Bændablaðið - 15.11.2018, Page 23

Bændablaðið - 15.11.2018, Page 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2018 23 Mitsubishi L200 4x4 er byggður á heilli grind, með hátt og lágt drif, dráttargetu upp á 3,1 tonn og 450 Nm togkraft. Nú færðu þennan vinsæla pallbílá hörkutilboði og getur valið um þrjá auka- hlutapakka frá 500.000 til 1.000.000 kr. með 50% afsl. Val um 33” upphækkun, vandað pallhús, styrkt palllok og hlífðarpakka. Komdu og nýttu þér þetta frábæra tilboð. Hlökkum til að sjá þig! Mitsubishi L200 4x4 Verð frá: 4.990.000 kr. HÖRKUTILBOÐ! HEKLA · Laugavegi 170-174 · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum Aukahlutapakkar að verðmæti 500.000 til 1.000.000 kr. með50% afslætti! Bústólpi ehf - fóður og áburður • Oddeyrartanga • 600 Akureyri bustolpi@bustolpi.is • Sími 460 3350 • www.bustolpi.is NÝ KJARNFÓÐURTEGUND FRÁ BÚSTÓLPA BÚKOLLA hentar vel með frekar góðum heyjum þar sem vantar smá viðbótar fitu og gæða prótein í blönduna. Hún hentar vel þar sem aðeins er hægt að gefa eina kjarnfóðurblöndu. BÚKOLLA er ný kjarnfóðurtegund fyrir nautgripi, hönnuð í samstarfi við fóðurráðgjafa hjá RML. Blandan byggir á Premium Pro-Fit ásamt auknu byggi sem mætir vel niðurstöðum heysýna í ár. BÚKOLLA BÚKOLLA ER GÓÐ BLANDA Á GÓÐU VERÐI UMHVERFISSTOFNUN Skráning á tjóni vegna refa og minka Umhverfisstofnun vann í samráði og samvinnu við Búnaðarstofu Matvælastofnunar að gerð tilkynningaforms vegna tjóns af völdum refa og minka. Ætlunin er að innsendar tilkynningarnar verði síðan grunnur að mótun tillagna um veiðar. Formið var svipað og útbúið var vegna tjóns af völdum álfta og gæsa í ræktarlandi. Þar er hægt að skrá á tímabil, hvert tjónið var, viðbrögðin af hálfu bónda, og mat á tjóni. Einnig er skýrslan tengd við Fjárvís þannig að það er hægt að setja inn fullorðins- eða lambanúmer. Skráningarformið er að finna undir Búnaðarstofa MAST og Tjónaskýrslur. Markmiðið með þessu er að fá hugmynd um tjónið sem þessar tegundir eru að valda hjá bændum (æðarræktendur eru þar einnig). Skýrsluformið er aðgengilegt í gegnum Bændatorgið þar sem aðrar skráningar vegna búreksturs eru settar inn. Upplýsingar um tjón af völdum refa, hvort sem er hjá bændum, fyrirtækjum, einstaklingum eða hjá öðrum, heilsufarslegt tjón eða búfénaðar eða á náttúru Íslands er grunnur að tillögum stofnunarinnar að veiðum, sbr. 12. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum Opið er fyrir skráningar og eru bændur hvattir til að skrá tjón sem hlýst af þessum tegundum. Refurinn er slyngur að veiða og getur gert mikinn usla í varplöndum. Þessi gerir reyndar engum mein lengur, enda uppstoppaður í Melrakkasetrinu í Súðavík. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.