Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Blaðsíða 22

Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Blaðsíða 22
Mikill hiti í nægilegan langan t'íma getur valdið dauða án sýnilegra brunaummerkja. Þetta skeður aðeins ef líkaminn tekur í sig hita hraðar en nemur útgufun, en þá hækkar al- mennt 'hitastig líkamans nægilega til þess að valda skaða sérstaklega á taugamiðstöðvum heilans. Lost kemur oft í Ijós í seinvirkum dauða og getur stafað af hitanum einum saman eða vegna súrefnissneiðingar að viðbættu miklu magni kolsýrings. Maður sem verður fyrir mikl- um hita getur dáið ef hitinn leiðir nógu ört nið- ur í lungun. 4. Reykur. Brunalofttegundir frá algengum brennanleg- um efnum, svo sem tré, innihalda vatnsgufu- koltvísýring og kolsýring. Þegar súrefnis- innihald loftsins er ónógt eru í þeim einnig metan, metanól, formaldehýð og ýmsar sýrur. Þegar lofttegundir leysast úr brennanlegu efni bera þær með sér tjöruagnir, sem líta út eins og reykur. Kolefnisagnir myndast þegar þessi tjara brotnar niður, þær eru einnig til staðar í brunalofttegundum frá brennandi olíu og efn- um úr þeim. Samsetning brunalofttegundanna er fyrst og fremst háð samsetningu hins brenn- anlega efnis, hitunarhraða og súrefnismagni þess sem til staðar er og hitastigi lofttegund- anna. Það eru þessar litlu kolefnis- og tjöru- agnir sem eru sýnilegar og nefndar eru reykur. Rétt er að til eru þær brunaaðstæður þegar efni brennur án þess að gefa frá sér slíkan reyk, en yfirleitt fylgir reykur eldi og er eins og log- inn sýnilegur vitnisburður um eld. Hitinn og eiturverkanir brunalofttegund- anna geta verið hættulegar og hin þéttu svífandi efni í þeim (sem hér verða nefndar reykagnir) hafa einnig skaðleg áhrif. Litur, stærð og magn reykagnanna getur verið slík að ljós nái ekki að komast í gegn og þær byrgi mönnum þann- ig sýn. Reykur er oft fyrsta hættumerkið um að eld- ur sé kominn upp en með blindandi og ert- andi áhrifum sínum getur hann aukið á ótta þeirra sem staddir eru á hættusvæðinu. Reyk- agnir geta verkað ertandi, þegar þeim er andað ofan í lungun og langvarandi öndun getur vald- ið tjóni. Auk þess geta reykagnir í loftstraumi kólnað svo að vatnsgufa og sýrur taki að safn- ast utan á þær. Slíkar rakamettaðar agnir geta haft mikil eitrunaráhrif í öndunarkerfinu og valdið tjóni á augum. Súrefnisskortur og áhrif þess á menn. Þegar súrefnisinnihald loftsins minnkar úr eðlilegu 21% magni í 15% minnkar vöðvageta. Þegar það minnkar í 14—10% halda menn enn- þá meðvitund, en dómgreind þeirra minnkar (þótt þeim sé það ekki Ijóst sjálfum), og þeir þreytast mjög fljótt. Er það minnkar í 10l—6% falla þeir saman, en hægt er að lífga þá við með súrefnisgjöf. Aukin súrefnisþörf við áreynslu getur orsakað einkenni súrefnisskorts við miklu hærri hundraðstölu. Þýtt úr National Fire Protection 'HancLbook. Karl Taylor. FERÐASKRIFSTOFÁ RIKISINS SymarhóteSin vinsælu á 10 stöðum. Opin fró 15. júní-30. ágúst. Pantanir í síma 11540. 20 SLOKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.