Bændablaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 201816 Karfinn er meðal verðmætustu nytjastofna Íslendinga en það tók okkur marga áratugi að átta okkur á því að þessi rauði, litfagri fiskur er eftirsótt matvara víða um heim. Að sækja gull í greipar Ægis er orðatiltæki sem menn grípa gjarnan til þegar lýsa þarf því hve gjöfult hafið getur verið. Það er vel við hæfi að líkja sjávarauðlindinni við gull þótt hafið sé ekki gullnáma í eiginlegum skilningi. Gullið verður fyrst til í greipum þeirra sem nýta fiskinn eða önnur sjávardýr. Ýmsar dýrmætar tegundir sem nú eru eftirsóttar voru lengi vel taldar verðlausar og var hent fyrir borð áður en menn sáu tækifæri í því að nýta þær. Karfinn er gott dæmi um fisk sem lengi var vannýttur en nú skilar hann milljörðum í þjóðarbúið. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru fluttar út karfaafurðir fyrir um 11,3 milljarða króna á árinu 2017, sem eru tæp 6% af heildarútflutningi sjávarafurða. Því er óhætt að kalla karfann rauðagullið sem sótt er í greipar Ægis. Karfi er ekki bara karfi Dags daglega er oftast talað um karfa eins og um eina fisktegund sé að ræða. Málið er þó ekki svo einfalt því á Íslandsmiðum veiðast þrjár karfategundir; gullkarfi, djúpkarfi og litli karfi. Til að flækja málið enn frekar þá er djúpkarfinn tvöfaldur í roðinu ef þannig má að orði komast. Alþjóðahafrannsóknaráðið skilgreinir djúpkarfa við Ísland og úthafskarfa í Grænlandshafi sem þrjá líffræðilega aðgreinda stofna þótt þeir beri eitt og sama latneska tegundaheitið. Djúpkarfinn sem við veiðum á Íslandsmiðum er sem sagt sérstakur stofn og úthafskarfinn telur tvo stofna, efri og neðri stofn. Nú eru aðeins leyfðar veiðar á neðri stofni en hann má einkum finna á Reykjaneshryggnum utan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Hann gengur einnig inn í íslenska lögsögu þar sem íslensk skip veiða yfirleitt sinn hluta úthafskarfakvótans rétt innan lögsögulínunnar. Ein mesta veiðiþjóð karfa Íslendingar veiða einna mest allra þjóða af karfa og eru einnig ein stærsta útflutningsþjóð karfaafurða. Í u p p h a f i karfaveiða á fyrri hluta síðustu aldar veiddist nær eingöngu gullkarfi en veiðar á djúpkarfa hófust í kringum 1950. Gullkarfi og djúpkarfi eru mikilvægastir fyrir veiðar okkar en um tíma var veitt umtalsvert magn af úthafskarfa. Lítið veiðist hins vegar af litla karfa. Íslendingar stunduðu einnig umtalsverðar karfaveiðar á fjarlægum miðum svo sem við Vestur-Grænland, við Austur- Grænland og Nýfundaland á 20 ára tímabili, frá 1953 til 1972. Á nýliðnu fiskveiðiári veiddu Íslendingar 51.400 tonn af gullkarfa, 10.500 tonn af djúpkarfa, 1.140 tonn af úthafskarfa og 150 tonn af litla karfa. Samanlagt gera þetta um 63.300 tonn. Þegar best lét veiddu íslensk skip tæp 97 þúsund tonn af gullkarfa á Íslandsmiðum en það var árið 1982. Hæst fór djúpkarfaaflinn í tæp 57 þúsund tonn árið 1994. Mest veiddu Íslendingar rúm 57 þúsund tonn af neðri stofni úthafskarfa árið 1996. Þess má geta að um og eftir miðja síðustu öld og fram undir seinni hluta áttunda áratugarins veiddu erlend skip gríðarlegt magn af karfa á Íslandsmiðum. Gýtur lifandi seiðum Karfategundirnar við Ísland eru keimlíkar í útliti en þó er nokkur munur á þeim í lit, svipmóti og stærð. Tegundirnar halda sig einnig á misjöfnu dýpi, litli karfi grynnst en djúpkarfi dýpst eins og nafnið bendir til. Þar sem gullkarfinn er algengastur er við hæfi að lýsa honum aðeins nánar. Yfirleitt er gullkarfi í afla um 35 til 42 sentímetrar að lengd og vegur um 0,6 til 1,1 kíló. Hann getur þó orðið allt að 90 sentímetrar og vegið um 12 til 15 kíló og kallast þá „aldamótakarfi“. Aðaluppeldissvæði gullkarfa er við Ísland og Austur-Grænland en hann fer einnig til Færeyja. Gullkarfinn er deilistofn þessara þriggja landa en stærstur hluti veiðkvótans kemur í hlut Íslendinga. Gullkarfi finnst víða á Íslandsmiðum en veiðist mest fyrir sunnan land og vestan. Gullkarfinn, eins og aðrar karfategundir, hefur þá sérstöðu meðal beinfiska að hann gýtur lifandi seiðum. Hængar verða kynþroska á haustin og þá fer eðlun fram en hængurinn hefur til þess sérstakt ytra líffæri sem nefnist pintill. Í fyllingu tímans þroskast eggin og klekjast út í hrygnunni og gýtur hún seiðunum suðvestur af Íslandi í apríl til júní. Fjöldi seiða í hverju goti er frá 40 til 400 þúsund. Enginn happadráttur Engum sögum fer af karfaveiðum Íslendinga fyrr á öldum en karfinn var þó þekktur sem matfiskur. Hann hefur væntanlega stöku sinnum slæðst um borð við veiðar á þorski. Í upphafi botnvörpuveiða snemma á síðustu öld fór að bera meira á karfa sem meðafli við þorskveiðar. Var honum tíðast kastað í sjóinn aftur eins og hverjum öðrum verðlausum fiski. Eftir að veiðar íslenskra togara hófust á Halamiðum upp úr 1920 jókst karfi sem meðafli gríðarlega og var honum sem fyrr undantekningalítið mokað í hafið að nýju. Karfinn hefur beitta gadda og ef sjómenn stungu sig á honum þegar hann var handleikinn gat grafið illa í sárinu. Það þótti líka nauðsynlegt að eiga góð stígvél þegar karfanum var sparkað fyrir borð. Karfinn þótti því enginn happadráttur. Frá gúanó til manneldis Það var ekki fyrr en á fjórða áratug síðustu aldar að fyrst var farið að nýta karfann að einhverju ráði. Þá hófust skipulagðar veiðar á karfa fyrir vestan land og var honum mokað upp til gúanóvinnslu í síldarverksmiðjum vestanlands og norðan. Jafnframt var lítilsháttar karfavinnsla í landi þar sem lifrin var brædd. Síðan var farið að flytja hann út ísaðan í einhverjum mæli, einkum til Þýskalands. Á árinu 1950 hefst svo loks vinnsla á karfa til manneldis af fullum krafti, fyrst hjá Haraldi Böðvarssyni á Akranesi eins og rakið er hér í sérstakri grein. Fyrstu áratugina var karfinn unninn í landi en eftir að frystitogarar komu til sögunnar færðist vinnsla hans út á sjó í verulegum mæli. Allt að helmingur karfaaflans er nú sjófrystur. Bandaríkin og Rússland voru lengi aðalmarkaðir fyrir karfann. Þýskaland er núna mikilvægasti markaðurinn en Rússlandsmarkaður er lokaður vegna viðskiptahafta. Japanir eru líka stórir kaupendur. Mikil samþjöppun karfakvótans Karfinn hefur þá sérstöðu í kvótakerfinu að hann er sú tegund sem hefur hæsta kvótþakið. Samkvæmt lögum má ekkert útgerðarfyrirtæki eiga meira en 12% af verðmætum heildarkvótans reiknað í þorskígildum. Sérreglur gilda svo fyrir einstakar tegundir. Enginn má eiga meira en 12% heildarkvótans í þorski, 20% ýsukvótans og 20% loðnukvótans, svo dæmi séu tekin. Kvótaþakið fyrir karfann er hins vegar 35%. Fiskistofa birti nýlega yfirlit yfir hlutfallslega kvótaeign stærstu útgerða í upphafi fiskveiðiársins 2018/2019. Þar kemur fram að HB Grandi er með langstærstu hlutdeild í karfa, eða tæp 28% í gullkarfa og rúm 25% í djúpkarfa, Útgerðarfélag Reykjavíkur, áður Brim, er í öðru sæti með um 8,5% í gullkarfa og 15,7% í djúpkarfa. Mikil samþjöppun er í kvótaeign í karfa. Þannig eru 10 kvótahæstu útgerðirnar með samanlagt um 80% kvótans í gullkarfa og um 84% í djúpkarfa, sem sjá má í meðfylgjandi töflu. Frá því Fiskistofa birti tölur sínar hefur hluthafafundur HB Granda samþykkt kaup félagsins á Ögurvík sem er í 8. og 7. sæti yfir stærstu útgerðir í gullkarfa og djúpkarfa. Kjartan Stefánsson kjartanst@simnet.is Sjálfur kýs ég að undirbúningur jóla hefjist í desember og hef sagt að jólaskraut í nóvember stingi álíka mikið í augum og að setja dropa af tabasco-sósu undir augnlokin. Undantekning á þessu eru þó blóm sem eiga að standa yfir hátíðarnar þar sem þau þurfa talsverðan undirbúning. Mörgum þykir ilmurinn af hýasintum góður og þær eru fallegar í skreytingar. Ekki skemmir heldur fyrir að að þær fást í fjölda lita, bláar, rauðar, gular, bleikar og hvítar, allt eftir smekk. Auðveldast er að rækta hýasintur í grunnum glervasa sé ætlunin að hafa þær í blóma yfir jólin. Vasarnir sem fást í Blómavali eru belgmiklir að neðan en þrengjast rétt ofan við miðju og opnast svo aftur. Fylla skal vasann með volgu vatni upp að þrengingunni eða þannig að vatnsborðið leiki við neðri hluta lauksins án þess að snerta hann. Einungis ræturnar eiga að ná niður í vatnið. Einnig má setja hýasintulauka í pott með eftirfarandi hætti. Setjið laukinn í 10 sentímetra pott og skorðið hann til hálfs í mildinni og gætið þess að toppurinn, mjórri hlutinn, snúi upp. Vökvið vel og geymið pottinn á dimmum og svölum stað og haldið moldinni rakri. Þegar spírurnar hafa náð um tommu að hæð skal auka hitann í 15 til 20° á Celsíus en hafa laukinn í myrkri þar til fara að sjást blómvísar milli blaðanna. Þá skal flytja pottinn á bjartan stað og skreyta. Eftir að laukurinn er kominn í blóma á potturinn að standa á björtum stað og við stofuhita og gæta þess að ræturnar séu ávallt rakar. Flestir þekkja algengan og fallegan kaktus sem gengur undir ýmsum heitum eins og haust-, nóvember- eða krabbakaktus, algengasta heitið er þó að öllum líkindum jólakaktus. Sérstaklega þegar hann blómstrar um jólahátíðina. Ástæðan fyrir því að þessi kaktus blómstrar rétt fyrir eða um jólin er að hann þarf að minnsta kosti tólf klukkustunda myrkur til þess að mynda blóm, sem er mjög heppilegt fyrir okkur hér á norðurslóðum. Kaktusinn er upprunninn á Amasonsvæði Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Brasilíu, þar sem hann vex sem ásæta í trjákrónum. Ólíkt flestum öðrum kaktusum vex jólakaktusinn því í raka og talsverðum skugga. Þetta gerir það að verkum að hann dafnar best í hálfskugga og þolir talsvert meiri vökvun en aðrir kaktusar. Kjörhiti hans er 15 til 20°C og gott er að gefa honum áburð meðan á blómgun stendur. Fallegt er að hafa jólakaktus í potti í glugga eða hengipotti þar sem blöðin og blómin slúta yfir brúnina á pottinum. Kaktusinn blómstrar yfirleitt einn til tvo mánuði á ári, ár eftir ár, og getur orðið stór, fyrirferðarmikill og fallegur. Ekki er æskilegt að færa nóvemberkaktus á milli staða á meðan hann er í blóma því þá á hann það til að fella blómin. Jólakaktusa er hægt að fá í ýmsum litum, með rauð, hvít, bleik og lillablá blóm og þeir dafna best á vel framræstum og sandblandaðri og fremur þröngum potti. /VH STEKKUR NYTJAR HAFSINS Kvótaeign í karfa 1. september 2018 Útgerð Hlutfall í gullkarfa Hlutfall í djúpkarfa HB Grandi hf. 27,6 25,2 Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. 8,5 15,7 Samherji Ísland ehf. 8,1 8,6 FISK-Seafood ehf. 7,7 7,9 Vinnslustöðin hf. 7,4 7,9 Þorbjörn hf. 6,1 4,7 Síldarvinnslan hf. 4,6 4,6 Ögurvík ehf. 4,3 4,6 Rammi hf. 3,0 3,2 Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. 2,9 1,3 Samtals 10 stærstu 80,1 83,7 Heimild: Fiskistofa Vænt karfahol um borð í Hring SH. Myndin er tekin árið 2005 á veiðum fyrir vestan land. Mynd / Guðlaugur Albertsson Tvö falleg jólablóm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.