Bændablaðið - 15.11.2018, Page 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2018 21
59 milljarðar miðað við gengi í
byrjun síðustu viku. Hagnaður
af grunnrekstri fyrir óinnleysta
fjármagnsliði hafði þá heldur aldrei
verið meiri og nam 153 milljónum
dollara eða sem svaraði rúmum 18,3
milljörðum króna. Þá var handbært
fé Landsvirkjunar þann 31. desember
2017 hvorki meira né minna en
145 milljónir dollara eða sem nam
rúmlega 17,4 milljörðum króna fyrir
greiðslu arðs og annarra liða. Nettó
lausafjárstaða var því upp á rúmlega
15 milljarða króna í plús. Það er því
augljóslega eftir nokkru að slægjast
ef Landsvirkjun yrði einkavædd.
Mikil áhersla á innleiðingu
„smartmæla“
Innleiðing nýrra Advanced Metering
System (AMS) orkumæla sem nú er
hafin í Noregi er hluti af stórauknu
eftirlitskerfi ACER með orkunotkun
í Evrópu. Hún auðveldar líka skjót
viðbrögð við að rukka aukalega fyrir
notkun á álagstímum eins og þegar
fólk kemur heim úr vinnu á kvöldin.
Í Noregi mun Norges vassdrags-
og energidirektorat (NVE) fara með
eftirlitið fyrir hönd ACER sem er með
höfuðstöðvar í Ljubljana í Slóveníu,
en væntanlega yrði slíkt í höndum
Orkustofnunar á Íslandi samkvæmt
frumvarpsdrögum til laga um
breytingu á raforkulögum.
Framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins hefur lagt mikla áherslu
á að AMS mælar verði innleiddir
samkvæmd „Europe-wide plan“
áætlun. Á vefsíðu EURACTIV
kemur hins vegar fram að sendinefnd
iðnrekenda í Evrópu hafi sagt það á
fundi 2016 að engin þörf væri á að
innleiða slíka mæla. Var sú umsögn
sögð vera mjög vandræðaleg fyrir
framkvæmdastjórnina, en eigi að
síður hefur þessari innleiðingu
verið haldið áfram þrátt fyrir að t.d.
Þjóðverjar séu mjög tvístígandi í
málinu.
Enginn hagrænn ávinningur
Samkvæmt orkupakka 3 var
markmiðið sett árið 2009 að
búið verði að skipta út 80%
orkumæla innan orkukerfis
Evrópu með AMS smartmælum
fyrir árslok 2020. Grunnurinn að
smartmælainnleiðingunni var þó
lagður af yfirvöldum ESB mun fyrr,
eða strax árið 2006. Það á bæði við
mæla í íbúðarhúsnæði sem og í
atvinnuhúsnæði. Samt er haft eftir
Markus Merkel, ráðgjafa stjórnar
dreifingarfyrirtækisins German
distribution system operator (DSO),
að enginn hagrænn ávinningur
verði af uppsetningu smartmæla í
Þýskalandi. Ítrekað hefur komið fram
að helsti tilgangur með innleiðingu
AMS smartmælanna sé að með þeim
verði hægt að stjórna betur en ella
breytilegri gjaldtöku og útreikningi
orkureikninga.
Harðar deilur um AMS
smartmælana víða um lönd
AMS-mælarnir eru þannig úr garði
gerðir, að þeir senda þráðlaust
gögn í báðar áttir. Stjórnun á þessu
kerfi verður undir yfirstjórn ACER
og Evrópusambandsins. Hefur
uppsetningu þeirra ekki bara verið
mótmælt í Noregi, heldur einnig í
Þýskalandi, Frakklandi og í Hollandi.
Notandi í Þýskalandi benti t.d. á
að boðin væru send þrálaust með
ótryggum hætti sem auðvelt væri
að komast inn í. Þannig gæti t.d.
innbrotsþjófar fylgst nákvæmlega
með hvort fólk væri heima eða ekki.
Hörð mótmæli gegn AMS
mælunum hafa sprottið upp víða þar
sem þeir hafa verið teknir í notkun.
Það á m.a. við í Bandaríkjunum og
í Kanada. Hefur fólk jafnvel verið
handtekið og sektað fyrir að reyna að
koma í veg fyrir uppsetningu slíkra
mæla, eins og tvær konur í Naperville
í Bandaríkjunum fengu að upplifa.
Svo mikil er reiðin að einn húseigandi
í Bresku Kólumbíu í Kanada hótaði
meira að segja starfsmönnum
orkufyrirtækis og lögreglumönnum
með sprengju ef þeir dirfðust að
nálgast hús hans. Voru þeir reyndar
komnir til að fjarlægja mæli sem þar
hafði verið settur upp í heimildarleysi.
Mikill ótti við smartmælana
Þá hótaði kona starfsmönnum
CenterPointEnergy í Houston í
Bandaríkjunum með byssu ef þeir
reyndu að setja mæli upp á hennar
heimili. Sagði hún mælinn gera
orkufyrirtækjum kleift að hnýsast í
einkahagi fólks, m.a hvernig það nýtti
heimilistæki eins og tölvur.
Orkufyrirtækin geta með
AMS mælunum mælt hvenær
sólarhringsins fólk notar mest
rafmagn og þau hafa enn fremur
gefið út, að á þeim tímapunktum
muni verðið á rafmagninu verða
hærra. Þetta er mjög óheppilegt
fyrir fólk sem er í fullri vinnu og
þá sérstaklega barnafjölskyldur,
sem eru háðar því að þurfa að nota
meira rafmagn þegar vinnudeginum
lýkur. Því að þá þurfa flestir að útbúa
kvöldmat, þvo föt og fleira áður en
farið er í háttinn. Þá verður aukið
álag á kerfinu sem búist er við að
orkufyrirtækin rukki aukalega fyrir.
Þá óttast gagnrýnendur að fólk
muni eiga á hættu að fá himinháa
bakreikninga fyrir rafmagnsnotkun
á álagstoppum.
Þvinguð innleiðing smartmæla
Þá er einnig gagnrýnt í Noregi að
fólk hafi ekkert val og sé þvingað
til að taka inn þessa mæla sem
fylgjast síðan nákvæmlega með
allri þeirra raforkunotkun. Talað er
um að þvingunum hafi verið beitt
vegna innleiðingar AMS-mælanna.
Fullyrt er að orkufyrirtækin hafi farið
hamförum gagnvart viðskiptavinum
sem settu sig upp á móti því að taka
inn í sín hús slíka mæla. Dæmi séu
um að þeir sem neituðu hafi fengið
„hótunarbréf“ um aukagjald upp á
2.000 norskar krónur á ári.
Talið varasamt fyrir þjóðaröryggið
Áætlað er að kerfið verði tilbúið
í Noregi 1. janúar 2019. Þá munu
orkufyrirtækin geta mælt og
vakað yfir allri rafmagnsnotkun
viðskiptavina sinna. Þau munu sjá
nákvæmlega hvernig notkunin er og
hvenær fólk er að heiman. Þetta er af
mörgum talið stórhættulegt vegna
eðlis samskiptanna við þessa mæla.
Bent hefur verið á að til samskipta
við AMS-mælana er notast við net
af grunnstöðvum sem settar verða
upp úti um allt í samfélaginu. Þessi
digital-lausn mun þess vegna verða
viðkvæm fyrir árásum tölvuþrjóta
og hefur m.a. verið bent á það í
Noregi að óvinaríki geti stöðvað
allan flutning á rafmagni í landinu
með því að brjótast inn í þetta kerfi.
Menn þurfi ekki lengur að fara í
stríð með sprengjum og vopnum,
en geta í staðinn stöðvað alla
rafmagnsframleiðslu og á þann hátt
lamað viðkomandi land algjörlega.
Ofan á þetta allt saman hefur
verið fullyrt að notkun smartmæla
geti verið hættuleg heilsu manna. Það
er sagt vera vegna þess að þeir séu í
stöðugum þráðlausum samskiptum
við orkusala og af því stafi mikil
geislun. Vísað er m.a. í viðvaranir
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar
WHO sem setji smartmæla á lista
með öðrum tækjum sem gefa frá sér
geislun samkvæmt staðli 2B og geti
valdið krabbameini. Þetta er þó mjög
umdeild skoðun, líkt og varðandi
meinta skaðsemi af notkun farsíma
og svipaðra tækja.
Eigum hina vinsælu vagna frá þessum
þekkta framleiðanda til afgreiðslu Strax
BÚFJÁRFLUTNINGAVAGNAR
frá Ifor Williams
Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík
Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is
Smartmælir, Advanced Metering
System (AMS).
Stáliðjan ehf - Smiðjuvegi 5, 200 Kópavogi - Sími 564 5885 - www.stalidjan.is
Alltaf logn og góðar minningar
Massi heim í stofu
Massi
stóll og barstóll
Nettir, stílhreinir og þægilegir
Pólýhúðað hástyrkstál
Íslensk framleiðsla
Massi kollur
18.000 kr.
Massi barstóll
22.000 kr.
9 ber2 . óvemn