Slökkviliðsmaðurinn - 01.05.1976, Blaðsíða 14
Tjón vegna olíu
á og í jörðu
M'sðferð olíuefna eykst stöðugt og hefur ætíð
nokkra á'hættu í för með sér. Fyrr eða síðar
verður tjón vegna leka, efnisgalla o. fl. o. fl.
Við flytjum inn árlega milljónir kúpikmetra
af oliu. Aðeins fáein promille þessarar olíu
valda tjóninu, en samt sem áður er hér um þús-
undir kubikmetra að ræða. Aður fyrr kærðu
menn sig kollótta um þótt nokkrir kúbikmetr-
ar olíu rynnu út. En þsgar þetta byrjaði að
valda umtalsverðu tjóni á verðmætum, þá varð
að finna ráð til þess að hreinsa olíuna og safna
henni saman. Nokkur hreinsunarfyrirtæki voru
sett á laggirnar, sem með tímanum fengu góða
þekkingu og reynslu á olíuhreinsun. Sérstakur
útbúnaður fyrir olíuhreinsun leit dagsins ljós.
Á síðustu árum hafa slökkviliðin dregist æ
meira inn í baráttuna gegn olíutjóninu. Hafa
slökkviliðsmenn nægilega þekkingu á þessum
efnum? Vita þeir hvernig best má vinna að
þeim? Vita þeir hvernig olían dreifist á jörð og
í jarðveg og vatni. Fagbókmenntir hafa verið
ritaðar um þessi málefni en erfitt er að fá heild-
armynd með því að lesa þær. Þessvegna hefur
samband sænskra slökkviliðsmanna reynt að
gefa heildarsýn á vandamálinu í bókinni: Olía,
tjón, hreinsun og einnig hefur verið gefinn út
bæklingur, sem fjallar um olíu og hreinsun á
henni, og er mjög fræðandi.
Greinin hér á eftir á að gefa upplýsingar um
hvernig tjón á olíu verður og hvernig má tak-
marka það.
Samkynja jarðvegur.
Er olía rennur á jörð og niður í jarðveg, dreif-
ist hún einkum vegna þyngdarafls og yfirborðs-
spennu. Þessir kraftar eru háðir ýmsum þátt-
um, svo sem gerð jarðvegsins, halla hans og
vatnsinnihaldi, herslu hans og fleira. Einnig
verður að taka með í reikninginn þyngd olí-
unnar og hitastig og óhreinindi í olíunni.
Þegar yfirborð jarðar er ‘hert á einhvern
hátt, t. d. með asfalti, sprungulausri steypu og
þessháttar, þá getur olían ekki sigið niður í
jarðveginn.
Teikningar sýna það sem gerist.
1. mynd: Qlian hefur lekið út og myndar dálít-
inn poll á jörðinni en mestur hlutinn sígur of-
an í jarðveginn, sem í þessu tilfelli er sam-
kynja t. d. möl. Vegna þyngdarkraftsins fer olí-
an niður á við. Um leið dreyfist hún og verður í
laginu líkt og ,,pera“ vegna holrúma í jarðveg-
inum. Á yfirborðinu virðist sem lítið tjón hafi
orðið, en talsvert mikið magn olíu getur hafa
runnið niður í jarðveginn og valdið miklu tjóni.
Straumhraðinn.
2. mynd: Olían hefur sigið niður að grunn-
vatninu. Yfirborð grunnvatnssins stöðvar hreyf-
12
SLOKKVILIÐSMAÐURINN