Bændablaðið - 15.11.2018, Qupperneq 10

Bændablaðið - 15.11.2018, Qupperneq 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 201810 FRÉTTIR Herferð til að auka sölu á íslenskum vörum: Íslenskt – gjörið svo vel Samtök iðnaðarins, Samtök atvinnulífsins, Samtök verslunar og þjónustu og Bændasamtök Íslands hafa tekið höndum saman í nýju átaksverkefni sem hefur hlotið nafnið „Íslenskt – gjörið svo vel“. Tilgangur verkefnisins er að efla vitund Íslendinga á íslenskum vörum og auka stolt þeirra. Reglulega hefur verið farið í herferðir sem þessar undanfarin ár en til viðbótar við hefðbundnar leiðir verða landsmenn hvattir til að mæla með sínum uppáhaldsvörum fyrir erlenda gesti. Sigurður Eyþórsson, fram- kvæmda stjóri Bændasamtaka Íslands, segir að full þörf sé á að fara í átak þar sem vakin er athygli á uppruna íslenskra vara. ,,Bændur leggja mikla áherslu á að neytendur séu vel upplýstir um þær vörur sem þeir kaupa. Þeir eiga rétt á að vita hvaðan maturinn kemur, hvort heldur sem hann er seldur í verslunum, á veitingastöðum eða í mötuneytum. Við erum stolt af íslenskum landbúnaðarvörum og viljum gjarnan undirstrika uppruna þeirra með skýrum merkingum,“ segir Sigurður. Herferðin „Íslenskt – gjörið svo vel“ er ekki einvörðungu bundin við mat eða búvörur því allar íslenskar vörur eru undir; ýmsar iðnaðarvörur, s.s. skartgripir, fatnaður, bækur, listaverk, húsgögn og fleira. Með hverju mælir þú við þína gesti? Í s l e n d i n g a r eru gest risin þjóð og hið nýja átak gefur landsmönnum kost á að tilnefna þær vörur sem þeir myndu mæla með við erlenda gesti. Á vefsíðunni www.gjoridsvovel.is eru íslenskar vörur í aðalhlutverki. Aðilar verkefnisins hafa safnað þar saman vörum úr ýmsum áttum og bjóða landsmönnum að setja saman lista af þeim vörum sem þeir telja að enginn gestkomandi megi missa af. Þeim listum er hægt að deila á samfélagsmiðlum. Allir sem framleiða íslenskar vörur geta tekið þátt Fyrirtæki sem framleiða eða selja íslenskar vörur geta tekið þátt í átakinu. Miðað er við vörur sem uppfylla þau skilyrði sem fram koma í fánalögum. Þau fyrirtæki og þeir framleiðendur sem taka þátt í átakinu fá aðgang að myndmerki þess og geta nýtt það á umbúðir, heimasíður, samfélagsmiðla eða annað kynningarefni sitt. Samtök iðnaðarins veita verkefninu forstöðu og sjá til þess að skilyrði sem gerð eru til þátttakenda séu uppfyllt. /TB KAMBSMÁLIÐ Vorið 1953 létu yfirvöld bjóða upp dánarbú bónda á Kambi í Árneshreppi. Börnunum skyldi ráðstafað og sundrað. En 18 ára stúlka fyrirbýður að nokkurt þeirra fari. Hreppstjórinn lúp ast burt og skilur börnin eftir í reiðileysi. GALDRAMANGA Heimasæta í Árneshreppi flýr sína heima- sveit eftir að faðir hennar hefur verið brenndur fyrir galdra. Saga hins finnska verðlaunahöfundar lýsir baráttu Möngu við yfirvöld og byggir á raunverulegum at- burðum á 17. öld. Í GULLHREPPUM Í Gullhreppum segir frá þjóðsagnapersón- unni séra Þórði í Reykjadal og hinu mikla veldi Skálholtsstaðar á 18. öld. KYNNIR NÝJAR BÆKUR: Nýjar fullveldismjólkurfernur í verslunum: Forsætisráðherra tók við fyrstu fernunum í Alþingishúsinu Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra tók á dögunum á móti fyrstu fullveldisfernunum við athöfn í Alþingishúsinu. Mjólkursamsalan og afmælisnefnd um 100 ára fullveldi Íslands hafa tekið höndum saman í skemmtilegu verkefni sem snýr að því að færa 100 ára afmæli fullveldis á Íslandi nær íslensku þjóðinni. Ástæðan er sú að nú eru komnar í verslanir sérstakar fullveldisfernur með fullveldismjólk. Á fernunum prýða sex mismunandi textar og mynd- skreytingar um markverða atburði sem áttu sér stað á árinu 1918. „Mjólkursamsalan hefur allt frá árinu 1994 beitt sér fyrir eflingu móðurmálsins en mjólkurfernur eru sterkur og skemmtilegur miðill til að koma jákvæðum skilaboðum og fróðleik á framfæri. Er það von allra sem að verkefninu koma að fernurnar veki áhuga og athygli fólks á öllum aldri“, segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, framkvæmdastjóri afmælisnefndar fullveldisafmælisins. /MHH Fyrirtæki sem framleiða eða selja íslenskar vörur geta tekið þátt í átakinu „Íslenskt – gjörið svo vel“. Sigurður Eyþórsson. Vilja undanþágu frá samkeppnislögum fyrir afurðastöðvar í kjötiðnaði – Erfið staða á kjötmarkaði og samkeppni við útlönd kallar á breytingar Tveir þingmenn Fram sóknar- flokks ins, þær Halla Signý Kristjáns dóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem tilgangurinn er að undanskilja afurðastöðvar í kjötiðnaði ákvæð- um samkeppnislaga. Ástæðan er erfið staða á kjötmarkaði og vaxandi samkeppni að utan sem kalli á aukna hagræðingu og lægri kostnað. Lögð er til breyting á búvörulögum sem gerir afurðastöðvum heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Í frumvarpinu kemur fram að ráðherra skuli upplýstur um samninga og samstarf fyrirtækjanna. Jákvæð áhrif á rekstur afurðastöðva og hagstæðara verð fyrir neytendur Í greinargerð með frumvarpinu segir að flutningsmenn telji að samþykkt frumvarpsins muni hafa jákvæð áhrif fyrir afurðastöðvar og bændur og hafa í för með sér hagstæðara verð fyrir neytendur. „Tilgangurinn er að veita inn- lendum kjötiðnaði tækifæri til að hagræða og til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan. Í alþjóðlegum s a m a n b u r ð i eru innlendar afurðastöðvar í kjötiðnaði örsmáar og því ekki samkeppnishæfar við afurðastöðvar á erlendum mörkuðum sem eru mun stærri og hagkvæmari rekstrareiningar. Innlendur kjöt- iðnaður er engu síður í vaxandi samkeppni við afurðir frá erlendum mörkuðum. Afurðastöðvar í kjötiðnaði geta mjög takmarkað sameinast þar sem það er í andstöðu við ákvæði samkeppnislaga. Það skilar sér í of háum rekstrarkostnaði, háu verði til neytenda og lágu afurðaverði til bænda,“ segir í greinargerð. Kjötframleiðendur standa höllum fæti Flutningsmenn benda á að síðustu misseri hafi innflutningur á kjöti aukist umtalsvert og að innlendir aðilar standi þar höllum færi. „Samkeppnin er við erlenda framleiðendur sem eru margfalt stærri en þeir sem hér er að finna. Með frumvarpinu er því lagt til að afurðastöðvar í kjötiðnaði verði undanþegnar ákvæðum samkeppnislaga en fyrir því eru fordæmi þar sem mjólkuriðnaður er samkvæmt búvörulögum undanþeginn ákvæðum sam- keppnislaga.“ /TB Halla Signý Krist jáns dóttir. Líneik Anna Sævars dóttir. Ný fræðslumyndbönd um flokkun og meðferð ullar Ístex hefur í samvinnu við Ullarmatsnefnd, Icelandic Lamb og kvikmyndafyrirtækið Beit ehf. unnið að fimm myndböndum um flokkun og meðhöndlun ullar. Fyrsta myndbandið er tilbúið og er birt á vefsíðunni www.ullarmat.is. Í því er fjallað um flokkun á hvítri haustull. Tilgangurinn með framleiðslu myndbandanna er að fróðleikurinn nýtist bændum og rúningsmönnum til að auka verðmætasköpun í sauðfjárrækt. Á vefnum ullarmat.is má jafnframt finna ýmsan annan fróðleik sem tengist ullinni, m.a. um flokkun, ullarmat, meðferð, flutninga og ullarviðskipti. /TB Emma Eyþórsdóttir, dósent í kynbótafræði við LbhÍ, sýnir réttu Frá afhendingu fullveldisferna í Alþingishúsinu, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með nýjar fullveldisfernur, ásamt fulltrúum Mjólkursamsölunnar og afmælisnefndar fullveldis Íslands. Frá vinstri, Ásgerður Höskuldsdóttir, Gréta Björg Jakobsdóttir, Guðný Steinsdóttir, Ari Edwald, Katrín Jakobsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson Innlendur kjötiðnaður á í vaxandi erlendri samkeppni. Það kallar á aukna samvinnu og verkaskiptingu að mati þingmanna Framsóknar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.