Bændablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júlí 201858 LESENDABÁS Minningarstund um mýrdælska förukonu, Vigdísi Ingvadóttur f. 1864–d. 1957 Hinn 16. júní var ég viðstaddur eftir- minnilega athöfn í Skeiðflatarkirkju í Mýrdal. Þar var verið að minnast Vigdísar Ingvadóttur úr Mýrdal, sem fædd var í Norður-Hvammi árið 1864, en átti heimili seinni hluta ævinnar á Norður-Hvoli. Hún var einstæðingur, förukona, sem gekk undir nafninu Vigga gamla. Hún fór milli bæja í Mýrdal og Eyjafjöllum, oftast fótgangandi, frá því að hún var 10 ára fram undir það að hún lést 92 ára gömul árið 1957. Ástæða þess að hún lagðist í flakk var líklega sú, að hún var lítils metin af fjölskyldu sinni. Hún fann til einstæðingsskapar síns og kallaði sig aumingja, en kunni að svara fyrir sig, svo að eftirminnilegt var, ef að henni var vegið, sem ekki var oft. Mér þótti vænt um þessa gömlu konu, þótt ég hefði aldrei kynnst henni. Tengdafaðir minn, Einar bóndi í Kaldrananesi, talaði hlýlega um hana og hún var velkomin alls staðar á ferðum sínum, enda lagði hún ekki fyrir sig að bera sögur á milli bæja, eins og sumir förumenn gerðu. Vigga var skrautgjörn, skreytti litskrúðug föt sín með marglitum tölum og sást langar leiðir að. Hún var vel gefin og kunni mikið af ljóðum, þótt hún væri ekki læs að talið var. Leiði hennar er fram af dyrum Skeiðflatarkirkju norðan megin. Það hafði aldrei verið merkt. Haustið 2017 tóku sig til 6 konur brottfluttar úr Mýrdal og fóru að safna fé til að reisa á leiði Viggu gömlu bautastein. Konurnar eru allar ættaðar úr Dyrhólahverfi og eru þessar: Jóna Sigríður Jónsdóttir frá Litla-Hvammi, dótturdóttir Stefáns Hannessonar skáldbónda, sem orti um gömlu konuna. Jóna er í forustu fyrir hópinn. Hrafnhildur Stella Stephensen frá Loftssölum, Ólöf Eyjólfsdóttir frá Dyrhólum, Erla Gerður Högnadóttir frá Garðakoti, Rannveig Jónsdóttir frá Norðurgarði og Margrét Steina Gunnarsdóttir frá Vatnsskarðshólum. Séra Haraldur Kristjánsson af Hurðarbaksætt, prestur Mýrdælinga og Eyfellinga, stjórnaði athöfninni með tilfinningu og hlýju. Ávörp fluttu nokkrar kvennanna, sem stóðu fyrir athöfninni og sögðu frá ævi og atburðum úr lífi Viggu. Síðan var sungið í kirkjunni, sem var þéttsetin „Blessuð sértu sveitin mín“ en úti fyrir hélt athöfnin áfram, legsteinninn var afhjúpaður og þar sungið versið „Ó Jesú bróðir besti“. Sólin skein á fólkið sem vottaði minningu Viggu gömlu virðingu sína og austan gola lék um vanga. Forustukonurnar sáu gestunum fyrir drykk og næringu af nægtaborði undir kirkjuveggnum. Steinninn er nú kominn á sinn stað í garðinum. Hann er a.m.k. 1 tonn að þyngd, granít úr Hornafirði. Á honum er gulur skrautkross og marglitar „tölur“ í bak og fyrir, glerlistaverk Sigrúnar í Bergvík. Á framhlið stendur: „Vigdís Ingvadóttir förukona í Mýrdal 1864–1957 – Hvíl í friði.“ Á bakhlið, sem að kirkjunni snýr, stendur brot úr ljóði Stefáns í Litla- Hvammi. „Í ljósaskiptum langrar ævi gekk hún bæ frá bæ eða barst með straumi.“ Konurnar 6 og aðrir, sem að þessari minningarathöfn stóðu um einstæðinginn Viggu förukonu, eiga skilið hrós og þakklæti fyrir að lífga og viðhalda minningu um hana. Það er þeim til mikils sóma. Myndir í bak og fyrir af legsteininum fylgja þessum pistli. Sigurður Sigurðarson dýralæknir viftur Loftviftur - Þakblásarar - Reykblásarar - ATEX viftur Þú færð viftuna hjá okkur: viftur.is Gluggar og hurðir fyrir íslenskar aðstæður Gluggar og hurðir með eða -8 vikur Regnsett fóðrað með Jersey efni er rifþolið, slitsterkt og endingargott. Efnið teygjanlegt sem auðveldar alla hreyfingu. Mjúkt efnið er einnig sveigjanlegt jafnvel þótt það sé kalt í veðri. Saumarnir eru soðnir og límdir. Hetta með smellum. Endurskinsborðar á öxl og hálsi. Buxurnar eru með teygju í mitti og vasa að framan með flipa. Stærðir: XS - 3XL. Efni: 100% pólýúretan með jersey fóðri, 170 g/m². Litir: Blátt og svart. Regnsett fyrir útileguna Verð: kr. 10.850,- KH Vinnuföt Nethyl 2a 110 Reykjavík Sími: 577 1000 info@khvinnufot.is www.khvinnufot.is Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Sigurður Sigurðarson. Bakhlið steinsins. úr Mýrdal og fóru að safna fé til að reisa á leiði Viggu gömlu bautastein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.