Bændablaðið - 15.11.2018, Síða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 201830
Systkinin á Arnarstöðum í
Helgafellssveit á Snæfellsnesi,
skammt frá Stykkishólmi, eru
undrandi yfir örlögum veturgamla
hrútsins Karra. Fannst hann
drukknaður í fjöruborðinu á
Hauganesi við afar sérkennilegar
aðstæður um miðjan október.
Hólmfríður Hauksdóttir, ábúandi
á Arnarstöðum ásamt bróður sínum,
segir málið allt hið undarlegasta og
afar sorglegt. Hrúturinn var mjög
fallegur og með voldug hringuð
horn.
Allt virtist í sóma en sólarhring
seinna var hrúturinn horfinn
Hólmfríður segir að allt hafi verið
með felldu sunnudaginn 14. október.
Þá hafi hrúturinn Karri verið heima
við tún, vestan við Náttmálaborg.
Þar var hann um hádegisbil
með öðrum hrút í góðum
félagsskap. Sólarhring síðar,
eða um hádegi 15. október,
var Karri horfinn. Í þrjá daga
er Karra leitað heima við en
hann finnst hvergi.
Hólmfríður segir að þá
hafi sést í sjónauka hvít þúst
í flæðarmálinu í Hauganesi
vestur af svonefndum Tanga.
Milli Tangans og Hauganess
er hluti Hofstaðavogs. Var þá
farið að huga að þessari hvítu
þúst í fjörunni. Þar liggur þá
Karri dauður og að því er
virðist sjórekinn. Var hann
illa á sig kominn og fuglar byrjaðir
að kroppa í hann.
Það sem var einkennilegast við
þetta var að Karri var með sívalan
girðingarstaur úr tré þræddan í
gegnum hægra hornið. Var staurinn
klemmdur á milli horns og vanga
og augljóst að hrúturinn hefur verið
algerlega bjargarlaus. Staurinn
virtist nýlegur að sjá, um 1,8 metrar
að lengd. Engin merki voru að sögn
Hólmfríðar að sjá á staurnum sem
gefur til kynna að hann hafi verið
notaður í girðingu. Við Hofstaðavog
er heldur engin flæðihætta þannig
að fé fari sér að voða. Hrúturinn
virðist hafa gert ítrekaðar tilraunir
til að losa sig því hann var særður
á vanga og annað augað nær sokkið
í bólgu.
Líklegast verið að klóra sér
Telur Hólmfríður líklegast að
staurinn hafi verið hálfuppréttur
niðri við fjöru og Karri hafi reynt að
nýta hann til að klóra sér á. Þá hafi
mögulega svo óhönduglega tekist til
að yddaði endi staursins hafi þræðst í
gegnum hornið og skorðast þar af. Þar
sem staurinn er langur var útilokað
að hrúturinn gæti athafnað sig og því
líklegast orðið afvelta í fjöruborðinu.
Þar hafi hann svo beðið örlaga sinna
þegar flæddi að og hann drukknað.
Staurinn sagðist Hólmfríður ekki
þekkja, því slíkir staurar væru ekki
notaðir í girðingar á Arnarstöðum.
Óskar hún því eftir að ef einhverjir
kunni að hafa orðið hrútsins varir frá
því eftir hádegi 14. október og hafi
mögulega vitneskju um hvað gerðist
að láta sig vita. /HKr.
Hrúturinn Karri dauður í fjörunni við Hauganes
í Helgafellssveit fastur við girðingarstaur.
Myndir / Benedikt Benediktsson á Saurum
Helgafellssveit á Snæfellsnesi:
Hrúturinn Karri frá Arnarstöðum lét
lífið við einkennilegar aðstæður
– Eigendur óska eftir upplýsingum ef einhver hefur vitneskju um málið
LÍF &STARF
Þekkingarsetrið Mikley
opnað í Mývatnssveit
Mikley, sem er þekkingarsetur í
Mývatnssveit hefur verið opnað,
en þar fá inni ólíkir aðilar, m.a.
námsmenn, sjálfstætt starfandi
einyrkjar og stofnanir. Nú þegar
eru þar starfandi Mývatnsstofa,
Va t n a j ö k u l s þ j ó ð g a r ð u r,
Geotravel, námsver og starfsstöð
Þekkingarnets Þingeyinga og
Geochemý.
Mývatnsstofa er samstarfs-
verkefni ferðaþjónustunnar
á svæðinu, Geochemý eru
sjálfstætt starfandi jarðfræðingar.
Þekkingarnet Þingeyinga opnaði nú í
ágúst starfsstöð í Mývatnssveit með
starfsmanni sem sinnir námsveri
og þjónustu við námsmenn,
símenntunarnámskeiðum á svæðinu
og verkefnum á rannsóknarsviði
stofnunarinnar. Geotravel er
ferðaþjónustuaðili.
Markmiðið með stofnun
þekkingarseturins er margþætt,
slík setur hafa ólík en jákvæð
samfélagsleg áhrif þar sem þeim
hefur verið komið á fót. Þá er m.a.
horft til þess að bæta möguleika
fólks með háskólamenntun til búsetu
í sveitinni, viðhalda þeim störfum
í þekkingarstarfsemi sem eru hér
nú þegar, hvetja til þverfaglegrar
samvinnu, hvetja til náms og
rannsóknavinnu og laða hingað störf
í þekkingarstarfsemi.
Undirbúningur verkefnisins hófst
árið 2015 með skipun starfshóps sem
kannaði möguleika á uppbyggingu
fræða- eða þekkingarseturs í
Mývatns sveit.
Þekkingarnet Þingeyinga sá um
verkefnastjórn og Uppbyggingar-
sjóður Eyþings styrkti verkefnið.
Hópurinn skilaði skýrslu í maí
2016 og þar kom fram sú niðurstaða
að það væri bæði fýsilegt og
gerlegt að reka þekkingarsetur í
Mývatnssveit.
Mikley er stærsta eyjan í Mývatni
en í mars 1858 var haldinn fundur
í eyjunni þar sem ákveðið var að
stofna lestrarfélag í sveitinni og
stofna sparisjóð búlausra í sveitinni.
Lestrarfélagið varð síðar að bókasafni
Mývatnssveitar. Þetta kemur fram á
vefsíðu Skútustaðahrepps. /MÞÞ
Bókaútgáfa Merkjalækur í Austur-Húnavatnssýslu hefur gefið út bækurnar Út í nóttina og Vatnsdæla sögu:
Útgáfan er fyrst og fremst áhugamál
Bókaútgáfan Merkjalækur er
lítil bókaútgáfa sem starfrækt er
og kennd við bæinn Merkjalæk í
Svínadal, Austur-Húnavatnssýslu.
Útgáfan er í eigu hjónanna
Sigurðar H. Péturssonar
og Ragnhildar
Þ ó r ð a r d ó t t u r.
Bókaútgáfan hefur
gefið út tvær bækur
í ár, fyrst Vatnsdæla
sögu og í byrjun
október kom út bókin
„Út í nóttina“ eftir
Sigurð H. Pétursson.
Sigurður sá um
útgáfu Vatnsdæla sögu
og ritaði formála auk
þess að búa til kaflaheiti
sem ekki eru þau sömu
og eru í þekktri útgáfu
Guðna Jónssonar.
Saga er með nútíma
stafsetningu og myndum
sem Guðráður B. Jóhannsson
teiknaði.
Skáldsagan „Út í nóttina“ eftir
Sigurð kom út í byrjun október,
bókin er kilja,
156 blaðsíður og
er um að ræða
s p e n n u s ö g u
sem hentar jafnt
unglingum sem
fullorðnum.
Sigurður og Ragnhildur hafa
búið á Merkjalæk frá árinu 1978, en
hann starfaði sem héraðsdýralæknir
í Austur-Húnavatnssýslu á árunum
1973 til 1999. Hin síðari
ár hafa þau hjónin haft
vetursetu í Reykjavík en
búið á Merkjalæk yfir
sumarið.
Fann ekki útgefanda
og gaf út sjálfur
„Upphafið að bóka-
útgáfunni má rekja til
þess að ég þýddi fyrstu bókina
sem við gáfum út, Bræðravíg á
Balkanskaga, úr esperanto en fann
engan útgefanda, svo úr varð að ég
gaf hana út sjálfur,“ segir Sigurður
um tilurð bókaútgáfunnar. Síðar
þýddi hann í félagi við son sinn,
Pétur M. Sigurðsson, úr þýsku
bókina Paradísarstræti. Þar á eftir
kom bókin Smalinn, skáldsaga
eftir Sigurð H. Sigurðsson, en sá
var Húnvetningur, fæddur árið
1874, en söguna fékk hann
gefna í handriti.
Aðrar bækur
sem Merkja-
lækur hefur
gefið út eru
h ú n v e t n s k a r
þjóðsögur, safn
þjóðsagna úr
þjóðsagnasafni
Jón Árnasonar,
sem gerðust í
Húnavatnssýslu.
Sú bók hefur
einnig verið gefin
út á þýsku.
Mest til að hafa eitthvað
skemmtilegt að gera
„Útgáfan er fyrst og fremst
áhugamál. Við prentum okkar
bækur í litlu upplagi og eyðum engu
í auglýsingar. Ég veit ekki hvernig
salan gengur hjá öðrum litlum
útgáfum, hef engan samanburð en
hef heyrt að það sé nokkuð misjafnt.
Salan hjá mér hefur gengið alveg
þokkalega og ég er sáttur,“ segir
Sigurður.
Hann lét af störfum sem
héraðsdýralæknir árið 1999 og hefur
undanfarinn rúma áratug dvalið í
höfuðborginni yfir veturinn, „svo
þessi útgáfa er kannski mest til að
hafa eitthvað skemmtilegt að gera
seinni hluta ævinnar. Ég stend ekki
í þessu í hagnaðarskyni, en útgáfan
hefur þó að mestu leyti staðið undir
sér.“ Sigurður kveðst aðeins hugsa
um eitt í einu, nú sé að fylgja eftir
útgáfu á þeim tveimur bókum sem út
eru komnar, Vatnsdæla sögu og „Út í
nóttina“, en hvort fleiri bækur fylgi í
kjölfarið síðar sé ekki afráðið. /MÞÞ
Bókaútgáfan Merkjalækur er kennd við Merkjalæk
í Austur-Húnavatnssýslu, þar sem þau Sigurður
sumarið.
Mikley, sem er Þekkingarsetur, hefur verið opnað í Mývatnssveit, það nefnist
Mikley sem er stærasta eyjan í Mývatni.
Arion banki fjarlægir
hraðbanka á Hofsósi
Byggðaráð Skagafjarðar
harmar þá ákvörðun Arion
banka að fjarlæga hraðbanka
frá Hofsósi.
Rætt var um starfsemi bankans
og nýtingu hraðbanka á Hofsósi á
fundi byggðaráðs nýverið. Fram
kom að hraðbankinni gegni
mikilvægu hlutverki fyrir íbúa
og gesti svæðisins, ekki síst eldra
fólk og hann sé eini hraðbankinn
í austanverðum Skagafirði.
Samþykkt var að óska eftir fundi
með forsvarsmönnum bankans til
að ræða starfsemi Arion banka í
Skagafirði. /MÞÞ