Bændablaðið - 15.11.2018, Side 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 201820
Í Noregi hefur verið mikil umræða
og gagnrýni á orkupakka 3 frá
Evrópusambandinu og er m.a. í
gangi hópur á Facebook sem nefnist
STOPP ACER. Ein afleiðinga
af þessu er innleiðing á AMS
orkumælum, eða „smartmælum“
sem framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins hefur lagt ríka
áherslu á að innleiða en mjög hafa
verið gagnrýndir.
Stærsti ókosturinn af innleiðingu
orkupakka 3 fyrir Noreg er talin vera
að þá missi Norðmenn umráðaréttinn
yfir öllum orkuauðlindunum
sínum, rafmagni, gasi og olíu.
Evrópusambandið muni í gegnum
ACER ákveða allt varðandi stefnu
þeirra í orkumálum. ACER ákveður
stefnuna með 2/3 meirihluta
atkvæða, þar sem hvert aðildarríki
fer með 1 atkvæði. Noregur, Ísland
og Liechtenstein hafa sem aðildarríki
EES engan atkvæðisrétt, en aðeins
rétt á að hafa áheyrnarfulltrúa.
Líka krafa um endurskoðun
EES-samningsins
Vegna þeirrar stöðu sem upp er komin
eru að heyrast æ sterkari raddir um
að full þörf sé orðin á endurskoðun
EES-samningsins. Hann hafi í
upphafi verið gerður nánast sem
hreinn viðskiptasamningur tveggja
stoða, en sé orðinn mun víðtækari
í dag og því kominn langt út fyrir
upphaflegar forsendur.
Bjørnar Moxnes í flokki Rauðra,
eða Rødt, viðraði einnig þá skoðun
í Norska stórþinginu undir lok
síðasta árs. Sagði hann að fyrir
tilstyrk þessa samnings hafi vald
yfir eigin málum í stórum stíl verið
flutt frá norskum stjórnvöldum til
Evrópusambandsins.
Orkupakki 3 var felldur inn
í EES-samninginn 2017 með
þeim fyrirvara að öll ríkin þrjú,
Ísland Noregur og Liechtenstein,
samþykktu hann. Að öðrum kosti
öðlaðist hann ekki gildi. Hann hefur
verið samþykktur í Noregi og líka í
Lichtenstein að því er best er vitað,
en gengur ekki í gildi nema Ísland
samþykki hann líka.
EES-samningurinn er ekki
lengur tveggja stoða samningur
Jón Baldvin Hanni balsson, fyrr-
verandi utan -
ríkis ráð herra,
sagði í viðtali
á Útvarpi Sögu
1. nóvember
að EES-samn-
ingur inn væri
í dag ekki sá
samn ingur sem
u p p h a f l e g a
hafi verið
stofnað til á
jafnræðisgrunni. Jón átti eigi að síður
mikinn þátt í að Íslendingar tóku
þátt í Evrópska efnahags svæðinu,
EES, í samfloti með öðrum EFTA-
ríkjum fyrir aldarfjórðungi. Hann
sagðist þó enn þeirrar skoðunar að
upphaflegar forsendur fyrir EES-
samningnum hafi verið lykilatriði
í að byggja upp hagsæld á Íslandi í
framhaldinu. Honum hafi í upphafi
ekki fylgt valdaframsal né aðgangur
að okkar helstu auðlindum og því
engar forsendur til að taka upp
orkupakka 3 eins og nú er krafist.
Upphaflega samningur tveggja
sterkra ríkjastoða
„Þá var ráð fyrir gert að hann væri
tveggja stoða samningur þar sem
EFTA-ríkin sem að honum stóðu,
öll Norðurlöndin nema Danmörk,
síðan Austurríki og Sviss plús
Liechtenstein. Þó þetta séu smáríki,
þá voru þau öflug og höfðu meiri
viðskipti við Evrópusambandið til
samans en Bandaríkin og Japan.
Þegar samningurinn er gerður er
tveggja stoða lausn og þá held ég
að það sé niðurstaða allra eftir á að
hann hafi þá ekki brotið í bága við
stjórnarskrá.“
Jón sagði að síðan hafi það
gerst árið 1994–1995, þegar EES-
samningurinn lá fyrir og Sovétríkin
voru fallin, að hlutlausu ríkin,
Finnland, Svíþjóð og Austurríki
ákváðu að sækja um aðild að
ESB. En Sviss hafi staðið áfram
fyrir utan ásamt Íslandi, Noregi
og Liechtenstein með ríflega 14
milljónir íbúa samanlagt.
Sviss ákvað síðan að standa
utan við EES-samninginn og
gera þess í stað tvíhliða samning
við Evrópusambandið og hefur
vegnað mjög vel síðan. Þar
með hafi ESS-samningurinn
ekki lengur verið tveggja stoða
samningur á jafnréttisgrunni, enda
nær 500 milljónir manna í öðru
samningsliðinu, en einungis tæplega
6 milljónir í hinu.
Búum við „E-mail lýðræði“
„Núna er þetta einfaldlega þannig
að Ísland, Noregur og Liechtenstein
búa við það á löggjafarsviði að fá
löggjöfina senda í pósti. Þetta heitir
e-mail lýðræði. [...] Að lögum er
Ísland enn fullvalda ríki, en í reynd
þá er stórt svið löggjafar sem birtist
í póstinum og við erum líka háð
eftirliti og dómsúrskurði EFTA-
dómstólsins.
Segir ESB hafa verið gott þar til
evran var tekin upp
Jón sagði einnig að stofnun
Evrópusambandsins hafi að hans
mati verið heillaspor. Hins vegar hafi
stjórnvöldum þar fatast flugið, með
stofnun sameiginlegs gjaldmiðils
evrunnar. „Evrusvæðið er algjörlega
misheppnað,“ sagði Jón.
„Það er vegna þess að það er
kerfislægur galli í hönnuninni.
Þetta er eins og hús sem er skakkt
á grunninum og heldur hvorki vatni
né vindum.“ – Hann sagðist líka
þeirrar skoðunar að þótt íslenska
krónan væri ónýt, þá fælist lausnin
alls ekki í að taka upp evru.
Evrópa með spillt og rotið
fjármálakerfi
„Evrópa er í fjármálakreppu, með
spillt og rotið fjármálakerfi. Hefur
ekki tekið á því og hún er pólitískt
forystulaus. Mamma Merkel hefur
aldrei tekið eina einustu ákvörðun
um að leysa mál út frá neinu
öðru en skammtímahagsmunum
Þýskalands.“
Jón Baldvin sagði einnig
í viðtalinu á Útvarpi Sögu að
innleiðing á orkupakka 3 frá ESB
myndi hafa það í för með sér að
orkuverð á Íslandi hækkaði. Bendir
hann á að um leið og samþykki liggi
fyrir vegna orkupakka 3 hafi um
leið verið samþykkt að ekki megi
mismuna þeim ríkjum sem selji
orkuna og þar af leiðandi myndi
hátt orkuverð í Evrópu leiða til
hærra orkuverðs hérlendis. Á þetta
sama hafa fjölmargir aðrir bent, eins
og norski lagaprófessorinn Peter T.
Örebech. Jón segir að Ísland eigi
alls ekki að samþykkja aðild að
sameiginlegri orkustefnu Evrópu.
„Ísland á bara alls ekkert
erindi þarna inn, orkupakkinn
kemur okkur bara ekkert við og
ég bara fullyrði það, lítið bara á
landakortið, Ísland er enginn aðili
að orkumarkaði Evrópu, bara alls
enginn, við höfum engin tengsl við
hann og höfum bara ekkert um
hann að segja, svo einfalt er það,“
sagði Jón Baldvin Hannibalsson í
viðtalinu á Útvarpi Sögu.
Slæm áhrif á íbúa
á norðlægum slóðum
Fyrir fólk almennt mun innleiðing
orkupakka 3 þýða hækkun
á orkuverði vegna þess að
Evrópusambandið hefur það sem
markmið að jafna verðið á orkunni,
þannig að verðið verði svipað á
sameiginlegum orkumarkaði í allri
Evrópu. Þetta þýðir þó ekki að verðið
verði í föstum skorðum, heldur
sveiflist eftir framboði og eftirspurn.
Það er staðreynd að Noregur hefur
þurft í kjölfar tengingar sæstrengja
að verðleggja orkuna á sama hátt á
báðum endum strengjanna. Annað
er hreinlega bannað. Í ljósi skorts á
hreini orku er óhugsandi annað en
að verð á raforku hækki á markaði.
Þannig mun öll orkunotkun, svo
sem til húshitunar, lýsingar, iðnaðar
o.þ.h. verða mun dýrari en nú er.
Það gildir ekki síst á Íslandi þar sem
raforkuverð er með því lægsta sem
þekkist, en orkan hefur þegar hækkað
nokkuð í Noregi vegna tengingar
orkukerfisins þar í landi við það
evrópska. Hins vegar er um 90% af
norsku húsnæði kynt með raforku,
þannig að raforka vegur afar þungt í
heimilisrekstri Norðmanna. Að sama
skapi verður þar til í kerfinu mikil
ónýtt orka yfir hlýjasta tíma ársins
sem ekki þekkist á Íslandi vegna
þess að hér eru um 90% húsnæðis
kynt með jarðvarma. Hins vegar
þá horfa ESB-löndin ekki bara á
raforku þegar rætt er um orkupakka
3 heldur alla orku, líka jarðhita, olíu,
gas, kol og kjarnorku. Það þýðir að
Íslendingar munu ekki njóta neinna
sérréttinda hvað varðar jarðvarma
eftir undirskrift orkupakkans.
Miðað við kaldari loftslags-
aðstæður á norðlægum slóðum þá
mun innleiðing orkupakkans án
nokkurs vafa geta haft alvarlegri
afleiðingar fyrir fjölskyldur m.a. á
Íslandi og í Noregi en hjá íbúum
sem búa við hlýrri skilyrði sunnar
í Evrópu. Ávinningur og sérstaða
Íslands í þessum málum nú yrði þá
úr sögunni, eins og Bjarni Jónsson
rafmagnsverkfræðingur og norski
lagaprófessorinn Peter T. Örebech
og fleiri hafa bent á.
Allt veltur nú á samþykki eða
synjun Íslendinga
Norsk yfirvöld samþykktu fyrir
sitt leyti þann 22. mars 2018 að
innleiða orkupakka 3 og þar með
að gangast undir yfirstjórn ACER í
orkumálum. ACER er skammstöfun
fyrir Agency for the Cooperation
og Energy regulators, eða skrifstofa
samvinnu um orkueftirlit. Þessa
ákvörðun studdu Arbeiderpartiet,
Høyre, Fremskrittspartiet, Venstre
og Miljøpartiet De Grønne, en á
móti voru Senterpartiet, Sosialistisk
venstreparti, Kristelig folkeparti, og
Rødt.
Samþykkt meirihlutans á
Stórþingi Norðmanna á innleiðingu
þriðja orkupakka ESB öðlast þó ekki
gildi nema Íslendingar samþykki
þetta líka. Þess vegna hefur verið
sett mikil pressa á íslensk stjórnvöld
að undirgangast þennan pakka, m.a.
með heimsóknum ráðherra, þótt
opinberlega hafi því verið neitað.
Andstaða vegna samþykktar
norska stórþingsins á orkupakka 3
fer vaxandi í Noregi, bæði meðal
almennings og stéttarfélaga. Þá hefur
reiði líka magnast gagnvart þeim
stjórnmálamönnum og flokkum
sem samþykktu þessa innleiðingu.
Andstæðingar þessa samkomulags
reiða sig nú á að Íslendingar segi nei
við ACER og innleiðingu orkupakka
þrjú.
Gríðarlegir peningahagsmunir í
húfi á Íslandi
Ljóst er að innleiðing orkupakka 3 er
ekki bara spurning um sameiginlegt
eftirlit með orkumálum í Evrópu, því
þarna eru gríðarlegir fjárhagslegir
hagsmunir undir. Fákeppni og
einokun ríkisrekinna orkufyrirtækja
eða fyrirtækja sem rekin eru á
vegum sveitarfélaga verður ekki
liðin samkvæmt EES-samningum.
Því er talið óhugsandi annað en að
skipta verði upp fyrirtækjum eins og
Landsvirkjun og opna þannig fyrir
einkavæðingu þess í hlutum.
Ágóðinn af fjárfestingum í slíkum
fyrirtækjum gæti orðið ævintýralegur
í takti við fyrirséð hækkandi
orkuverð í Evrópu. Sem dæmi þá
hafa rekstrartekjur Landsvirkjunar
aldrei verið hærri en á árinu 2017
eða 483 milljónir dollara, eða nærri
FRÉTTASKÝRING
Hörður Kristjánsson
hk@bondi.is
Norðmenn afar gagnrýnir á orkupakka þrjú og innleiðingu „smartmæla“:
Á valdi Íslendinga hvort yfirstjórn orkumála
í EES-ríkjunum fer til ACER eða ekki
– Átök um orkupakkann hafa líka vakið kröfur um endurskoðun á EES-samningum sem sé ekki lengur tveggja stoða samningur
Ef frumvarp um innleiðingu orkupakka 3 frá Evrópusambandinu mun þessi
Jón Baldvin
Hannibalsson