Bændablaðið - 14.02.2019, Side 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 2019 45
Undanfarna tvo vetur hefur
Ráðgjafar miðstöð landbúnaðarins
unnið að átaksverkefni í sauðfjár-
rækt undir yfirskriftinni „Auknar
afurðir – tækifæri til betri
reksturs“. Verkefnið naut styrks
af fagfé sauðfjárræktar þannig
að hvert þátttökubú greiddi 35%
af kostnaði við vinnu verkefnis.
Allt í allt telur gagnagrunnurinn
núna gögn frá 60 sauðfjárbúum
um land allt fyrir árin 2014–2017.
Árið 2017 stóðu þessi 60
sauðfjárbú undir 7,5 % af lands-
framleiðslu dilkakjöts í landinu.
Veginn framleiðslukostnaður á hvert
kíló dilkakjöts er skv. þessu á bilinu
1.000 til 1.100 krónur. Í töflu 1 sem
fylgir hér með eru meðaltöl fyrir
einstaka kostnaðarliði eftir árum í
gagnasafni verkefnisins.
Til viðbótar við þessa kostnaðar-
greiningu var einnig unnið með
skýrsluhaldsgögn sömu búa við
heildargreiningu gagnasafnsins. Þó
gagnasafnið sé mjög gott þá er það
ekki lýsandi fyrir sauðfjárræktina
í heild sinni því þegar meðaltöl
fyrir skýrsluhaldsliði þátttökubúa
eru skoðuð til samanburðar við
skýrsluhaldsbú með fleiri en 300
ær standa þátttökubúin betur líkt
og tafla 2 gefur til kynna fyrir árið
2017. Þetta atriði en nauðsynlegt
að hafa í huga þegar rætt er um
niðurstöðurnar.
Forsendurnar að baki liðunum
• Ásetningshlutfall m.v. ærgildi:
Hlutfall vetrarfóðaðra kinda m.v.
skráð ærgildi.
• Framleiðslukostnaður: Heildar-
útgjöld án fjármagnsliða og
afskrifta deilt með fjölda kílóa
af dilkakjöti.
• Afurðatekjur: Tekjur af seldu
dilkakjöti, kjöti af fullorðnu fé,
seldri ull, heimanot og seldu líffé.
• Opinberar greiðslur: Tekjur
vegna gre iðs lumarks ,
beingreiðslna í ull, gæða-
stýringar greiðslur, vaxta- og
geymslugjald og svæðisbundinn
stuðningur.
• Aðkeypt fóður: Kostnaður vegna
kaupa á kjarnfóðri, steinefnum
og heyi.
• Áburður og sáðvörur: Kostn aður
vegna kaupa áburði
og sáðvörum.
• Rekstur búvéla:
Kaup á olíu,
smurolíu, vara hlutir,
dekk og viðgerðir
vegna búvéla auk
trygginga.
• Rekstrarvörur:
Kaup á rekstar-
vörum, s . s .
plast, bindigarn,
s m á v e r k f æ r i ,
hreinlætisvörur
o.fl.
• Ýmis aðkeypt þjónusta:
S l á t u r k o s t n a ð u r ,
flutningsgjöld, dýra-
læknis kostnaður, verktaka -
greiðslur, s.s. rúllu binding
og fósturtalning, rekstur
tölvukerfis, sími og
skrif stofuvörur.
• F r a m l e g ð :
Tekjur af sauðfé (Afurða-
tekjur og opinberar
greiðslur) mínus
breytilegur kostnaður
(aðkeypt fóður, áburður
og sáðvörur, rekstur
búvéla, rekstrarvörur og
ýmis aðkeypt þjónusta)
• Viðhald útihúsa
og girðinga: Kostnaður
vegna viðhalds úthúsa og
girðinga.
• Annar rekstrar-
kostnað ur: Rafmagn,
fasteignagjöld, fjallskil
og tryggingar.
• L a u n o g
launatengd gjöld:
Reiknað endurgjald,
laun, mótframlag í
lífeyris sjóð og tryggingargjald.
• Þáttatekjur/EBITDA: Allar
tekjur búsins mínus útgjöld
fyrir fjármagnsliði og afskriftir.
• Afskriftir: Samtala af
af skriftum búsins.
• Fjármagnsliðir: Samtala af
vaxtatekjum og vaxtagjöldum
auk verðbreytingarfærslu lána.
Niðurstöðurnar sýna mjög skýrt
þann samdrátt sem orðið hefur á
afurðatekjum sauðfjár á síðustu
árum en afurðatekjurnar 2017
eru 35% lægri en afurðatekjur
árið 2014. Opinberar greiðslur
eru mjög svipaðar milli ára,
hækka árið 2017 sem skýrist
af auknum stuðningsgreiðslum
vegna kjaraskerðingar skv.
fjáraukalögum 2017 og hvernig
því framlagi var skipt milli búa
líkt og getið er um í reglugerð nr.
19/2018.
Af einstaka kostnaðarliðum
er aðkeypt fóður hæst árið
2015 sem skýrist af lélegum
gæðum gróffóðurs eftir
sumarið 2014 en þann vetur
þurfti víða viðbótarfóður.
Eins lækkar áburðarkostnaður
milli ára sem skýrist ekki af
minni áburðarnotkun heldur
lækkun áburðarverðs vegna
styrkingar á gengi krónunnar.
Aðrir kostnaðarliðir eru mjög
svipaðir milli ára en laun og
launatengd gjöld hækka vegna
hækkunar á skilgreiningu reiknaðs
endurgjalds sem nær öll búin nota
til viðmiðunar fyrir launagreiðslur.
Í þessu verkefni fékk hvert bú
einnig myndræna framsetningu
á niðurstöðunum þar sem
viðkomandi sér hvar það stendur
til samanburðar við önnur
þátttökubú. Á meðfylgjandi mynd
er dæmi um slíka framsetningu.
Þetta bú kaupir aðkeypt fóður
fyrir 1.171 kr/kind og hefur rauða
súlu og 7% við enda hennar. Það
táknar að 93% búanna eru með
lægri kostnað í þessum lið en þetta
tiltekna bú. Búið kaupir áburð
og sáðvörur fyrir 2.887 kr/kg
og hefur græna súlu og 89% við
enda hennar. Það táknar að 11%
búanna hafa lægri kostnað fyrir
þennan lið en þetta tiltekna bú.
Með hliðstæðum hætti eru aðrir
liðir túlkaðir fyrir hvern og einn
þátttakanda.
Vertu viðbúinn vetrinum
LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR
SNJÓKEÐJUR
Nøsted Kjetting as
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Ný
hönnun
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Ásetningshlutfall 1,07 1,11 1,1 1,12
Framleiðslukostnaður kr./kg 1.089 1.119 1.047 1.032
Afurðatekjur kr./kind 14.839 14.129 13.370 9.606
Opinberar greiðslur kr./kind 11.564 11.605 11.784 13.504
Aðkeypt fóður kr./kind 579 713 681 572
Áburður og sáðvörur kr./kind 4.238 3.979 3.725 3.028
Rekstur búvéla kr./kind 2.888 2.766 2.573 2.380
Rekstrarvörur kr./kind 2.343 1.862 2.065 2.014
Ýmis aðkeypt þjónusta kr./kind 2.508 2.344 2.448 2.556
Framlegð kr./kind 13.846 14.070 13.662 12.560
Viðhald eigna kr./kind 1.315 1.813 948 1.102
Annar rekstrarkostnaður kr./kind 1.129 1.127 1.250 1.267
Laun og launatengd gjöld kr./kind 5.791 5.993 6.684 6.911
EBITDA kr./kind 8.074 8.470 8.062 6.739
Afskriftir kr./kind 3.816 4.089 4.082 3.718
Fjármagnsliðir kr./kind 2.396 2.159 2.499 2.588
Rekstur sauðfjárbúa 2014–2017
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Sauðfjárrækt
eyjolfur@rml.is
María Svanþrúður
Jónsdóttir
ábyrgðarmaður rekstrar-
ráðgjafar - msj@rml.is
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
Næsta blað kemur út 28. febrúar