Bændablaðið - 15.11.2018, Qupperneq 45

Bændablaðið - 15.11.2018, Qupperneq 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2018 45 Aflvélar ehf. • Vesturhrauni 3 • 210 Garðabær • Sími: 480 0000 • aflvelar.is • sala@aflvelar.is Tokvam fjölplógar VT280, VT320, VT380 Vinnslubreiddir frá: 232 til 380 cm. Sterkir plógar fáanlegir með flotgrind fyrir mikinn hraða. Tokvam U-plógar UT400, UT430, UT460, UT 490. Hægt að skekkja til hliðar, fram sem safntönn og aftur. Vinnslubreiddir: 232 til 490 cm, Tokvam snjóblásarar F130-F220 og 220-260 THS Vinnslubreiddir frá 130— 275cm Sterkir snjóblásarar fyrir dráttarvélar frá 25 til 300 hestöfl! mikillar hækkunar á flutningsgjaldi Landsnets til innlendra notenda, og að mati nánast allra markaðsfróðra manna mun slíkt einnig leiða til hækkunar á heildsöluverði og smásöluverði rafmagns innanlands. Nægir í þeim efnum að vísa til norska raforkumarkaðarins, og eru markaðsaðstæður þar þó að því leyti gjörólíkar markaðsaðstæðum hér, að í venjulegu árferði hefur þar verið næg umframorka í kerfinu fyrir útflutning um sæstrengi, en hér er hún sáralítil. Þá vaknar spurningin um það, hvort ríkissjóði verður heimilt samkvæmt samkeppnisreglum Innri markaðar EES að greiða niður raforkuverð til notenda á innanlandsmarkaði og jafnvel að mismuna einstökum notendum á þeim markaði með niðurgreiðslum. Afstaða ráðuneytisins til þeirrar spurningar kemur fram í 5. athugasemd ANR: „Loks er rétt að árétta, að þriðji orkupakkinn breytir engu um heimildir stjórnvalda til að koma til móts við atvinnugreinar á borð við ylrækt, sem nýtur niðurgreiðslna á verulegum hluta af flutnings- og dreifikostnaði raforku. Þess má einnig geta, að iðnaðarráðherra skipaði síðastliðið vor starfshóp til að fara yfir raforkumál garðyrkjubænda.“ Hér lítur ráðuneytið enn einu sinni framhjá þeirri staðreynd, að er hér verður komið sögu, mun raforkugeirinn íslenzki allur verða bundinn af reglum Innri markaðar EES, þar sem ríkisvaldinu er harðlega bönnuð hvers konar mismunun á hinum frjálsa markaði. Reyni íslenzka ríkisvaldið fyrir sér um auknar niðurgreiðslur til afmarkaðs hóps notenda, eða jafnvel með niðurgreiðslur til allra innlendra notenda til að vega á móti verðhækkunum rafmagns, þá er næsta víst, að einhver lögmætur hagsmunaaðili, sem telur að samkeppnisstöðu sinni vegið með slíku, mun kæra slíkan ríkisstuðning til ESA, eða ESA mun að eigin frumkvæði rannsaka slíkt. Ágreiningur ríkisstjórnar og ESA hafnar síðan fyrir EFTA-dómstólinum. Hér verður að hafa í huga, að það er yfirlýst stefnumið ESB með Þriðja orkumarkaðslagabálkinum og með ACER að jafna orkuverð í aðildarlöndunum og að aðferðin við það er að bæta millilandatengingarnar. Þessi athugasemd ANR ber vitni um ofeinföldun á aðstæðum eftir umrædda innleiðingu, og það gera hinar athugasemdirnar reyndar líka í svo miklum mæli, að ákvarðanatöku á slíkum þekkingargrunni verður að telja mjög varhugaverða og jafnvel jaðra við ábyrgðarleysi. Bjarni Jónsson Höfundur er rafmagnsverkfræðingur LESENDABÁS Bændablaðið og orkumál Mér hefur alltaf verið hlýtt til Bændablaðsins. Seldi áskriftir að því á námsárum mínum. Hef verið áskrifandi síðustu ár í gegnum Sókn lögmannsstofu. Les það reglulega og nýt þeirrar dreifbýlisáherslu sem þar er að finna. Enda búsettur á Egilsstöðum og um margt háður styrku dreifbýli. Bændablaðið og upprunavottorð raforku Ég hef verið afar ánægður með umfjöllun Bændablaðsins um upprunavottorð raforku. Blaðið stendur sig að mínu mati fjölmiðla best í að draga fram þá miklu mótsögn sem leiðir af þátttöku Íslendinga í viðskiptakerfi um upprunavottorð raforku á grundvelli annars orkupakkans frá 2003 og tilskipunar um endurnýjanlega orkugjafa frá 2009. Það hlýtur að vera hæpið að hægt sé að selja til evrópskra neytenda íslensk vottorð um uppruna raforkunotkunar þeirra, þegar alger ómöguleiki er til staðar um að raforka í kerfi viðkomandi þjóðar sé frá Íslandi komin. Er það reyndar niðurstaða þess er hér ritar, að slík sala sé ekki í samræmi við rétta túlkun þeirra Evrópureglna sem um málið fjalla, og að blandað hafi verið saman sjónarmiðum um sölu á svonefndum grænum vottorðum og sölu á upprunavottorðum. En í tilskipun Evrópusambandsins er skýrt tekið fram að þetta er ekki sami hluturinn. En nóg um það, í bili að minnsta kosti. Bændablaðið og þriðji orkupakkinn Tilefni þessa greinarstúfs er umfjöllun Bændablaðsins frá 1. nóvember sl. á forsíðu og fjórum blaðsíðum um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þar er á tveimur blaðsíðum farið ítarlega yfir skoðanir tveggja einstaklinga sem hafa haft sig töluvert frammi í umræðu um þriðja orkupakkann, þeirra Bjarna Jónssonar og Vigdísar Hauksdóttur. Þó ég sé um margt ósammála þeim, þá hef ég engar athugasemdir við að sjónarmiðum þeirra séu gerð skil. Við þurfum upplýsta umræðu um málið. Þar sem ólík sjónarmið fá sanngjarnt rými. Í fréttaskýringu Bændablaðsins er að finna staðhæfingar sem gera verður kröfu um að séu rökstuddar, fyrst talið er við hæfi að slá þeim fram, jafnvel í fyrirsögnum. Staðhæfingar sem heppilegt er að málefnaleg umræða fáist um. Ég tel mig geta lagt lóð á vogarskálar slíkrar umræðu, hafandi fyrir nokkrum vikum útskrifast með meistaragráðu í lögum í orkurétti þar sem ég ritaði lokaritgerð mína um þá margumtöluðu evrópsku stofnun ACER (Agency for the Cooperation of Energy Regulators). Stofnun sem Bændablaðið segir með vísan til norsks lagaprófessors að muni ná „yfirþjóðlegri stöðu á Íslandi“ og að það þýði að „regluverk orkupakkans mun yfirkeyra íslensk lög og standa skör hærra í lagalegu tilliti“, sem aftur feli í „raun í sér algjört og mjög víðtækt valdaafsal Íslands í orkumálum“. Ofangreindar staðhæfingar standast ekki að mati þess er hér ritar. Gera verður kröfu til rökstuðnings fyrir slíkum staðhæfingum. Hvað felst í þriðja orkupakkanum? Að sjálfsögðu er ekki hægt að gera þriðja orkupakka ESB greinargóð skil í greinarstúf þessum. Með honum var haldið áfram vinnu er miðar að skilvirkum innri markaði fyrir raforku, líkt og í fyrri tveimur orkupökkum. Talið var mikilvægt að auka sjálfstæði raforkueftirlits hverrar þjóðar um sig (hér Orkustofnun) og auka kröfur til aðskilnaðar hagsmuna samkeppnisþátta (framleiðsla og sala) og einkaleyfisþátta (flutningur og dreifing). Aðskilnaðar sem lögleidd voru hér á Íslandi með raforkulögum árið 2003. Með öðrum raforkupakkanum var leitast við að tryggja sjálfstæði raforkueftirlits hverrar þjóðar frá hagsmunaaðilum, orkufyrirtækjum. Með þriðja orkupakkanum er leitast við að tryggja sjálfstæði raforkueftirlitsins gagnvart framkvæmdavaldinu, ráðherrum og ráðuneytum. Slíkt sjálfstæði er alls ekkert einsdæmi í orkugeiranum. Ekki teljum við eðlilegt að t.d. ráðherra dómsmála fari almennt með ákvörðunarvald um rannsókn eða saksókn í opinberum málum? Þrátt fyrir sjálfstæði þeirra stjórnvalda sem með það vald fara gagnvart ráðherra, þá dettur engum í hug að halda því fram að við höfum framselt það til Europol eða INTERPOL, þó okkar sjálfstæðu stjórnvöld eigi í nánu samstarfi við þær stofnanir. Hið rétta er, að þrátt fyrir innleiðingu þriðja orkupakkans, þá verður ákvörðunum Orkustofnunar (sem færi áfram með raforkueftirlitið á Íslandi) áfram skotið til sérstakrar kærunefndar raforkumála og yrðu áfram háðar endurskoðun íslenskra dómstóla. Aðeins um fjórða orkupakkann og garðyrkjumenn Á forsíðu Bændablaðsins eru stóryrði höfð eftir formanni sambands garðyrkjumanna um afleiðingar innleiðingar þriðja orkupakkans fyrir þá stétt bænda. Sú afstaða sem þar birtist kemur mér, sem hef fylgst með þeim breytingum sem eru að verða í orkuframleiðslu og neyslu í Evrópu og víðar, á óvart. Ég hygg að vetrarpakkinn svokallaði, sem einnig er kallaður hreini orkupakkinn og er í raun fjórði orkupakki Evrópusambandsins, komi með vísa að reglum sem henti garðyrkubændum. Geri kröfur til dreifiveitna vegna þeirrar þróunar að samblöndun hugtakanna neytandi og framleiðandi er orðin að veruleika með nýju hugtaki, sem er á ensku: producer + consumer = prosumer. Geri ráð fyrir smáum orkusamfélögum. Nái utan um tækninýjungar um geymslu rafmagns. Sú byltingarkennda þróun sem virðist yfirvofandi í orkumálum felur í sér tækifæri. Evrópa er í forystu þessarar þróunar. Forystuhlutverk Evrópu er afleiðing af þeirri þróun sem orðið hefur í regluverki Evrópu í orkumálum síðustu áratugina. Ég tel líklegt að fyrir garðyrkjubændur og landeigendur almennt, sé yfirvofandi þróun Evrópuréttarins í orkumálum tækifæri miklu frekar en ógnun. Þeir hafi því sérstaklega mikla hagsmuni af málefnalegri umræðu um þessi mál í stað þess að láta leiða sig tilfinningaböndum að niðurstöðu sem jafnvel gengur þvert gegn þeirra hagsmunum. Þriðji orkupakkinn og stjórnmálin Sá er þetta ritar hefur enga pólitíska dagskrá í málinu. Ég hef ekki sannfærst (en útiloka þó ekki) um að breytingar í orkumálum vegna innleiðingar Evrópureglna hafi verið til bóta. En ég geri mér grein fyrir því að ástæða þess getur líka verið að við höfum einmitt ekki gengið nógu langt í þeim efnum. Nægir hér að benda á þá staðreynd að jafnvel þó við innleiðum þriðja orkupakkann, þá hefur Ísland samt talið ástæðu til að semja um undanþágu frá reglu sem kæmi í veg fyrir að Landsvirkjun ætti ráðandi hlut í Landsneti. Ég hef ekkert á móti því að ríkið eigi Landsnet. En ég á erfitt með að skilja þörfina á því að Landsvirkjun eigi þar hlut. Við verðum að ræða hlutina eins og þeir eru. Þriðji orkupakkinn felur ekki í sér þau atriði sem haldið er fram. Þvert á móti, þá er verið að spila með tilfinningar okkar til orkuauðlindarinnar í vegferð, sem virðist lúta að andstöðu við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Flest eigum við auðvelt með að sætta okkur við þá tilhugsun að orkuauðlindin verði í eigu ríkisins. Að orkufyrirtækin greiði leigu fyrir afnot þeirra réttinda óháð eignarhaldi á orkufyrirtækjum. Þriðji orkupakkinn hefur engin áhrif á slíka tilhögun. Við lögfestum reglur innri markaðarins í orkumálum árið 2003. Þriðji orkupakkinn er ekki að breyta neinu þar um. Þriðji orkupakkinn mun ekki breyta orkuverði á Íslandi. Þriðji orkupakkinn mun ekki leiða til lagningar sæstrengs, það væri auðveldlega hægt í dag, væri vilji til þess. Þriðji orkupakkinn felur ekki í sér meira valdframsal en leiddi af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að við ættum að taka upp að fordæmi nágrannaþjóða okkar, ákvæði í stjórnarskrá um aukinn meirihluta þegar vald er framselt til alþjóðlegra eða yfirþjóðlegra stofnana. Til dæmis með sama hætti og Norðmenn hafa gert. En það hefur ekkert með þriðja orkupakkann að gera. Það er þörf á vandaðri umræðu um þessi mál. Tökum hana. Bændablaðið getur þar verið í forystu. Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og LLM í orkurétti. Hilmar hefur komið að orkumálum með ýmsum hætti, t.d. sem lögmaður landeigenda í deilu við orkufyrirtæki um verðmæti vatnsréttinda, sem stjórnarmaður í orkufyrirtæki í eigu ríkisins og sem hvatamaður að stofnun ÁORKU, áhugahóps lögfræðinga um orkurétt, fyrr á þessu ári. Hilmar Gunnlaugsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.