Bændablaðið - 15.11.2018, Qupperneq 6

Bændablaðið - 15.11.2018, Qupperneq 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 20186 Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum lesanda þessa blaðs að deilur standa um tollvernd á landbúnaðarvörum og reglur sem um innflutning þeirra gilda. Dómar hafa fallið hér heima og erlendis þar sem lagt er fyrir íslensk stjórnvöld að markaðsöflin eigi að vera ofar öllu. Heilbrigðisreglur og ákvörðunarvaldið um að við sjálf eigum að ráða því hvað hingað er flutt inn eru léttvægar fundnar þegar markaðurinn ræskir sig. Að baki þeim hagsmunum standa öflugir þrýstihópar sem hafa vel efni á því að reka eins mörg dómsmál og þeim sýnist og hafa gott aðgengi að fjölmiðlum. Félag atvinnurekenda, sem með raun réttri ætti að kallast Félag heildsala, er það áberandi að margir halda að það sé málsvari atvinnulífsins í heild. Afnám tollverndar og innflutningur á hráu kjöti er meðal aðalbaráttumála félagsins. Stanslaus áróður heildsalanna dynur bæði í fjölmiðlum og í eyru þeirra sem stjórna landinu. Skiljanlega berjast þeir fyrir sínum hagsmunum og auknum gróða. Þeir sem stunda innflutning vilja auka sín umsvif, flytja inn meiri vörur og fá eitthvað fyrir sinn snúð. Þetta eru einfaldlega hagsmunir þessara fyrirtækja. Þeirra viðskiptastríð. Þau varðar ekkert um búfjár- eða lýðheilsu þegar hagnaðurinn er annars vegar. Keyptar hafa verið skýrslur til að reyna að grafa undan þeim sjónarmiðum að nokkur hætta sé á ferðum. Það má deila um hversu mikil hún er, en eitt er víst að hún verður meiri en í dag. Ef eitthvað gerist, sem ekki átti að gerast, þá mun lítið þýða að leita á náðir samtaka heildsala til að bæta það tjón sem verður. Það er ekki lengur neinn tryggingasjóður sem bændur geta leitað til vegna áfalla sem verða með þessum hætti. Verði einhver lýðheilsuáföll þá lendir það tjón á samfélaginu í heild. Nýlega voru sagðar fréttir af því að sýkingar vegna sýklalyfjaónæmra baktería hefðu valdið dauða 33.000 Evrópubúa árið 2015. Það er kannski ekki hátt hlutfall af öllum íbúum álfunnar en það má fullyrða að það velur enginn slíkan dauðdaga. Eigum við að hlýða boðvaldi að utan? Við erum svo heppin hér að við notum afskaplega lítið af sýklalyfjum í innlendri landbúnaðarframleiðslu og þannig viljum við hafa það áfram. Fyrr á þessu ári var gerð rannsókn á því hvort fyndust sýklalyfjaónæmar bakteríur í grænmeti hérlendis, bæði innlendu og erlendu. Þær fundust eingöngu í því erlenda. Neytendur höfðu ekki hugmynd um það því slíkar upplýsingar fylgja ekki með vörunum og þeir gera ef til vill ráð fyrir því að allt sé með sama hætti og hér heima. En svo er ekki raunin. Varan getur verið í fínu ásigkomulagi, litið vel út og bragðast fullkomlega, en hún er bara ekki sú sama þrátt fyrir allt framangreint. Við höfum sérstöðu á Íslandi sem er ekki sjálfgefin og verður illa eða ekki unnin aftur ef hún tapast einu sinni. Þess vegna þarf að hugsa um það af alvöru hvort núna eigi að hlýða boðvaldi að utan eða hvort við ætlum að reyna að ráða því sjálf hvernig á að haga málum hérlendis. Við stöndum líka frammi fyrir annarri sambærilegri fyrirskipun sem þrýst er á um að verði innleidd hérlendis að kröfu markaðarins. Það er hinn svokallaði þriðji orkupakki Evrópusambandsins. Margir hafa spurt sig hvers vegna verið sé að gera kröfu um að innleiða hér reglur um sameiginlegan orkumarkað ESB þegar að við erum ekki tengd honum. Um það hefur verið fjallað heilmikið hér í blaðinu og verður ekki endurtekið hér, en það hlýtur að vera stór spurning af hverju við ættum að lögleiða hér í landinu eitthvað sem enginn hefur sýnt fram á að gagnist og enginn hefur kallað eftir, bara af því að okkur berst um það tilskipun. Það hlýtur að vera spurning hvort við viljum það raunverulega. Starfsskilyrði íslensks landbúnaðar í húfi Ákvörðun um innflutning á hráu kjöti verður tekin á næstu mánuðum. Hún snýst einfaldlega um það hvort við ætlum að ákveða sjálf hvernig starfsskilyrði okkar landbúnaðar eiga að vera eða einhverjir aðrir. Svo einfalt er það. Bændasamtökin hafa haldið því fram með miklum þunga að áfram eigi að standa vörð um íslenskan landbúnað, sérstöðuna sem hann býr yfir auk eðlilegra og sanngjarnra starfsskilyrða. Þeim sem þykir litlu varða að hér sé innlendur landbúnaður hefur líkað misjafnlega við þann málflutning og reynt að slá til baka. Það má meðal annars sjá í nýlegu frumvarpi þingmanna Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar um breytingar á búvörulögum þar sem gerð er bein árás á samtökin og reynt að grafa undan stöðu þeirra sem málsvara bænda í landinu. Það lýsir vel viðhorfum flutningsmanna til landbúnaðarins að standa að svona verknaði og hefur ekki annan tilgang en að reyna að valda uppnámi og glundroða. Það er sjálfsagt að eiga samtal um landbúnaðarstefnuna en það verður ekki gert með þessu hervirki. Hafi þeir skömm fyrir sem í hlut eiga. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.500 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara kostar 5.250 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Umræður um orkupakka þrjú frá ESB hafa mjög verið að aukast að undanförnu og hafa menn verið að vakna við þá staðreynd að um stórmál kunni að vera að ræða fyrir Íslendinga. Það vekur athygli að þau sem talað hafa fyrir því að samþykktar verði lagabreytingar til að fullgilda þriðja orkumarkaðslagabálk ESB á Íslandi hafa ekki lagt fram nein rök fyrir því að Íslendingar hafi einhvern hag af þeirri innleiðingu. Þvert á móti virðast einu rökin í stöðunni þau að Íslendingar hafi þegar innleitt orkupakka númer eitt og tvö og því sé sjálfsagt framhald að innleiða pakka númer þrjú og þá væntanlega allt sem á eftir fylgir. Það er nánast verið að segja Íslendingum að þeir verði af afsala sér gríðarlegum völdum yfir allri sinni orkuumsýslu til ACER, yfirþjóðlegrar stofnunar Evrópusambandsins, – AF ÞVÍ BARA! Það hlýtur að teljast ótrúlegt dómgreindarleysi að nota það sem rök í málinu að innleiðing á gjörningi sem felur í sér jafn stórkostlegt valdaframsal og orkupakki 3 óneitanlega kallar á, hafi engin áhrif á Íslandi. Það hlýtur líka að lýsa ótrúlegri kokhreysti að standa á slíkri fullyrðingu sem felur beinlínis í sér að fjölmargir lögfræðingar í Evrópurétti og sérfræðingar í orkumálum sem hafa tjáð sig um málið, séu allir að bulla tóma þvælu. Einn af höfuðpaurum EES- samningsins fyrir Íslands hönd, Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur sagt að EES- samningurinn í dag sé að stórum hluta orðinn allt annað fyrirbæri en samið var um í upphafi. Hann varar Íslendinga eindregið við að innleiða orkupakka 3 og vill að hafist verði handa við endurskoðun EES-samningsins. Hinn 12. janúar 2018 voru liðin 25 ár síðan Alþingi samþykkti EES-samninginn. Samningurinn var fyrst undirritaður 2. maí árið 1992 í Óportó en öðlaðist gildi 1. janúar 1994. Þá undirrituðu hann sex EFTA-ríki og tólf aðildarríki ESB. Með samningnum öðluðust EFTA-ríkin, og þar með Ísland, aðild að innri markaði ESB en samningurinn mælir fyrir um hið svonefnda fjórfrelsi, það er frjálst flæði vöru, fjármagns, frjálsa þjónustustarfsemi og frjálsa för fólks auk annarrar samvinnu. Núna eiga aðeins þrjú EFTA-ríki aðild að samningnum, þ.e. Ísland, Noregur og Liechtenstein og 28 aðildarríki ESB. Önnur EFTA-ríki hafa gerst beinir aðilar að ESB, nema Sviss. Sviss treysti greinilega ekki EES- pakkanum og fór aðra leið og gerði tvíhliða samninga við Evrópusambandið. Tvíhliða samningar, eða tveggja stoða samningar, byggja á jafnvægi milli samningsaðila. EES-samningurinn var greinilega í huga Jóns Baldvins og annarra sem stóðu að þeirri samningsgerð sem samþykkt var á Alþingi 12. janúar 1993 slíkur tveggja stoða samningur. Í dag á EES-samningurinn fátt skylt með tveggja stoða samningi vegna þess, að frá gildistöku hans árið 2004 er búið að innleiða í lög hér á landi einhliða tilskipanir frá Evrópusambandinu í þúsunda vís. Það er því ekkert skrítið að Jón Baldvin telji að forsendur fyrir upphaflegum samningi séu fyrir löngu brostnar og því beri að endurskoða hann. Þarna talar maður sem ætla mætti að hefði þokkalega innsýn í málið. Rökfærslur hans bætast við rök lögfræðinga og sérfræðinga sem hafa sannarlega áður komið að því að ráða Íslendingum heilt í mikilvægum samningum. Ef menn vilja ekki hlusta á öll þau rök – hvernig í ósköpunum ætla menn þá að rökstyðja innleiðingu á einhverju sem enginn hagur er af fyrir Íslendinga? /HKr. Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – augl@bondi.is Vefur blaðsins: www.bbl.is bbl@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands sindri@bondi.is Mynd / Hörður Kristjánsson AF ÞVÍ BARA! Viðskiptastríð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.