Bændablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. febrúar 201912 Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur sent stjórn Íslandspósts áskorun þess efnis að opna hið allra fyrsta pósthús með föstum afgreiðslutíma í Vík. Ekkert pósthús hefur verið starfandi í þorpinu frá 2015. „Í dag er hér póstdreifing sem er ekki með auglýstan afgreiðslutíma og þess vegna verða íbúar hreppsins að sæta lagi að hitta á starfsmenn Íslandspósts, sem gjarnan eru að keyra út sendingar. Mjög mikil aukning hefur orðið í sendingum til og frá staðnum og algjörlega ótækt að íbúar þurfi að koma oft á dag til að athuga hvort einhver er í húsnæði Íslandspósts ef þeir þurfa á þjónustu að halda. Það er rétt að halda því til haga að árið 2015 voru íbúar í hreppnum 480 en í dag eru þeir um 700,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. ./MHH FRÉTTIR Sveitarstjórn Skagastrandar hefur markað sér stefnu í úrgangsmálum og mun hún beita sér fyrir aukinni fræðslu um úrgangsmál og leggja áherslu á aukna flokkun og bætta meðferð úrgangs. Markmiðið er að nýta öll aðföng með eins sjálfbærum hætti og kostur er. Til að ná fram þeim markmiðum sem sett eru þurfa einstaklingar, heimili, fyrirtæki og opinberir aðilar að standa saman að breyttum aðferðum og leiðum við meðhöndlun úrgangs. Nýja stefnan í úrgangsmálum hefur verið samþykkt í sveitarstjórn. Sveitarstjórn styður þá meginstefnu sem mótuð hefur verið síðustu árin, að líta beri á allt efni sem auðlindir sem nauðsynlegt sé að nýta sem best. Í samræmi við það hefur verið litið á úrgangsmál sem málaflokk sem væri að þróast frá því að snúast um lausnir á úrgangsvanda yfir í umræðu um bætta auðlindanýtingu í anda hringrásarhagkerfisins. /MÞÞ Núverandi útbreiðsla ávaxtaflugutegundarinnar Bactrocera dorsalis. Skaðvaldar í landbúnaði: Ágengum og skaðlegum tegundum flugna fjölgar í Evrópu Ávaxtaflugur sem upprunnar eru í Asíu og sagðar vera ágengustu tegundir ávaxtaflugna í heiminum greindust í fyrsta sinn lifandi í Evrópu á síðasta ári. Lifandi flugur voru greindar á ræktarlandi á tveimur stöðum á Ítalíu. Þrátt fyrir að ekki hafi greinst nema átta lifandi eintök af tegundinni, sem gengur undir heitinu Bactrocera dorsalis á latínu, er talið áhyggjuefni og hætta sögð á að flugurnar geti fjölgað sér hratt. Viðkoma flugnanna er hröð og allt að tíu kynslóðir á ári við góð skilyrði og getunnar til að lifa við fjölbreytt umhverfisskilyrði. Alvarlegur skaðvaldur Dauðar flugur af tegundinni finnast iðulega í ávaxtasendingum frá Asíu. Flugurnar eru upprunnar og algengar í Asíu og í Afríku þar sem þær hafa dreift hratt úr sér. Þær hafa einnig fundist í ávaxtarækt í suðurríkjum Bandaríkjanna. Á hverju ári veldur lirfa tegundarinnar miklum skaða í ávaxta- og matjurtarækt og í sumum tilvellum eyðileggur hún 100% uppskerunnar sé ekki gripið til skordýraeiturs og efnavarna til að halda henni í skefjum. Flugurnar leggjast meðal annars á banana, mangó og avakadó auk þess sem lirfur þeirra hafa fundist í innfluttum tómötum, eplum og perum til Evrópu. Taldar hafa borist með ávöxtum Ekki er vitað með vissu hvernig flugurnar sem greindust lifandi á Ítalíu bárust út á akrana en talið er að lirfur þeirra hafi borist til landsins með ávöxtum og eins og lirfum er tamt umbreyst í fullvaxnar flugur og flogið á akurinn þar sem þær veiddust í flugnagildru. /VH Góð mæting var á stofnfund um rekstur verslunar í Árneshreppi og ríkti bjartsýni á fundinum. Mynd / Skúli Gautason Árneshreppur á Ströndum: Félag stofnað um verslunarrekstur Stofnfundur félags um verslun í Árneshreppi var haldinn í byrjun febrúar. Verslun lagðist af í hreppnum haustið 2018 og hafa íbúar hreppsins þurft að panta vörur og fá þær sendar með flugi, þar sem ekki er mokað að jafnaði í Árneshreppi frá áramótum til 20. mars. Það er því afar áríðandi að koma á verslun fyrir þá íbúa sem hafa vetursetu í Árneshreppi. Fjöldi fólks lýsti yfir stuðningi við verkefnið og áhuga á því að eignast hlutafé í versluninni. Um 4.000.000 kr. söfnuðust í hlutafé og eru hluthafar tæplega 70. Sett var 100.000 kr. hámark á hlutafjárkaup til að tryggja dreifða eignaraðild. Stofnfundurinn var haldinn í húsnæði verslunarinnar í Norðurfirði. Það var góð mæting og ríkti bjartsýni á fundinum, segir í frétt á vefsíðu Byggðastofnunar. Félagið fékk nafnið Verzlunarfjelag Árneshrepps og er stefnt að því að opna með takmarkaðan afgreiðslutíma strax á vormánuðum og síðan með fullum afgreiðslutíma í sumarbyrjun. /MÞÞ Íbúar í Vík í Mýrdal: Vilja alvöru pósthús með föstum afgreiðslutíma Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem leggur mikla áherslu á, eins og sveitarstjórnin öll, að Íslandspóstur opni sem allra fyrst pósthús með föstum afgreiðslutíma í Vík. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Sveitarstjórn Mýrdalshrepps skorar á stjórn Íslandspósts að opna hið allra fyrsta pósthús með föstum opnunartíma í Vík. Íbúum Mýrdalshrepps hefur fjölgað mjög ört síðustu ár. Fjölgunin var hlutfallslega sú mesta á landinu á síðasta ári og ef fram heldur sem horfir verður slegið met í fjölda íbúa í sveitarfélaginu á næstu árum. Mjög hátt hlutfall íbúa sem hér búa eru af erlendu bergi brotnir og sá hópur reiðir sig mjög á pakkasendingar erlendis frá. Eins verður að horfa til þess að netverslun eykst mjög hratt. Það er því óásættanlegt að ekki sé fastur afgreiðslutími og að íbúar þurfi að sæta lagi til að póstleggja eða sækja sendingar.“ Áskorun til stjórnar Íslandspósts Skagaströnd: Stefna mörkuð í úrgangsmálum Frá Skagaströnd. Mynd / Hörður Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.