Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Blaðsíða 31

Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Blaðsíða 31
Frá sfjórn L.S.S. Frá því að þing L. S. S. var haldið í haust sem leið, hefur sambandið unnið að ýmsum verk- efnum fyrir aðildarfélög þess. Þau helztu eru d. mál slökkviliðsmanna á Keflavíkurflug- Velli, en það snýst að mestu leyti um réttindi 'teirra og skyldur. Þetta er viðamikið mál og seinunnið. Þá hefur sambandið haft afskipti af fveim málum, er því barst frá slökkviliðsstjór- ®um á Isafirði, annað fjallaði um hvort ekki vseri hægt að fá millifroðutrektir um borð í varðskipin. Þessari beiðni var komið á framfæri við forráðamenn gæzlunnar og tóku þeir henni vel. Hitt málið var öllu erfiðara viðfangs, en það var sú ákvörðun símstöðvastjórans á ísa- firði, að fjarlægja útkallssíma slökkviliðsins, sem hefur í mörg ár verið á símstöðinni. Þegar i>etta er ritað er ekki komin niðurstaða í þessu m-ali, en leysist vonandi svo að allir megi vel við una. Formaður sambandsins sótti ráðstefnu Bruna- skipun slökkviliðsstjóra kl. 20.00 annað kvöld, uiun hin furðulega Haley’s halastjarna birtast í kvikmyndahúsinu, ef hann rignir á æfingar- svæðinu, mun slökkviliðsstjóri gefa aðra skip- un, en það er nokkuð sem aðeins skeður á 75 úra fresti.“ Varðstjóri við flokkstjóra: „Kl. 20.00 á morg- un mun slökkviliðsstjórinn birtast í kvikmynda- húsinu með Haley’s 'halastjörnuna, en það er nokkuð sem gerist aðeins einu sinni á hverjum 15 árum. Ef hann rignir mun slökkviliðsstjórinn skipa halastjörnunni inn á æfingarsvæðið.“ Flokksstjóri við slökkviliðsmenn: „Þegar Fann rignir kl. 20.00 á morgun mun hinn furðu- legi 75 ára gamli Haley slökkviliðsstjóri aka ffalastjörnu (Comet) sinni í gegnum æfingar- svæðið.“ SLÖ KKVILIÐSMAÐU Rl N N málastofnunar ríkisins, sem haldin var í maí- mánuði. Þessi ráðstefna var fróðleg og öllum þeim er að henni stóðu til mikils sóma. Eins og fram kom í hréfi, er sambandið sendi til aðildarfélaganna 20. febr., þá hefur nú verið gert barmmerki af merki sambandsins og er það afgreitt af Sporrong-umboðinu í póstkröfu, en skrifstofa sambandsins tekur við pöntunum. — Stjórn sambandsins vill enn einu sinni hvetja aðildarfélögin til að leita til stjórnar þess, ef þeir þurfa á aðstoð að halda, enda er það eitt af aðalverkefnum þess. Næsta þing samibandsins verður haldið á Ak- ureyri í októbermánuði og verður dagsetning send aðildarfélögum með löglegum fyrirvara. Vér viljum hvetja aðildarfélögin til að greiða aðildargjöld sín sem allra fyrst. Það er ekki hægt að ljúka þessum línum án þess að minnast á þann seinagang, sem verið hefur, á að ganga frá sérsamningum opinberra starfsmanna. Það er ekki hægt að skella skuld- inni að öllu leyti á samningamenn ríkisins, því ef áhugi hefði verið af hálfu stjórnar B. S. R. B. þá hefði hún getað ýtt á lausn þessara samninga. Með sama áframhaldi ætti engum að koma það á óvart þó B. S. R. B. færi að gliðnast eða jafn- vel splundrast vegna áhugaleysis stjórnar þess á lausn sérsamninga. Samkvæmt ofanrituðu, þá er ekki hægt að svo stöddu, að ganga frá launaskrá, en hún verð- ur send út eins fljótt og hægt er. Eftirtalin fyrirtœki hafa ásamt auglýs- endum styrkt útgáfu blaðsins: DÚN- OG FIÐURHREINSUNIN, Vatnsst. 3 ÁBYRGÐ HF., Skúlagötu 63 HEKLA HF., Laugavegi 170—172 29

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.