Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Blaðsíða 11

Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Blaðsíða 11
mál okkar Súgfirðinga við umheiminn, ssm vissulega heyra til Öryggismála, með öðru. Hér var á s.l. sumri unnið að gerð flughrautar á vegum flugmálastjórnar. Framkvæmdum var hætt vegna vetrarveðra í nóvember s.l., en þó tókst að koma brautinni í gagnið. Hér lenti fyrstur manna, flugvél á landi, Hörður Guð- mundsson á vél sinni TF-SUN 24. september 1975 kl. 13.15. Fljótlega upp úr þessu hóf Hörð- ur fastar póstferðir hingað og hélt þaim áfram þar til vél hans fór í skcðun um s.l. áramót. Flugfélagið Ernir á ísafirði, sem Hörður Guð- mundsson veitir fcrstöðu, jaínframt því að vera aðalflugmaður félagsins, hefur á undanförnum arum haldið uppi flugsamgöngum hér innan fjórðungsins öllum til hagsbóta og öryggis. Fé- lagið hefur átt í fjárhagsörðugleikum að undan- förnu, en það er von mín og vafalaust ílestra Vestfirðinga, að okkur beri gæfa til að styðja svo við bakið á þessum bráðnauðsynlega flug- Hvernig á ekki að nota handslökkvitœki Þegar sprautað er af CO,2 hylki myndast stöðurafmagn. I andrúmslofti, sem er mettað 'eldsneytisgufum, getur afleiðingin orðið spreng- ing. Sjálfvirkur eldsneytisvagn var í skýlinu og var verið að skipta um bremsuborða á honum. (Þetta er aðeins leyfilegt þegar engin flugvél er í skýlinu.) Eldsneytisvagninn tók 1000 lítra. Um það bil 400 lítrar Voru á tankinum. Starfsmenn, sem unnu við bremsurnar fundu eldsneytislykt og kvörtuðu við yfirmann sinn. Enginn eldsneytisleki fannst. Þeir ákváðu að gera svæðið umhverfis vagninn óvirkt með því að dæla á það úr 15 punda Co,2 slökkvitæki. Þetta virtist ekki nægja til að losna við eld- sneytisgufurnar og einn mannanna fór með annað 15 punda Co,2 slökkvitæki upp á vagn- SLÖKKVILIÐSMAÐURINN rekstri, að hann megi halda áfram og eflast Góðar flugsamgöngur innan fjórðungsins eru okkur lífsnauðsynlegar og okkur ber að styrkja þær svo, að flugið verði rekið með þrótti og öryggi. Þess ber að lokum að geta, að Ernir h.f. hafa nú aftur tekið upp þráðinn, þar sem frá var horfið í vetur og halda uppi föstum ferðum hing- að þrisvar í viku með farþega, póst og fragt. Sunnudaginn 16. nóvember 1975 kl. 11.30, lenti hér Otter vél frá Vængjum h.f. í Reykja- vík. Þetta var nokkurskonar kynningarflug Vængjamanna hingað og skömmu síðar hófu þeir reglubundið áætlunarflug í Súgandafjörð. Sé miðað við árstíma, þá hefur þetta flug gsng- ið ágætlega vel, en [hér er þröngt og erfitt um flug frá náttúrunnar 'hendi. Flugmenn Vængja hafa sýnt að þeir eru vel hæfir menn. Súgfirð- ingar bjóða þá velkomna, og óskum við þeim alls velfarnaðar nú — og framvegis. Guðjón Jónsson. inn. Hann opnaði tankinn og dældi Co,2 inn í hann. Sprenging varð þegar í stað, þótt enginn eldur kviknaði. Maðurinn brenndist á höndum, andliti og handleggjum. Til allra hamingju þurfti hann aðeins minniháttar meðferð á sjúkrahúsi. Magn stöðurafmagns, sem myndast, þegar dælt er af Co,2 slökkvitæki, nægir til að valda sprengingu sem þessari. Mistökin í þessu tilviki eru skiljanleg, því að litið er á slökkvitæki sem öryggisbúnað. En þar sem slökkviefnið er undir þrýstingi, mynd- ar það stöðurafmagn. Ef hlutföll eldsneytisguf- unnar er „rétt“ verður sprenging. Engin vandamál koma upp, ef slökkvitækið er notað á réttan hátt. En ef það er notað eins og fyrr greinir, gætu afleiðingarnar vel orðið hörmulegar. Árið 1973 létust tveir bandarískir slökkviliðs- menn af völdum svipaðrar sprengingar. Notið því alls ekki Co,2 slökkvitæki til að gera óvirkt svæði, sem inniheldur eldfitnan vökva. 9

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.