Bændablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 201920 Sorp í miklu magni er óhjá- kvæmileg afleiðing neyslu- samfélagsins. Í hugum margra er það líka stórkostlegt vandamál sem erfitt er að takast á við. Aðrir líta á sorp allt öðrum augum, nefnilega að í því felist mikil og verðmæt hráefni sem hægt sé að umbreyta á ný í nýtanlegar og eftirsóttar afurðir. Ein leið til að nýta sorp er að breyta því með bruna við hátt hitastig í orku sem nýtist til að hita hús og framleiða raforku. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins hefur komið til umræðu hjá sveitarfélögum á Suðurlandi að kanna uppsetningu á hátækni sorpeyðingarstöð, sem framleiði hita til húshitunar, gufu til raforkuframleiðslu og kol_ tvísýringurinn í afgasinu sem frá henni kemur verði nýttur fyrir garðyrkju. Þannig verði með bruna á sorpi hringrásinni lokað og komið í veg fyrir uppsöfnun á sorpi í haugum með tilheyrandi umhverfisvanda. Svíar hafa starfrækt með góðum árangri sorpbrennslustöðvar sem framleiða rafmagn og hitaorku um áratuga skeið. Sama hefur verið gert í Noregi, Danmörku og víðar í Evrópu, Ameríku og Asíu. Mun slík sorpbrennsla án efa aukast verulega á komandi árum í Evrópu vegna innleiðingar á banni við urðun á sorpi árið 2030. Það er fyrir löngu búið að leysa öll helstu tæknivandamál við að brenna sorpi þannig að öllum helstu eiturefnum er eytt í bruna við mjög hátt hitastig. Tæknin er til og því þurfa íslensk sveitarfélög sem hug hafa á að feta þá slóð ekki að vera að finna upp hjólið í þeim efnum. Vandinn er að finna heppilega stærð af brennslum, því til að tryggja að bruninn sé hreinn er mikilvægt að hægt sé að halda uppi stöðugum bruna allan sólarhringinn. Að örðum kosti er vart hægt að komast hjá talsverðri mengun. Það er því mikilvægt að menn hugi að umfangi þess sorps sem til fellur á starfssvæði slíkra stöðva. Danir með nýja 400 þúsund tonna sorpbrennslustöð í Kaupmannahöfn Nýjasta sorpbrennslustöðin á Amager er nánast í hjarta Kaup- manna hafnar og reist af Bjarke Ingels Group. Hún er í sjálfu sér eins og listaverk á að líta og gegnir hlutverki sem 600 metra skíðabrekka og er þakin gerviefni þannig að þar er hægt að renna sér allt árið um kring. Þá er þar einnig að finna stærsta manngerða klifurvegg í heimi sem er um 80 metrar að hæð og 10 metrar að breidd og trjágróður verður einnig á þaki byggingarinnar. Bjarke Ingels-stöðin getur brennt 400.000 tonnum af sorpi á ári og á að framleiða raforku sem dugar fyrir 62.500 heimili og hitaorku fyrir 160.000 heimili. Stöðin er sögð með 25% betri nýtingu en fyrri stöðvar af slíku tagi og dregur úr koltvísýringsútblæstri sem nemur um 100.000 tonnum á ári. Í vinnsluferlinu er unnt að hreinsa um 90 tonn af málmi sem lendir í ruslinu og afgasið frá stöðinni er sagt heilsusamlegra en loftið á götum miðborgar Kaupmannahafnar. Við brunann falla til um 100.000 tonn af ösku á ári sem verður nýtt í gatnagerð. Áætlaður kostnaður við byggingu stöðvarinnar var fyrir rúmu ári talinn vera um 4 milljarðar danskra króna, eða um 73–76 milljarðar íslenskra króna. Fleira en brennsla á sorpi kemur til greina Brennsla er ein leið og mögulega hagkvæm og snjöll ef hægt er að nýta orkuna til rafmagnsframleiðslu og kyndingar samhliða því að koltvísýringur í afgasi verði nýttur FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Framleiðsla á hita- og raforku með brennslu á sorpi er ein leið, en efnavinnsla er líka vel möguleg: Tæknin til endurnýtingar á sorpi er vel þekkt og ástæðulaust að finna aftur upp hjólið – Hægt að umbreyta sorpi í nær hvað sem er, allt frá raf- og hitaorku, olíu og plastefnum til græðandi smyrsla Myndir / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.