Bændablaðið - 05.07.2018, Side 30

Bændablaðið - 05.07.2018, Side 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júlí 201830 Frækinn ferill frumburðarins á Vesturkoti verður seint endurtekinn: Það er víst aðeins einn Spuni Enginn hefði getað gert sér í hugarlund hvaða ævintýri var í uppsiglingu þegar fyrsta folald hrossaræktenda á Vesturkoti á Skeiðum leit dagsins ljós árið 2006. Ferill Spuna hefur að sögn fjölskyldunnar verið röð hamingjustunda. Um helgina mun fjölskyldan gleðjast enn einu sinni yfir árangri Spuna þegar þau munu hampa æðstu viðurkenningu hrossarækt- arinnar. Árið er uppskeru- drjúgt í Vesturkoti því nýlega fjölgaði fjölskyldumeðlimum. Bændablaðið leit í heimsókn. Hulda Finnsdóttir og Þórarinn Ragnarsson tóku við rekstrinum á hrossaræktarbúinu Vesturkoti fyrir ári síðan. Við það breyttu þau rekstrarformi staðarins en nú mætti kalla Vesturkot alhliða þjón- ustumiðstöð fyrir hesta og hesta- menn. Þar eru um 30 hross á húsi í tamningu og þjálfun nær allan ársins hring, fjöldi hrossa fá þar uppeldi og fóðrun, ræktunarhross hafa athvarf auk þess sem boðið er upp á reiðkennslu. Um 1–2 starfsmenn starfa að jafnaði með þeim Þórarni og Huldu, sem rétt er risin upp úr sængurlegu þegar Bændablaðið ber að garði. Þessa dagana fer mesta vinn- an í að para stóðhesta og hryssur. Útgerð á vinsælum stóðhesti kall- ar á umfangsmikið utanumhald. Hafa þarf skrásetningar yfir pant- anir á hreinu og fylgja þeim eftir, vönduð umönnun um hestinn og hryssurnar sem til hans koma eru grundvallarforsenda og samskipti við eigendur þeirra mikilvæg, svo ekki sé talað um að halda uppi almennilegri aðstöðu bæði fyrir dýr og menn. Það má því auðveldlega segja að Spuni frá Vesturkoti sé út af fyrir sig heilt fyrirtæki. Hann á meira að segja sitt eigið myllu- merki – #þaðerbaraeinnspuni. Sterkt bakland Spuni er fyrsta folald ræktað af Finni Ingólfssyni, fv. ráðherra og seðla- bankastjóra. Árið var 2006 og hafði Finnur þá nýlega fest kaup á jörðinni Vesturkoti. „Það hafði alltaf verið draumur hjá pabba að eiga eina ræktunarhrys- su. Þegar hann varð fimmtugur árið 2004 ákváðum við systkinin og mamma að gefa honum eina slíka. Einar Öder Magnússon, frændi okkar, benti okkur á þessa meri, Stelpu frá Meðalfelli, sem hann hafði haft í tamningu og sýnt það sama ár. Við keyptum hana og pabbi notaði Stelpu sem reiðhryssu fyrsta árið en hélt henni svo árið 2005,“ segir Hulda. Stelpa frá Meðalfelli, móðir Spuna, er undan góðhestinum Oddi frá Selfossi sem Einar Öder ræktaði og átti. Móður Stelpu, Eydísi frá Meðalfelli, þekkti Einar einnig vel, en Svanhvít Kristjánsdóttir, kona Einars, sýndi hana fyrir kynbóta- dómi árið 1996. Hún hlaut þá 8,93 fyrir hæfileika sem þótti sjaldgæfur dómur en þess má geta að aðeins ellefu hross hlutu 8,90 eða hærra fyrir hæfileika fyrir árið 2000. „Það vilja auðvitað allir sem rækta eða tengjast forfeðrunum bendla gæði hestsins við þá. En Einar Öder vildi alltaf meina að Spuni væri líkastur Eydísi ömmu sinni, hún hefði víst verið með svona svakalegt fet og svipuð í geðslagi. Ég hef nú alltaf ímyndað mér að svo sé, úr því að hann sagði það. En auðvitað eru margir þættir sem gera Spuna að þeim hesti sem hann er. Það standa frábærir hestar í röðum bak við hann, eins og Álfadís frá Selfossi, sem er sjálfsagt mesta rækt- unarundur sem hefur komið fram seinni ár,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir að Finnur hafi farið á Landsmót hestamanna árið 2000 og séð þar Álfadísi í kynbóta- dómi 4 vetra og orðið afar hrifinn af henni. Einar Öder hafi svo bent honum á að Álfasteinn, sonur henn- ar, væri til taks í nágrenninu árið 2005 og þeir urðu sammála um að halda Stelpu við hann. Síðan þá hefur Stelpa eign- ast tólf afkvæmi og eru þau mörg tengd svipuðum blóðlínum, hún á t.a.m. tvö afkvæmi undan Álfarni frá Syðri-Gegnishólum sem er albróðir Álfasteins. Ævintýraleg ásókn eftir stjörnudóm Ólafur Ásgeirsson tamdi Spuna og þjálfaði fyrstu þrjú árin, en Þórður Þorgeirsson sýndi hann fyrst fyrir kynbótadómi árið 2011, þá 5 vetra gamlan. Dómurinn reyndist sögu- legur, hann fékk 8,92 í aðaleinkunn sem er hæsti kynbótadómur sem 5 vetra hestur hefur hlotið og Spuni varð stjarna á einni nóttu. Hann kom svo fram á Landsmóti það sama ár og var þar hæst dæmda hross móts- ins. Ýmsar sögur af einhvers konar múgæsingu sem myndaðist í fram- haldi eru nokkuð litríkar. Aðsóknin í gæðinginn átti víst að hafa verið svo yfirdrifin að langar bílaraðir með HROSS&HESTAMENNSKA Spuni og Þórarinn bregða á leik. Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is Úti á túni una tugir hryssna sér vel, en þær eru á leið til fundar með stóð- hestum á Vesturkoti. Hér er Hrafn- hetta frá Steinnesi og folaldið Rúsína undan Hring frá Gunnarsstöðum. Spuni er fullur sjálfsöryggis að sögn þeirra Huldu Finnsdóttur og Þórarins Ragnarssonar og gerir sér fulla grein fyrir stöðu sinni sem kóngs á Vesturkoti. Myndir/ghp

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.