Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Blaðsíða 10

Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Blaðsíða 10
við Staðar'bruna. Þar var unnið við lokaða raðdælingu, frumdæla í 350 m fjarlægð frá brunastað, auk 40 m hæðarmunar á brunastað og vatnstökustað, og þar ofaná kafófærð af snjó. Það var að mínu áliti hæfni dælustjór- anna, sem hér réði úrslitum. Ég held að ég fari rétt með, að það sé vinur minn, Rúnar Bjarna- son, slökkviliðsstjóri í Reykjavík, sem einhvers- staðar skrifar, að betra sé að hafa fáa góða menn, heldur en marga sæmilega í slökkviliði. Það eru orð að sönnu, og við hér á Suðureyri erum blessunarlegalega heppnir, því kjarni liðs- ins er skipaður mjög hæfum og traustum mönn- um. Að lokinni nákvæmri athugun eftir brunann á Stað, ritaði ég sveitarstjórninni bréf, þar sem ég fór fram á sérstaka fjárveitingu til kaupa á ýmsum búnaði handa slökkviliðinu. Sveitar- stjórnin varð í einu og öllu við beiðni minni og -er ég afar ánægður með jákvæðar og hvetj- andi undirtektir sveitarstjórnarmanna hér á nauðsyn þess, að efla og viðhalda svo sem kostur er, brunavarnir hér við Súgandafjörð. Eldvarnaeftirlit er einn traustasti póstur eld- varna, og ber að leggja sérstaka rækt við það, og ég tel nauðsynlegt að meira verði gert í því að uppfræða almenning um nauðsyn góðrar umgengni og umhirðu kynditækja húsa sinna. Hreinlæti og snyrtimennska í kyndiklefum er aðalsmerki þeirra, sem þar ráða húsum. Hér á Suðureyri eru nú, eins og lög gera ráð fyrir, öll hús skoðuð árlega, og sum oftar ef ástæða er talin á. Víða er ástand og umhirða kyndi- tækja hér með ágætum, en of víða er þetta ekki nógu gott. Áfram verður haldið og er unn- ið að úrbætum í þessum og öðrum málum sem að gagni mega koma við brunavarnir hér og öll samskipti eldvarnareftirlitsins við húseig- endur hér eru góð og fólk vill hafa þessa hluti í lagi, en gerir sér kannski ekki alltaf grein fyrir því, að jafnvel örlítil olíusmitun, skapar hættuástand, og stefnir öryggi þeirra og annara í voða. Þessum hugsanlega voða ber okkur að afstýra með traustu eftirliti og uppfræðslu. Gott og vel þjálfað slökkvilið, búið góðum tækjabúnaði og aðstöðu til geymslu og viðhalds 8 tækjabúnaðar, er svo sjálfsögð öryggisþjónusta hverju byggðarlagi, að um það verður ekki deilt. Eldsvoðar koma alltaf upp af og til, og þá skiptir það meginmáli að manntjón verði ekki, það væri hörmulegt ef heimfæra mætti manntjón í eldsvoða upp á tækjaskort, eða ann- an vanbúnað slökkviliðs. Andvaraleysi í þess- um málum og öðrum, er lýtur að almanna- vörnum, á því að vera óþekkt fyrirbrigði. Síðan Brunamálastofnun ríkisins tók til starfa árið 1970-, hafa orðið stórstígar framfarir í brunavörnum hér á landi og að sama skapi stórminnkandi brunatjón. Stofnunin hefur því, að mínu viti, nú þegar sannað tilverurétt sinn, enda hvert sæti þar skipað hæfu fólki undir traustri stjórn brunamálastjóra, Bárðar Daní- elssonar. Það þarf ekki að horfa langt um öxl, til að sjá framfarirnar og mér hefur oft verið hugsað til þeirra ágætu manna, sem á undan mér hafa gegnt embætti slökkviliðsstjóra hér á Suðureyri ,nánast að segja tækjalausir, en bó með þá ófrávíkjanlegu og þungu skyldu á herð- um, að vernda og bjarga lífi og eignum manna hér í byggðarlaginu. Þeirra aðstaða var erfið og þannig mun hafa verið víðast hvar á land- inu allt fram að þeirri stundu að hjól bruna- málastofnunar ríkisins fóru að snúast og fyrir alla muni þá höldum þeim gangandi. Slökkviliðsmaðurinn, blað L.S.S. er vandað blað og þarf að vera það. Margir vel hæfir menn hafa frá upphafi útkomu þess, skrifað góðar og fræðandi greinar í blaðið og verður vonandi áframhald þar á. Eg tel þó, að það gæfi blaðinu aukið gildi, ef slökkviliðsmenn skrifuðu annað slagið lifandi frásagnir af störfum sínum við slökkvistörf og annað er lýtur að brunavörnum. Ekki sakar þó menn láti fljóta þar með almenn- ar fréttir úr heimabyggðum sínum, þó að það varði ekki brunamál. Það ber að stefna að því að 'blaðið fari inn á hvert heimili í landinu. Til að svo megi verða, þá þurfa slökkviliðsmenn almennt að styðja við bakið á blaðstjórn, með smá greinarkornum, helst svo að blaðstjórn hafi ávalt úr nægu efni að velja í hvert blað. Til að slá botninn í þennan darraðadans sund- urlausra punkta, þá nokkur orð um samgöngu- SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.