Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Blaðsíða 16

Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Blaðsíða 16
yfirborði grunnvatnsins. Sogkrafturinn er hér afar lítill vegna þess hve skoðunarpípan er stór. Holur og sprungur. Niðurstaðan af þessu er sú, að gæta verður mikillar varúðar við borun eða gröft eftir að olía hefur lekið niður til þess að olían dragist ekki niður með samþjöppuðum jarðvegi. Það hefur komið fyrir að menn 'hafa í hugsunarleysi borað í jörð til þess að rannsaka útbreiðslu olíunnar og ekki aðeins dreift olíunni enn frek- ar með því heldur og sprengt vatnsrör. Það varð til þess að olían dreifðist meira en ella og hreinsunarkostnaðurinn varð meiri en hann 'hefði þurft að vera. Ef mikið olíumagn hefði runnið út í þessu tilfelli, þó hefði meira olíumagn náð niður að grunnvatninu. Mynd 6: Dreifing olíu í bergi og yfirborðsleir ér svipuð. Erfitt er að bæta sl'íkt tjón vegna þess að erfitt er að segja um 'hvernig olían muni dreifast. (Myndin sýnir meginreglurnar). Leirinn hefur þornað og sprungið á yfiriborð- inu. Slíkar sprungur geta orðið margra metra djúpar. Breiddin er mismunandi, allt frá nokkr- um sentimetrum niður í brot úr millimetra. I rigningu bólgnar leirinn og sprungurnar lokast. Fyrir utan þessar sprungur má finna holur eftir rotnaðar jurtarætur. Botn sprungukerfisins er fullur af vatni, ,,sprunguvatni“. Þetta vatn síg- ur hægt niður á við í átt að einhverjum föstum lágpunkti, t. d. holræsi. Þegar olía rennur á leir, fyllist sprungukerfið af olíu. Erfitt er að segja um hvernig dreifing verður í hverju einstöku tilviki. Teikningin sýnir að olían hefur náð nið- ur að yfirborði sprunguvatnsins og dreifist til hliðanna. Við hreinsun getur komið í ljós, að sumar sprungurnar eru fullar af olíu, aðrar aí vatni og lofti. Þegar olían rennur niður í grunn- vatnið, flýtur hún upp á yfirborðið og fylgir hreyfingum vatnsins. Hluti olíunnar verður eftir í sprungunum, en þau efni olíunnar, sem leysast upp í vatni, renna áfram með vatninu. Olían sem verður eftir í sprungunum getur verið þar í langan tíma, kannske mörg ár. Mynd 7: Er olían fer í gegnum fíngerðan jarð- veg á leið sinni að grunnvatninu verður dreif- ing 'hennar flóknari. Olían dreifist hægt eftir neðra borði lagsins og um leið tekur grunn- vatnið hægt í sig ol'íu. Olían festist einnig í jarð- vegsrásum. Þegar olían kemur að fíngerða jarð- laginu kemst hún ekki í gegnum það vegna þess að sogkrafturinn í því er miklu meiri en í hinu grófa jarðefni. Árangurinn verður sá, að olían dreifist hægt með grunnvatnsstraumnum með- fram neðra borði jarðlagsins. Þegar grunnvatnsstraumurinn kemur út í lind eða á strönd, flýtur olían á vatninu. OJíuleki yfirborðstjón I )/\'l ^ 1 I / 1,1 71, ^ \. I \ f »y>y 5prunguvatn og hreytingar pess íTV j /kv. y ; i vv / i y V * i \ i í i á Vatnsblandaður leir $fcoðunarpípa___ fyrir yfirborð sprunguvatnsft- Sprunguvatns. •; \ yfirborð Vatnsmettaður jarðvegur Sandur • Mvrnl 7. Yfirborð Grunnvatnsyfirborð Olíutjón ásjó Grunnvatnsstraumur 14 S LO KKVILIÐSMAÐU Rl N N

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.