kg árið 2014 en það ár náði hún sinni mestu dagsnyt, 49 kg, og stóð afurðahæst allra kúa á landinu. Mjólkurframleiðendum öllum, en ekki síst ábúendum á Brúsastöðum og Innri-Kleif, óskum við til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum samstarfið á liðnu ári. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Fjöldi Afurðir Bú - árslok 2017 Skýrsluhaldarar árskúa kg/árskú 560112 Brúsastaðir 8.937 650231 Hóll 8.356 660104 Gautsstaðir 8.269 570627 Flugumýri 8.205 870909 Skáldabúðir 8.183 350513 Hvanneyri 8.180 860103 Ytri-Skógar 8.179 560153 Steinnýjarstaðir 8.170 370179 Hraunháls 8.124 570656 Kúskerpi 8.115 651110 Grænahlíð 8.047 870840 Reykjahlíð 8.023 570925 Garðakot 8.019 650926 Moldhaugar 8.010 660519 Stóru-Tjarnir 8.005 Eitt af því sem gerir ræktun sauðfjár bæði að skemmtilegu viðfangsefni og möguleikana mikla á hröðum erfðaframförum í ákveðnum eiginleikum er hve ættliðabilið er stutt, skýrsluhaldið öflugt og aðgengi að upplýsingum gott í sauðfjárrækt hér á landi. Við getum fengið úr því skorið strax næsta haust, hvort fallegi lambhrúturinn sem stigaðist svo vel í haust sé verðugur kynbótahrútur. Þetta er jú það sem allir sauðfjárræktendur vita og margir nýta sér, en mættu þó fleiri nota lambhrútana með skipulegri hætti. Tilgangurinn með því sem við getum kallað fullgildar afkvæmarannsóknir samkvæmt reglum sem settar eru af fagráði í sauðfjárrækt er að hvetja til þess að hrútar séu metnir á sem öruggastan hátt á grunni afkvæmadóms og að hvetja til skipulagðrar notkunar á lambhrútum þannig að sem raunhæfastur afkvæmadómur fáist strax á hrútana veturgamla. Þá byggja afkvæmarannsóknirnar á ýtarlegri upplýsingum en bara kjötmatsniðurstöðum og fallþunga, þar sem stigun og ómmælingar á lifandi lambum mynda einn þátt afkvæmadómsins. Ómmælingin veitir mikilvægar viðbótaupplýsingar við kjötmatið um raunveruleg skrokkgæði og er tól sem hefur hjálpað okkur mikið í því að framleiða betri vöru. Síðan þarf að horfa til þess hvernig við þróum þessa vinnu áfram á næstu árum, bæði hvað varðar eiginleika sem hugsanlega er ástæða til að taka inn í ræktunarstarfið og aðferðir sem leyst geta núverandi aðferðir af hólmi við mat á kynbótagildi. Vel útfærðar afkvæmarannsóknir verða þó um sinn eitt af okkar notadrjúgu verkfærum í sauðfjárræktinni sem nýtist til að gera framleiðsluna betri og hagkvæmari. Afkvæmarannsóknir 2017 Í ár voru 82 afkvæmarannsóknir sem teljast fullgildar og styrkhæfar samkvæmt reglum fagráðs í sauðfjárrækt. Krafan er m.a. að í samanburði séu að lágmarki 5 hrútar, þar af a.m.k. 4 veturgamlir og hver þeirra eigi að lágmarki 8 afkvæmi af sama kyni sem hafa verið ómmæld og stiguð og 15 afkvæmi með kjötmatsupplýsingar. Þá er mælst til þess að hrútarnir hafi verið notaðir á sem jafnasta ærhópa og allt framkvæmt með þeim hætti að samanburðurinn sé sem réttastur. Afkvæmahóparnir voru alls 638 og þar af 377 undan veturgömlum hrútum. Þetta er samdráttur frá því í fyrra en þá voru afkvæmahóparnir alls 845. Samdráttur var í skoðun gimbra sl. haust, sem væntanlega er afleiðing af þeim afkomubresti sem varð í greininni og því færri hrútar sem uppfylltu skilyrði um nægan fjölda ómmældra afkvæma. Af helstu toppum Í meðfylgjandi töflu er að finna lista yfir þá hrúta sem gera mest útslag á sínum búum samkvæmt heildareinkunn. Heildareinkunnin er með jöfnu vægi á niðurstöður kjötmats, fallþunga og niðurstöðum úr líflambaskoðun en þar vegur ómmælingin mest. Þeir hrútar sem hér birtast sýna allir mikla yfirburði, en þó verður að horfa á þessar niðurstöður með þeim fyrirvara að um er að ræða samanburð innan búa. Sá hrútur sem er með afgerandi hæstu einkunn út úr afkvæmarannsóknum haustið 2017 er hinn veturgamli Spakur 16-302 sem var í samanburði í Innri-Múla, Barðaströnd. Spakur kemur frá hinu öfluga fjárræktarbúi, Broddanesi 1. Á bak við Spak standa öflugir heimahrúar í Broddanesi, en Spakur er sonur Svala 14-071 og dóttursonur Dabba 10-162. Yfirburðir Spaks koma fram í frábærri gerð sláturlamba sem jafnframt eru hóflega feit og gerir Spakur mest útslag allra hrúta landsins í kjötmatshluta afkvæmarannsóknarinnar og þeim hluta er byggir á skoðun lifandi lamba. Sá hrútur sem raðast annar samkvæmt heildareinkunn er fullorðinn hrútur, Höfðingi 13-041, sem var í samanburði á Hólum í Dýrafirði. Höfðingi er frá Borg/ Mjólká í Arnarfirði. Faðir hans er Þór 10-209 frá Minni-Hlíð, sonur Ats 06-806. Næstir koma hálfbræðurnir Frami 16-007 og Fleki 16-006 frá Hlíð í Hörðudal, en þeir voru þó í sitthvorri afkvæmarannsókninni. Frami var notaður á Stóra- Vatnshorni í Haukadal en Fleki heima í Hlíð. Báðir þessir hrútar virðast frábærir lambafeður. Faðir þeirra hét Dúddi 14-699, kenndur við Ós við Akranes. Dúddi var notaður í Hlíð í fyrra og sýndi þá fádæma yfirburði sem skiluðu honum hæstu einkunn allra hrúta sem þá voru í afkvæmarannsóknum. Dúddi lifði aðeins eina fengitíð en skilur eftir sig hóp af bráðefnilegum sonum. Dúddi var ættaður frá Oddstöðum í Lundarreykjadal í móðurætt en faðir hans, Sproti 12-685, var undan Kvisti 07-866 frá Klifmýri og á frá Hesti. Í vetur er afkvæmaprófun vegna sæðingastöðvanna haldin á Stóra-Vatnshorni þar sem Frami og Fleki etja kappi ásamt öðrum öflugum hrútum af svæðinu og eru í þeim hópi fleiri afkomendur Dúdda. Fimmti hæsti hrúturinn úr afkvæmarannsóknunum er Olli 16-446 frá Hvammi í Lóni, Hornafirði og sýndi sá hrútur mikla yfirburði á öllum sviðum fram yfir aðra hrúta í Hvammi. Olli er sonur Dreka 13-953 frá Hriflu og móðurföðurfaðir hans er Þróttur 08-871 frá Fremri-Hlíð. Af öðrum athyglisverðum hrútum má nefna Muninn 16-146 frá Ysta-Hvammi í Aðaldal en ef hrútum er raðað upp eftir einkunn fyrir kjötmat þá er hann annar í röðinni af öllum hrútum sem gerðir voru upp í þessum afkvæmarannsóknum. Þessi hrútur er sonur Þórs 13-149 sem hefur verið einn öflugasti lambafaðir búsins síðustu ár en Þór er sonur Áss 09-877 frá Skriðu. Sá hrútur sem hlaut þriðju hæstu einkunn úr kjötmatshlutanum er Hringur 13-053 frá Smáhömrum, en hann var notaður í Tröllatungu og stendur þar efstur hrúta. Hringur er hyrndur hrútur, faðir hans er Hergill 08-870 frá Laxárdal og móðurfaðir Papi 04-964 frá Bjarnastöðum. Það eru 13 stöðvahrútar sem eiga 10 syni eða fleiri í afkvæmarannsóknum. Kölski 10-920 á flesta, eða 20 talsins. Af þessum hrútum eru það synir Saums 12-915 sem hafa að jafnaði hæstu heildareinkunn og jafnframt hæstir í í kjötmatshlutanum, Hvati 13-926 á þá syni sem að jafnaði standa sig best í líflambahlutanum og Börkur 13-952 þá syni sem mestan vænleika gefa. Niðurstöður allra afkvæmarannsókna er gerð skil inn á heimasíðu RML þar sem að vanda fylgja umsagnir ráðunauta varðandi þá gripi sem athygli vekja. Eyþór Einarsson ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt ee@rml.is Bær Nafn Númer Faðir Nafn Faðir Númer Eink. Fallþ. Eink. kjötmat Eink. líflömb Eink. Heild Fallþ. Gerð Fita Ómv. Ómf. Læri Aldur Innri-Múli, Barðaströnd 145,6 Hólar, Dýrafirði 136,5 Stóra-Vatnshorn, Haukadal 132,5 Hlíð, Hörðudal 129,8 Hvammur, Lóni 127,8 Bárðartjörn, Grýtubakkahreppi 127,5 Jörvi, Kolbeinsstaðahreppi 127,1 Hólar, Dýrafirði 126,8 Litlu-Reykir, Reykjahverfi 125,9 Miðdalur, Svartárdal, Skag. 125,6 Nýpugarðar, Hornafirði 125,6 Gillastaðir, Laxárdal 124,5 Kollsá 2, Hrútafirði 124,0 Forsæludalur, Vatnsdal 123,9 Ysti-Hvammur, Aðaldal 123,8 Hólar, Dýrafirði 123,4 Ríp, Hegranesi 123,2 Staðarhraun, Hraunhreppi 123,2 Tröllatunga, Steingrímsfirði 122,9 Kjarni, Eyjafirði 122,8 Innri-Múli, Barðaströnd 122,6 Forsæludalur, Vatnsdal 122,1 Nýpugarðar, Hornafirði 121,7 Forsæludalur, Vatnsdal 121,6 Þóroddsstaðir, Hrútafirði 121,4 Nýpugarðar, Hornafirði 121,2 Hlíð, Hörðudal 121,1 Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2017: Vel útfærðar afkvæmarannsóknir auka erfðaframfarir

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.