Bændablaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 51
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2018 51
Ræktunarbú Mt. A.eink Fjöldi Sæti
Ketilsst./S-Gegnishólar Bergur Jónsson og Olil Amble 8,45 15 1 Afkv
Garðshorn á Þelamörk Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius 8,67 5 2 Afkv
Berg Anna Dóra Markúsdóttir, Jón Bjarni Þorvarðarson og fjölsk. 8,63 4 3 - 5
Stuðlar Edda Björk Ólafsdóttir og Páll Stefánsson 8,47 6 3 - 5
Torfunes Baldvin Kr. Baldvinsson 8,46 7 3 - 5 Afkv
Hamarsey Hannes Sigurjónsson og Inga Cristina Campos 8,43 8 6 - 8 Afkv
Steinsholt Jakob S. Sigurðsson og Sigurður G. Sigurðsson 8,50 4 6 - 8
Þúfur Mette Mannseth og Gísli Gíslason 8,41 9 6 - 8
Fet Karl Wernersson, Hrossaræktarbúið FET ehf 8,33 16 9 - 10 Afkv
Steinnes Magnús Jósefsson, Líney Árnadóttir og fjölsk. 8,35 11 9 - 10 Afkv
Stóra-Vatnsskarð Benedikt G. Benediktsson 8,36 9 11 Afkv
Íbishóll Elisabeth Jansen og Magnús B. Magnússon 8,36 8 12 Afkv
Auðsholtshjáleiga Gunnar Arnarson, Kristbjörg Eyvindsdóttir og fjölskylda 8,18 8
Austurás Haukur Baldvinsson, Ragnhildur Loftsdóttir og fjölskylda 8,33 8
Álfhólar Sara Ástþórsdóttir 8,33 5
Árbæjarhjáleiga II Marjolijn Tiepen, Kristinn Guðnason og fjölsk. 8,27 10 Afkv
Ármót Ármótabúið ehf 8,21 4
Ásbrú Vilberg Skúlason 8,21 4
Blesastaðir 1A Hólmfríður B. Björnsdóttir, Magnús Tr. Svavarsson og fjölsk. 8,15 11
Brúnastaðir 2 Ketill Ágústsson 8,33 4
Dalland Gunnar Dungal og Þórdís Sigurðardóttir, Hestamiðstöðin Dalur ehf 8,27 5
Egilsstaðakot Einar Hermundsson og fjölsk. 8,37 4
Enni Eindís Kristjánsdóttir og Haraldur Þór Jóhannsson 8,17 4
Eyland Davíð Matthíasson og Rut Skúladóttir 8,32 4
Eystra-Fróðholt Ársæll Jónsson, Anna Fía Finnsdóttir og fjölsk. 8,20 10 Afkv
Hafsteinsstaðir Hildur Claessen og Skapti Steinbjörnsson 8,31 5
Hlemmiskeið 3 Árni Svavarsson og Inga Birna Ingólfsdóttir 8,31 5
Hólar Hólaskóli 8,32 5
Hvolsvöllur Helga Friðgeirsdóttir og Ásmundur Þór Þórisson 8,34 5
Höfðabakki Sigrún Kristín Þórðardóttir og Sverrir Sigurðsson 8,25 4
Kirkjubær Ágúst Sigurðsson, Unnur Óskarsdóttir og fjölsk., Kirkjubæjarbúið sf 8,33 10 Afkv
Kjarr Helga Sigurðardóttir, Helgi Eggertsson og fjölskylda 8,22 7
Kjartansstaðir Þorvaldur Geir Sveinsson 8,29 5
Kolsholt 2 Helgi Þór Guðjónsson, Oddný L. Guðnadóttir og Guðjón Sigurðsson 8,23 5
Kvistir Kvistir ehf. 8,21 11 Afkv
Leirubakki Anders Hansen og fjölskylda 8,33 6
Litla-Brekka Vignir Sigurðsson 8,23 6
Margrétarhof Margrétarhof hf 8,20 5
Prestsbær Inga og Ingar Jensen, Prestsbær ehf 8,31 5
Rauðalækur Eva Dyröy, Guðmundur Fr. Björgvinsson, Kristján Ríkharðsson 8,36 6
Skipaskagi Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir 8,34 7
Skíðbakki III Erlendur Árnason og Sara Pesenacker 8,17 6
Stóra-Hof Bæring Sigurbjörnsson og Kolbrún Jónsdóttir 8,18 6
Strandarhjáleiga Þormar Andrésson, Sigurlín Óskarsdóttir og fjölsk. 8,30 8 Afkv
Strandarhöfuð Auður M. Möller, Guðmundur M. Stefánsson, Strandarhöfuð ehf 8,20 4
Sunnuhvoll Anna Björg Níelsdóttir og fjölsk. 8,16 4
Vesturkot Finnur Ingólfsson og fjölsk. 8,26 9 Afkv
Þjóðólfshagi 1 Sigurður Sigurðarson og Sigríður Arndís Þórðardóttir 8,29 6
Þjórsárbakki Haraldur Þorgeirsson 8,29 5
Eins og mörgum er í fersku minni
tilnefndi Fagráð í hrossarækt
alls 12 ræktunarbú til sérstakrar
viðurkenningar fyrir framúr-
skarandi ræktunar árangur
á árinu 2018. Heiðursviður -
kenninguna ræktunarbú ársins
2018 hlutu Bergur Jónsson og
Olil Amble á uppskeru hátíð
hestamanna þann 27. október
síðastliðinn en þau kenna hross
sín við Ketilsstaði og Syðri-
Gegnishóla.
Mikill fjöldi búa náði afgerandi
góðum árangri á sýningaárinu 2018.
Til að afmarka val ræktunarbúa
og leiða að niðurstöðu eru fyrst
tilgreind öll hrossaræktarbú
sem sýnt hafa fjögur eða fleiri
hross í fullnaðardómi á árinu.
Að auki verða minnst tvö að
hafa náð aðaleinkunn 8,0 eða
hærra. Þá eru einkunnir leiðréttar
eftir aldri og kyni líkt og gert
er við kynbótamatsútreikninga.
Þetta gerir allar einkunnir
samanburðarhæfar áður en
búunum er svo raðað upp eftir
leiðréttum einkunnum og fjölda
sýndra hrossa. Búin sem komast
í pottinn verða að ná fjórum
hrossum að lágmarki með 8.00
í aðaleinkunn eftir leiðréttingu
sem er þá önnur sía á gögnin. Þá
reiknast afkvæmaverðlaunahross
(stóðhestar og hryssur) til stiga
fyrir sína ræktendur samkvæmt
föstum reglum þar um.
Í meðfylgjandi töflu eru öll búin,
49 að tölu, sem uppfylltu fyrrnefndar
lágmarkskröfur árið 2018.
Dálkarnir sýna meðaltal leiðréttrar
aðaleinkunnar og fjölda sýndra
hrossa (en afkvæmahross bæta við
fjöldann). Þá er sérstaklega tilgreint
í síðasta dálknum ef afkvæmahross
leggja til stiga og auka á fjölda
hrossa fyrir búið á árinu. Efst í
töflunni eru þau tólf bú sem tilnefnd
voru til viðurkenningarinnar í ár í
þeim sætum sem útreiknuð stig
raðaði þeim í en þar fyrir neðan
eru búin sem komust auk þeirra til
greina í ár í stafrófsröð.
Ræktunarbú ársins 2018
Þorvaldur Kristjánsson
ábyrgðarmaður í
hrossarækt
thk@rml.is
HROSS&HESTAMENNSKA
framleiðsluaðferðirnar og hefðir inn
í þá mynd. Í svona samanburði er
oftast notast við upplýsingar um
heildarskráða innvegna mjólk
og svo heildarfjölda skráðra
mjólkurkúa og má sjá þennan
samanburð í meðfylgjandi töflu.
Eins og undanfarin ár eru mestar
afurðir að finna í Danmörku þar
sem 9.554 kíló mjólkur skila sér
í afurðastöð eftir árskúna og þar á
eftir koma svo sænsku kýrnar rétt á
undan þeim finnsku með 8.748 kg.
Ef öll Norðurlöndin eru sett saman
þá skilaði meðalkýrin í afurðastöð
8.789 kílóum mjólkur árið 2017.
Langstærstu búin í Danmörku
Meðalbústærðin á Norður löndunum
er nú komin í 63 árskýr og jókst
bústærðin í öllum löndunum nema
Noregi á síðasta ári, í samanburði
við árið 2016. Það þarf engan
að undra að dönsku kúabúin eru
sem fyrr langstærst og það á ekki
einungis við samanburð á milli
Norðurlandanna heldur Evrópu
allrar. Meðalbúið í Danmörku
var með 194 kýr í árslok 2017
og þess má reyndar geta að nú,
þegar þessi grein er rituð, er
meðalbústærðin í Danmörku komin
yfir 200 árskýr. Bústærðin á hinum
Norðurlöndunum er langtum minni
en sænsku búin eru þau næststærstu
með 89 kýr að jafnaði. Þá koma
íslensku kúabúin með 47 kýr, svo
þau finnsku um 40 kýr og lestina
reka norsku búin með 25 kýr að
jafnaði.
Meðalbúið með 557 þúsund kíló
Ársframleiðsla norrænu kúabúanna
er auðvitað nátengd bústærðinni
en að jafnaði lagði hvert bú inn
557 þúsund lítra á síðasta ári og
jókst meðalinnvigtunin um 6,1%
frá árinu 2016. Rétt eins og með
kúafjöldann er munurinn á milli
landanna hér mikill og þannig lögðu
dönsku kúabúin að jafnaði inn 1,8
milljónir lítra en þau norsku ekki
nema 183 þúsund lítra eða tíund á
við þau dönsku.
Heimild: Tæknihópur NMSM
Í sveitinni á Fjóni í Danmörku. Mynd / HKr.
Hlýnun jarðar:
Sæðisfrumum fækkar
Talning á sæðisfrumum hjá karl-
kynsbjöllum sýnir að frumunum
fækkar við hækkandi hita og að
margar karlkyns bjöllur verða
ófrjóar við hitabylgjur.
Vísindamenn sem láta sig
frjósemi karlkyns bjalla varða segja
að ófrjósemi karlbjalla eigi eftir
að aukast með hækkandi lofthita á
jörðinni. Bjöllum í heiminum er skipt
í um 400 þúsund ólíkar tegundir.
Þrátt fyrir að fjöldi bjalla í heiminum
sé enn mikill hefur þeim fækkað
gríðarlega undanfarna áratugi.
Rannsóknir sýna einnig að fjöldi
sáðfruma hjá spendýrum eins og
mönnum, nautgripum og sauðfé
fækkar einnig við hækkandi hita.
Talning á sáðfrumum manna sýna að
í mörgum löndum hefur fjöldi þeirra
dregist saman um helming á síðustu
50 árum og ófrjósemi aukist.
Í sjálfu sér þarf aukin ófrjósemi
mannkyns ekki að vera af hinu slæma
á tímum offjölgunar. Verra er aftur
á móti með bjöllurnar þar sem þær
eru nauðsynlegur hlekkur í hringrás
náttúrunnar. /VH
Ófrjósemi karlkyns bjalla eykst með hlýnun jarðar.
0030365 --