Bændablaðið - 15.11.2018, Síða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 201850
Árið 1998 var fyrsti mjalta-
þjónninn settur upp í Danmörku
og var það um leið sá fyrsti á
Norðurlöndunum og á þessi tækni
því 20 ára afmæli í ár. Síðan hefur
útbreiðsla þessarar alsjálfvirku
mjaltatækni verið hröð.
Í árslok 2017 voru 4.811
kúabú með þessa tækni í notkun
á Norðurlöndunum samkvæmt
nýbirtu uppgjöri NMSM
samtakanna. NMSM samtökin,
sem eru samstarfsvettvangur
Norðurlandanna um ýmis málefni
sem snerta mjólkurframleiðslu,
taka einnig saman ýmsar fróðlegar
upplýsingar um mjólkurframleiðslu
landanna almennt og verður hér
gerð grein fyrir helstu staðreyndum
um mjólkur f ramle iðs lu
Norðurlandanna árið 2017.
Þeim bæði fjölgar og fækkar!
Síðustu árin hefur mjaltaþjónum
fjölgað nokkuð jafnt og þétt á
Norðurlöndunum en þó er þróunin
afar ólík á milli landanna (sjá bæði
mynd og töflu). Þannig hefur þeim
fjölgað mun örar í þeim löndum
þar sem bústærðin er að jafnaði
minni, þ.e. Noregi, Finnlandi og hér
á landi. Í Svíþjóð og í Danmörku
er staðan hins vegar önnur og
á meðan fjöldi þeirra stóð í stað
í Svíþjóð á milli áranna 2016 og
2017 þá fækkaði búum með þessa
tækni í Danmörku eins og sjá má
við skoðun á mynd 1.
Þessi þróun bæði í Svíþjóð og
Danmörku hefur verið skýrð með
því að þar sem afköst mjaltaþjóna
takmarkast við um það bil 65 kýr í
hverjum mjaltaþjónaklefa þá henti
þessi tækni síður á stærri búum. Þá
liggur fyrir að kostnaðurinn við að
mjólka með alsjálfvirkri tækni er
mikill og ekki til dýrari aðferð við
mjaltir og því velja stærri kúabúin
ekki þessa tækni, enda þau oftar en
ekki hvort sem er með starfsfólk í
vinnu sem getur þá mjólkað.
Hlutfallslega flestir mjaltaþjónar
á Íslandi
Mjaltaþjónabúum, talin sem
starfandi bú 31. desember 2017,
fjölgaði á árinu úr 4.629 í árslok
2016 í 4.811 um síðustu áramót eða
alls um 182 bú. Árið þar á undan
fjölgaði þeim um nánast sama
fjölda eða um 185 bú. Þá voru
mjaltaþjónar á 21,8% búanna og
hæsta hlutfallið á Norðurlöndum er
einmitt hér á Íslandi en um síðustu
áramót var þessi mjaltatækni á
31,6% af búum landsins sem er án
nokkurs vafa hæsta hlutfall í heimi.
Á hinum enda skalans eru finnsku
mjaltaþjónabúin en hlutfall þeirra
er ekki nema 15,8%.
Nærri 8 þúsund mjaltaþjónar
Ef horft er til fjölda þeirra
mjaltaþjóna sem voru í notkun
í árslok 2017 þá fjölgaði þeim
um 306 og fór fjöldi þeirra úr
7.447 um þarsíðustu áramót í
7.753 mjaltaþjóna um síðustu
áramót. Mestan fjölda er enn
að finna í Danmörku eða 2.055
mjaltaþjóna, sem er þó fækkun um
98 mjaltaþjóna frá árinu á undan.
5,6% fækkun kúabúanna
Niðurstöður uppgjörsins vegna
síðasta árs sýna að þróunin með
fækkun kúabúa lætur engan bilbug
á sér finna og fækkaði kúabúum,
miðað við síðasta ár, í öllum
löndunum. Alls hættu 1.324 kúabú
á árinu 2017 sem er mjög svipuð
fækkun og varð árið 2016 en þá
hurfu á braut 1.288 kúabú. Mest
hlutfallsleg fækkun búa varð í
Finnlandi en þar dróst fjöldi búa
saman um 7,0% frá árinu 2016 og
fækkaði þar alls um 512 kúabú. Þar
á eftir kom svo Svíþjóð með 5,4%
fækkun kúabúa og þá Noregur með
5,2% fækkun. Hér á landi fækkaði
kúabúum hlutfallslega minnst eða
um 3,9%.
Kúabúum fækkar einnig í
Noregi
Þessi þróun með fjölda kúabúa í
Noregi er sérstaklega áhugaverð
vegna þeirrar staðreyndar að þar í landi
hefur hinu opinbera stuðningskerfi
mjólkurframleiðslunnar verið
tvinnað saman við byggðastuðning,
einmitt í þeim tilgangi að reyna að
koma í veg fyrir að kúabú leggi
upp laupana. Þetta er ekki gert
með jafn skýrum hætti á hinum
Norðurlöndunum og því mætti ætla
að í Noregi væri þróunin með fjölda
kúabúa önnur en á hinum löndunum.
Tilfellið er hins vegar að þrátt fyrir
allar aðgerðir hætta smærri búin
greinilega í Noregi hvert af öðru,
rétt eins og í öðrum löndum. Það er
þó ekki þar með sagt að bændurnir
flytji af jörðum sínum enda er
NMSM ekki með upplýsingar um
slíkt. Þess má reyndar geta að þróun
á fjölda fjósa hefur nánast verið eins
í öllum löndum heimsins undanfarna
áratugi og það nokkurnveginn óháð
hinu fjölbreytilega ytra umhverfi bú-
anna: þau stækka og þeim fækkar.
Þrátt fyrir fækkun búa á heimsvísu
heldur þó mjólkurfram-leiðslan í
heimum áfram að aukast ár frá ári.
Nánast óbreytt framleiðsla
á milli ára
Þegar framleiðslutölurnar eru
skoðaðar má sjá að mjólkur-
framleiðsla Norðurlandanna hefur
verið nánast óbreytt þrjú síðustu árin
eða um 12,3 milljarðar kílóa en árleg
framleiðsla landanna hefur verið að
vaxa um 0,1-0,2% undanfarin ár og
jókst síðasta ár um 26 milljónir
kílóa. Þessi þróun er einkar
athyglisverð í ljósi þess að eftirspurn
eftir mjólkurvörum á heimsvísu
eykst stöðugt og afurðastöðvar
í öllum þessum löndum standa í
einhverjum útflutningi samhliða
innanlandssölunni. Þróunin er þó
ólík á milli landanna fimm og á
meðan framleiðslan hefur aukist
bæði hér á landi og í Danmörku
á liðnum árum þá hafa hin löndin
þrjú verið að gefa eftir. Hér á landi
jókst framleiðslan um innan við
1% en í Danmörku jókst hún um
2,3% á milli ára eða um 121 milljón
kílóa. Árabilið þar á undan jókst
mjólkurframleiðslan einnig mikið í
Danmörku eða um 98 milljónir kílóa.
Mestur hlutfallslegur samdráttur í
framleiðslu varð í Noregi á síðasta
ári og dróst framleiðslan þar saman
um 1,8% og þar á eftir komu sænsku
kúabúin en þau framleiddu 1,6%
minna magn af mjólk í fyrra en
árið 2016.
Dönsk mjólkurframleiðsla
langstærst
Líkt og undanfarin ár þá vegur
mjólkurframleiðslan hér á landi
ekki þungt á vogarskálar mjólkur-
framleiðslu Norðurlandanna og
sem fyrr tróna þar á toppnum
dönsku kúabændurnir með 44,6%
heildarframleiðslunnar og hefur
þetta hlutfall þeirra aukist ár frá
ári undanfarin ár. Ef þróunin
verður áfram eins á komandi árum,
verður helmingur allrar mjólkur
á Norðurlöndum framleidd í
Danmörku árið 2023. Næststærsta
framleiðsluland mjólkur á
Norðurlöndunum er svo Svíþjóð
með 22,9% og þar á eftir kemur
svo Finnland með 19,2%. Norsku
kúabúin standa svo undir 12,1% og
við Íslendingar rekum síðan lestina
með 1,2% af heildarframleiðslu
mjólkur á Norðurlöndunum.
Örlítil fækkun mjólkurkúa
Þrátt fyrir að kúabúum á
Norðurlöndum hafi fækkað verulega
á síðasta ári þá hefur kúm fækkað
hlutfallslega lítið á sama tíma.
Skýringin felst fyrst og fremst í því
að flest þeirra kúabúa sem hætta
eru í Finnlandi og Noregi og þar
eru búin einnig minnst, svo áhrif
fækkunar búanna á kúafjöldann á
Norðurlöndum er hverfandi. Þá er
auðvitað alþekkt að bændur sem
hætta selja sína bestu gripi til lífs
á önnur bú, svo þess vegna fækkar
kúm ekki hratt. Fjöldi þeirra fór
þannig úr 1.411 þúsund kúm í árslok
árið 2016 í 1.402 þúsund kýr í árslok
2017. Mest fækkaði kúm í Noregi og
Finnlandi en þeim fjölgaði á sama
tíma á hinum Norðurlöndunum og
mest í Danmörku eða um 6 þúsund.
Meðalkýrin að skila 8.789 kg í
afurðastöð
Líkt og búast má við þá er
afurðasemi kúnna sem notaðar eru
á Norðurlöndum afar misjöfn eftir
löndum enda spilar bæði kúakynið,
Á FAGLEGUM NÓTUM
Snorri Sigurðsson
snsig@arlafoods.com
20 ár með mjaltaþjóna á Norðurlöndunum
Þróun útbreiðslu mjaltaþjónabúa
á Norðurlöndunum frá 1998