Bændablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júlí 201818 Á liðnu ári var hið sérstæða íslenska forystufé skilgreint sem sérstakt fjárkyn. Samþykktu þá þeir aðilar sem fara með ræktunarmál sauðfjár hér á landi tillögu þess efnis sem kom fram í grein um forystufé, sem birtist í Náttúrufræðingnum í árslok 2015. Var lagt til að ekki yrði lengur litið á forystufé sem undirtegund sauðfjárins, heldur væri rétt að skilgreina það sem sértakt fjárkyn vegna sérkenna sinna; bæði í atferli og útliti. Áhugi erlendis frá Höfundar greinarinnar voru þau Jón Viðar Jónmundsson, Lárus G. Birgisson, Sigríður Jóhannesdóttir, Emma Eyþórsdóttir, Þorvaldur Kristinsson og Ólafur R. Dýrmundsson. Ólafur segir höfundana vera þeir innlendu búvísindamenn sem helst hafa unnið að athugunum og rannsóknum á forystufénu. „Í seinni tíð hafa erlendir vísindamenn sýnt þessu fé líka áhuga, samanber samnorrænu rannsóknina sem kynnt verður í Litháen,“ segir Ólafur. Hann vísar þar til 100 ára afmælisráðstefnu á vegum NJF (félags norrænna búvísindamanna) í Kaunas sem haldin var í lok júní, þar sem Ólafur lagði fram vísindaleg gögn um að framvegis verði forystufé skilgreint sem sérstakt kyn á Íslandi. „Forystufé sker sig vissulega úr öðru fé, einkum vegna þeirra meðfæddu atferlislegu eiginleika að fara á undan fé í rekstri. Það er háfættara og ekki eins þéttvaxið og annað íslenskt fé, enda ekki kynbætt með tilliti til kjöteiginleka. Þá er það svo til allt mislitt og hyrnt. Forystufé er því gjarnan mjög áberandi í hjörðinni enda afar vökult. Um árabil hefur verið unnið að nokkrum rannsóknum á for- ystufénu, þar með á hinu sérstæða atferli þess. Nú er m.a. verið að vinna úr niðurstöðum samnorræns tilraunaverkefnis þar sem einkum hafa verið könnuð viðbrögð kinda af forystukyni við áreiti – svo sem frá hundum, fólki og drónum – samanborið við annað fé,“ segir Ólafur. Aðgreint frá sauðfé með augljósum hætti „Hin almenna viðmiðun er líf- fræðileg og snertir bæði útlit og atferli. Til þess að teljast sérstakt kyn þarf sá erfðahópur að hafa það mikil sérkenni að þau aðgreini hann með augljósum hætti. Það gerir forystuféð vissulega saman- borið við annað íslenskt fé eins og það er í dag,“ útskýrir Ólafur þegar hann er spurður um það hvernig skilgreiningin sé fengin. „Þessi skilgreining er ekki neins staðar bundin í lögum og reglu- gerðum en við þekkjum þessi við- mið úr erlendu samstarfi; norrænu, evrópsku og alþjóðlegu. Þeir aðilar hér á landi sem fara með ræktunar- mál sauðfjár; erfðanefnd landbún- aðarins, Bændasamtök Íslands og Fagráð í sauðfjárrækt, staðfestu þessa tillögu okkar greinarhöfunda í fyrra. Þessi skilgreining er algild og nú fellur það í hlut erfðanefndar landbúnaðarins að skrá íslenska forystuféð sem sérstakt sauðfjárkyn í hinn alþjóðlega gagnabanka fyrir erfðaauðlindir búfjár í heiminum sem er í vörslu FAO, Matvæla og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Skilgreiningin hefur því alþjóðlegt gildi.“ Ólafur segir að rétt sé að hafa í huga að forystufé sé hvergi annars staðar til í heiminum. Í Bandaríkjunum og Kanada sé verið að byggja upp slíkan stofn með sæðingum héðan en utan Íslands sé ekki til hreinræktað forystufé. Að sögn Ólafs er talið að forystufjárkynið hér telji samtals um 1.000 einstaklinga og blendingar geti verið um 400. /smh FRÉTTIR Rannsóknamiðstöð ferðamála: Ferðamenn ánægðir með náttúru Kröflusvæðisins Ferðamenn sem heimsækja Kröflusvæðið eru mjög ánægð- ir með náttúru svæðisins og þykir hún falleg og áhrifamik- il. Þetta er niðurstaða skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferða- mála, RMF sem gerði könnun á afstöðu ferðamanna til Þeistareykjastöðvar. Niðurstöður benda til að áhrif virkjunarfram- kvæmda geti tæpast talist umtals- verð. Skýrslan fjallar um rannsókn sem var ætlað að meta áhrif Kröfluvirkjunar og tengdra mannvirkja á upplifun ferðamanna og bera niðurstöður saman við niðurstöður úr sambærilegri rannsókn sem fór fram á Blöndusvæði árið 2016. Þótt svarendur könnunarinnar telji Kröflusvæðið örlítið meira manngert og talsvert háværara en við átti um þá sem svöruðu könnunum á svæðum þar sem ekki var búið að virkja á, eru ferðamenn engu að síður mjög ánægðir með náttúru svæðisins og finnst hún falleg og áhrifamikil. Í samanburði við þau svæði sem voru til skoðunar í þeim rannsóknum sem voru hafðar til hliðsjónar eru ferðamenn við Kröflu annaðhvort jafnánægðir eða ánægðari með náttúru svæðisins. Mannvirki virðast því ekki hafa neikvæð áhrif á upplifun þeirra, ef marka má niðurstöður spurningakönnunarinnar. /MÞÞ Mítill finnst í innfluttum búrfuglum: Sníkillinn ekki fundist hér á landi áður Matvælastofnun tilkynnti fyrir skömmu innflytjendum búrfugla þá ákvörðun sína að draga til baka heimild til innflutnings á búrfuglum sem verið hafa í sóttkví síðan í febrúar. Ástæðan eru ítrekuð brot innflytjanda á þeim skilyrðum sem sett voru fyrir innflutningnum. Í vetur greindist mítillinn Ornithonyssuss sylviarium á fugli sem hafði drepist í sóttkví. Það sníkjudýr hefur ekki fundist á fuglum hér á landi áður. Sníkjudýrið getur haft alvarleg áhrif á heilsu og velferð fugla og því mikilvægt að koma í veg fyrir að hann berist til landsins. Í ljósi þess að ekki er hægt að tryggja útrýmingu mítilsins með meðhöndlun, ákvað Matvælastofnun að hafna innflutningi á þessum fuglahópi og gaf innflytjanda kost á að flytja fuglana úr landi eða aflífa þá. Við skoðun Matvælastofnunar kom í ljós að um þriðjung af þeim fuglum sem áttu að vera eftir í sótt- kvínni vantaði og að innflytjandi hafði ekki gert grein fyrir afdrifum þeirra. Til stóð að aflífa þá fugla sem eftir voru í sóttkvínni í dag en innflytjandi neitaði starfsfólki Matvælastofnunar um aðgang. Meðal skilyrða sem gilda um sóttkví er að komi upp veikindi eða slys hjá fugli skuli tilkynna það til Matvælastofnunar svo fljótt sem auðið er. Jafnframt er tekið fram að ef fugl drepst í sóttkví skuli hann krufinn. Við eftirlit í sóttkvínni kom í ljós að fjöldi fugla var aðeins 232, sem er 126 fuglum færra en í upp- hafi. Innflytjandi hafði aðeins tilkynnt um einn dauðan fugl til Matvælastofnunar en afhent samtals 13 hræ í eftirlitsheimsóknum stofnunarinnar. Auk þess höfðu þrír fuglar verið aflífaðir í rannsóknartilgangi. Um afdrif 110 fugla er því ekki vitað en að sögn innflytjanda höfðu þeir drepist og hræjum þeirra þegar verið eytt í sorpbrennslustöð. Stofnunin hefur kannað möguleika á að senda fuglana aftur til upprunalandsins en það krefst vottunar á heilbrigði þeirra sem er í ljósi hárrar dauðatíðni ekki hægt að gefa út. /VH Íslenska forystuféð er nú skilgreint sem sérstakt fjárkyn – Er einstakt á heimsvísu – Niðurstaðan kynnt norrænum búvísindamönnum 91 . júlí Öll erlend starfsemi Mjólkur- samsölunnar hefur verið nú verið flutt yfir í nýstofnað dótturfélag MS en frá og með 1. júlí heyrir allur útflutningur fyrirtækisins undir, Ísey útflutning ehf. (Ísey Export ltd.). Þessar breytingar eru liður í því að setja meiri kraft og fókus á alþjóðlega vörumerkið Ísey skyr á erlendum mörkuðum. Ísey skyr er nú fáanlegt í 15 löndum og umsvifin alltaf að aukast enda gríðarlega mikill áhugi á íslenska skyrinu um heim allan. Ísey útflutningur ehf. sér einnig um allan annan útflutning á vörum sem MS selur á erlenda markaði. Þeir starfsmenn sem áður unnu á útflutningssviði MS munu flytjast með yfir í dótturfyrirtækið og hafa þessar breytingar engin áhrif á daglega starfsemi. Jón Axel Pétursson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs MS, sem hann hefur sinnt frá árinu 2007, og tekur við starfi framkvæmdastjóra hjá Ísey útflutningi ehf. Þá mun Erna Erlendsdóttir, sem sinnt hefur starfi útflutningsstjóra MS, taka við sem sölu- og markaðsstjóri hjá nýja félaginu. Að sögn Jóns Axels Péturssonar, framkvæmdastjóra Ísey útflutn- ings ehf., eru þetta skynsamlegar breytingar til að fylgja eftir þeim fjölmörgu tækifærum sem hið alþjóðlega vörumerki Ísey skyr stendur frammi fyrir. „Það eru mörg sóknartækifæri fram undan fyrir Ísey skyr og töldum við skynsamlegt að halda utan um þessi tækifæri og efla starfið í sérstöku félagi sem einbeit- ir sér að þessum verkefnum. Með þessu getum við jafnframt sinnt þjónustu við viðskipavini okkar enn betur og einfaldað verkferla til mikilla muna.“ Ísey skyr er nú selt á eftir- farandi erlendum mörkuðum: Norðurlöndunum, Færeyjum, Bretlandi, Írlandi, Möltu, Sviss, Rússlandi, Hollandi, Lúxemborg, Belgíu og Ítalíu. Í byrjun næsta árs munu svo fleiri lönd bætast í hópinn þegar sala á Ísey skyri hefst í Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Japan. Nýtt dótturfélag Mjólkursamsölunnar: Ísey útflutningur ehf. stofnað fyrir erlenda starfsemi MS Friðrik Már Baldursson nýr formaður verðlagsnefndar búvara Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, verður formaður nýskipaðrar verðlagsnefndar búvöru. Friðrik er með doktorspróf í tölfræði og hagnýtri líkindafræði frá Columbia University í Bandaríkjunum. Hann starfaði um árabil hjá Þjóðhagsstofnun og síðustu 15 ár sem prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Friðrik Már hefur m.a. verið formaður stjórnar Hafrann- sóknastofnunar og Landsnets og setið í bankaráði Seðlabanka Íslands. Verðlagsnefndin er skipuð sjö einstaklingum og samkvæmt búvörulögum skulu tveir fulltrúar vera tilnefndir af samtökum launþega, tveir af Bændasamtökum Íslands, tveir af Samtökum afurðastöðva í mjólkurframleiðslu auk þess sem ráðherra landbúnaðarmála skipar formann nefndarinnar. Forystusauðirnir Eitill og Glænefur á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi haustið 2015. Mynd / TB Mítillinn Ornithonyssuss sylviarium hefur ekki fundist hér á landi áður og getur haft alvarleg áhrif á heilsu og velferð fugla. Við skoðun Matvælastofnunar kom í ljós að um þriðjung af þeim fuglum sem áttu að vera eftir í sóttkvínni gert grein fyrir afdrifum þeirra. Mynd / HKr. Íslenskir lögreglumenn fengu á dögunum að bragða Ísey skyr í Rússlandi sem framleitt er af Rúss- um samkvæmt samningi við MS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.